Sólin Sólin Rís 03:04 • sest 23:52 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 02:49 • Sest 12:05 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:35 • Síðdegis: 24:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:26 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík

Hvert er íslenska orðið yfir cingulate gyrus og eru til íslensk heiti yfir öll þessi svæði í heilanum?

Heiða María Sigurðardóttir

Mannsheilinn er alsettur krumpum og slíkar heilakrumpur kallast fellingar eða gárar (ft. gyri, et. gyrus). Eins og nafnið bendir til er cingulate gyrus felling eða gári og liggur eins og gjörð utan um hvelatengslin (corpus callosum), taugabrautina sem tengir saman vinstra og hægra heilahvel. Á íslensku kallast cingulate gyrus gyrðilfelling eða gyrðilgári. Gyrðilfellingin liggur ekki utan á heilanum heldur er hún falin innan í honum. Á myndinni má sjá þversnið af heila og gyrðilfellingin er merkt þar með gulum lit.

Þversnið af heila (framhlið heilans til hægri, bakhlið til vinstri).

Á myndinni eru eftirfarandi heilasvæði sýnileg: Tungufelling (lingual gyrus), fleygur (cuneus), forfleygur (precuneus), hjámiðjubleðill (paracentral lobule), efri ennisfelling (superior frontal gyrus), neðri gagnaugafelling (inferior temporal gyrus), spólufelling (fusiform gyrus), hjádrekafelling (parahippocampal gyrus/hippocampal gyrus), ugla/krókur (uncus), bogi (fornix) og hvelatengsl (corpus callosum).

Í örtungumáli eins og íslensku eru oft ekki til sérfræðiorð eða íðorð yfir alla mögulega hluti. Því hafa fræðimenn oft sjálfir þurft að skálda nöfn á hinum ýmsu fyrirbærum, og á það við um sum heitin sem gefin eru upp með skýringarmyndinni hér að ofan. Sum þessara heita festast svo í sessi.

Orðabanki Íslenskrar málstöðvar samræmir orðanotkun innan mismunandi fræðigreina. Orðabankinn „á að safna fræðiheitum og sameina þau þannig að ekki séu á kreiki mörg heiti um sama fyrirbærið“. Orðabanki Íslenskrar málstöðvar heldur utan um skrá yfir íðorð sem er aðgengileg á Netinu: Orðabanki

Mynd:

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

dósent við Sálfræðideild

Útgáfudagur

22.6.2015

Spyrjandi

Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Tilvísun

Heiða María Sigurðardóttir. „Hvert er íslenska orðið yfir cingulate gyrus og eru til íslensk heiti yfir öll þessi svæði í heilanum? “ Vísindavefurinn, 22. júní 2015. Sótt 10. júní 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=67582.

Heiða María Sigurðardóttir. (2015, 22. júní). Hvert er íslenska orðið yfir cingulate gyrus og eru til íslensk heiti yfir öll þessi svæði í heilanum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=67582

Heiða María Sigurðardóttir. „Hvert er íslenska orðið yfir cingulate gyrus og eru til íslensk heiti yfir öll þessi svæði í heilanum? “ Vísindavefurinn. 22. jún. 2015. Vefsíða. 10. jún. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=67582>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvert er íslenska orðið yfir cingulate gyrus og eru til íslensk heiti yfir öll þessi svæði í heilanum?
Mannsheilinn er alsettur krumpum og slíkar heilakrumpur kallast fellingar eða gárar (ft. gyri, et. gyrus). Eins og nafnið bendir til er cingulate gyrus felling eða gári og liggur eins og gjörð utan um hvelatengslin (corpus callosum), taugabrautina sem tengir saman vinstra og hægra heilahvel. Á íslensku kallast cingulate gyrus gyrðilfelling eða gyrðilgári. Gyrðilfellingin liggur ekki utan á heilanum heldur er hún falin innan í honum. Á myndinni má sjá þversnið af heila og gyrðilfellingin er merkt þar með gulum lit.

Þversnið af heila (framhlið heilans til hægri, bakhlið til vinstri).

Á myndinni eru eftirfarandi heilasvæði sýnileg: Tungufelling (lingual gyrus), fleygur (cuneus), forfleygur (precuneus), hjámiðjubleðill (paracentral lobule), efri ennisfelling (superior frontal gyrus), neðri gagnaugafelling (inferior temporal gyrus), spólufelling (fusiform gyrus), hjádrekafelling (parahippocampal gyrus/hippocampal gyrus), ugla/krókur (uncus), bogi (fornix) og hvelatengsl (corpus callosum).

Í örtungumáli eins og íslensku eru oft ekki til sérfræðiorð eða íðorð yfir alla mögulega hluti. Því hafa fræðimenn oft sjálfir þurft að skálda nöfn á hinum ýmsu fyrirbærum, og á það við um sum heitin sem gefin eru upp með skýringarmyndinni hér að ofan. Sum þessara heita festast svo í sessi.

Orðabanki Íslenskrar málstöðvar samræmir orðanotkun innan mismunandi fræðigreina. Orðabankinn „á að safna fræðiheitum og sameina þau þannig að ekki séu á kreiki mörg heiti um sama fyrirbærið“. Orðabanki Íslenskrar málstöðvar heldur utan um skrá yfir íðorð sem er aðgengileg á Netinu: Orðabanki

Mynd:

...