Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða hlutverki gegnir litli heilinn og hvað gerist ef hann skemmist?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Litli heili eða hnykill (e. cerebellum) gegnir mikilvægu hlutverki í stjórnun hreyfinga. Boð um að hefja hreyfingu koma þó ekki frá litla heila heldur á hann þátt í samhæfingu hreyfinga, nákvæmni þeirra og tímasetningu. Hann fær skynboð frá mænu og öðrum hlutum heilans og tengir þessi boð saman til að fínstilla hreyfingar. Skemmdir í litla heila leiða ekki til lömunar en valda truflunum í fínhreyfingum, jafnvægi, líkamsstöðu og getu til að læra nýjar hreyfingar.

Nú er vitað að litli heili gegnir ekki aðeins hlutverki í samhæfingu hreyfinga, heldur kemur hann einnig við sögu í úrvinnslu hugsunar og stjórnun tilfinninga. Sterkustu vísbendingar um starfsemi litla heila hafa komið í ljós við athuganir á afleiðingum skemmda í honum. Dýr og menn með skemmdir í litla heila hafa truflaða stjórnun á hreyfingum. Þau geta hreyft sig en hreyfingarnar eru ósamhæfðar, óeðlilegar og illa tímasettar.

Rannsóknir sem fela í sér að skoða starfsemi litla heila við mismunandi vitsmunaleg störf hafa leitt í ljós virkni í honum við mál, athygli og myndmál hugans. Fylgnirannsóknir hafa leitt í ljós víxlverkanir milli litla heila og svæða í berki hvelaheila (stóra heila) sem hafa ekki með hreyfingu að gera.

Fjölbreytt einkenni hafa verið greind hjá fólki með skaða sem virðist vera takmarkaður við litla heila. Lýst hefur verið sérstöku heilkenni sem kemur fram í börnum og fullorðnum sem hafa hlotið skemmdir í litla heila og hefur áhrif á vitræn ferli (e. CCAS=Cerebellar Cognitive Affective Syndrome). Einkenni sem koma fram þar eru truflun á vitsmunalegri starfsemi, eins og áætlanagerð, óhlutbundnum rökstuðningi, orðfimi og vinnsluminni. Oft koma fram endurtekningarárátta og athyglisbrestur. Dæmi um taltruflanir sem geta fylgt þessu heilkenni eru málstol, nafnstol og málfræðistol. Einnig koma fram truflanir í rýmisgreind sem lýsa sér sem truflanir í skipulagi sjónrænna rúmskynjana og minni þeirra. Persónuleikabreytingar geta verið hömluleysi og óviðeigandi hegðun. Allt þetta dregur úr greind. Talið er að þessi einkenni CCAS stafi af truflun í tengingum litla heila við heilabörkinn og randkerfið.

Mest áberandi einkenni truflunar í starfsemi litla heila eru þó tengd hreyfingum og fara þau eftir því um hvaða hluta hans er að ræða. Ef aftasti hluti litla heila skemmist koma fram jafnvægistruflanir og breytingar verða á göngulagi, þar sem breitt bil verður á milli fóta sem bendir til erfiðleika við að halda jafnvægi. Skemmd í þeim hluta litla heila sem tengist hvelaheila leiðir til vandamála í viljastýrðum hreyfingum og villum í krafti, stefnu og hraða hreyfinga. Skemmdir í efri hluta litla heila leiða til óeðlilegs göngulags, einkum ósamhæfingu fótleggja á meðan skemmdir í neðri hluta litla heila koma fram sem ósamhæfðar og stefnulausar hreyfingar handa og handleggja.

Litli heili getur skemmst við högg, en einnig við slag, blæðingu, æxli og hrörnunarsjúkdóma.

Heimildir og mynd:


Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Getið þið gefið mér nánari upplýsingar um starfsemi litla heilans?

Höfundur

Útgáfudagur

7.1.2014

Spyrjandi

Erna Magnúsdóttir

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvaða hlutverki gegnir litli heilinn og hvað gerist ef hann skemmist?“ Vísindavefurinn, 7. janúar 2014, sótt 6. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=63639.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2014, 7. janúar). Hvaða hlutverki gegnir litli heilinn og hvað gerist ef hann skemmist? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=63639

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvaða hlutverki gegnir litli heilinn og hvað gerist ef hann skemmist?“ Vísindavefurinn. 7. jan. 2014. Vefsíða. 6. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=63639>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða hlutverki gegnir litli heilinn og hvað gerist ef hann skemmist?
Litli heili eða hnykill (e. cerebellum) gegnir mikilvægu hlutverki í stjórnun hreyfinga. Boð um að hefja hreyfingu koma þó ekki frá litla heila heldur á hann þátt í samhæfingu hreyfinga, nákvæmni þeirra og tímasetningu. Hann fær skynboð frá mænu og öðrum hlutum heilans og tengir þessi boð saman til að fínstilla hreyfingar. Skemmdir í litla heila leiða ekki til lömunar en valda truflunum í fínhreyfingum, jafnvægi, líkamsstöðu og getu til að læra nýjar hreyfingar.

Nú er vitað að litli heili gegnir ekki aðeins hlutverki í samhæfingu hreyfinga, heldur kemur hann einnig við sögu í úrvinnslu hugsunar og stjórnun tilfinninga. Sterkustu vísbendingar um starfsemi litla heila hafa komið í ljós við athuganir á afleiðingum skemmda í honum. Dýr og menn með skemmdir í litla heila hafa truflaða stjórnun á hreyfingum. Þau geta hreyft sig en hreyfingarnar eru ósamhæfðar, óeðlilegar og illa tímasettar.

Rannsóknir sem fela í sér að skoða starfsemi litla heila við mismunandi vitsmunaleg störf hafa leitt í ljós virkni í honum við mál, athygli og myndmál hugans. Fylgnirannsóknir hafa leitt í ljós víxlverkanir milli litla heila og svæða í berki hvelaheila (stóra heila) sem hafa ekki með hreyfingu að gera.

Fjölbreytt einkenni hafa verið greind hjá fólki með skaða sem virðist vera takmarkaður við litla heila. Lýst hefur verið sérstöku heilkenni sem kemur fram í börnum og fullorðnum sem hafa hlotið skemmdir í litla heila og hefur áhrif á vitræn ferli (e. CCAS=Cerebellar Cognitive Affective Syndrome). Einkenni sem koma fram þar eru truflun á vitsmunalegri starfsemi, eins og áætlanagerð, óhlutbundnum rökstuðningi, orðfimi og vinnsluminni. Oft koma fram endurtekningarárátta og athyglisbrestur. Dæmi um taltruflanir sem geta fylgt þessu heilkenni eru málstol, nafnstol og málfræðistol. Einnig koma fram truflanir í rýmisgreind sem lýsa sér sem truflanir í skipulagi sjónrænna rúmskynjana og minni þeirra. Persónuleikabreytingar geta verið hömluleysi og óviðeigandi hegðun. Allt þetta dregur úr greind. Talið er að þessi einkenni CCAS stafi af truflun í tengingum litla heila við heilabörkinn og randkerfið.

Mest áberandi einkenni truflunar í starfsemi litla heila eru þó tengd hreyfingum og fara þau eftir því um hvaða hluta hans er að ræða. Ef aftasti hluti litla heila skemmist koma fram jafnvægistruflanir og breytingar verða á göngulagi, þar sem breitt bil verður á milli fóta sem bendir til erfiðleika við að halda jafnvægi. Skemmd í þeim hluta litla heila sem tengist hvelaheila leiðir til vandamála í viljastýrðum hreyfingum og villum í krafti, stefnu og hraða hreyfinga. Skemmdir í efri hluta litla heila leiða til óeðlilegs göngulags, einkum ósamhæfingu fótleggja á meðan skemmdir í neðri hluta litla heila koma fram sem ósamhæfðar og stefnulausar hreyfingar handa og handleggja.

Litli heili getur skemmst við högg, en einnig við slag, blæðingu, æxli og hrörnunarsjúkdóma.

Heimildir og mynd:


Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Getið þið gefið mér nánari upplýsingar um starfsemi litla heilans?

...