Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:29 • Síðdegis: 18:52 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:31 • Síðdegis: 12:34 í Reykjavík

Er heilastofn og heilabörkur það sama? Ef ekki, hvað er þá heilabörkur?

EDS

Þegar fjallað er um heilann er venjan að skipta honum upp í nokkur svæði. Gjarnan er talað um framheila, miðheila og afturheila. Önnur svæðaskipting sem oft er notuð felur í sér að skipta heilanum í heilastofn (e. brain stem), milliheila (e. diencephalon), hvelaheila (e. cerebrum) og litla heila/hnykil (e. cerebellum).Heilastofn er í beinu framhaldi af mænunni og nær yfir mænukylfu, brú og miðheila. Í heilastofni fer meðal annars fram stjórnun á lífsnauðsynlegri líkamsstarfsemi svo sem öndun, hjartslætti og hitatemprun. Þessi ferli eru að mestu leyti ósjálfráð.

Heilabörkurinn er ysti hluti hvelaheilans og jafnframt sá hluti heilans sem er þróunarlega yngstur (sjá nánar í svari Valtýs Stefánssonar Thors við spurningunni Hverjar eru helstu heilastöðvarnar?). Heilabörkur manna er um 2-5 mm á þykkt og er alsettur fellingum sem auka flatarmál hans, en flatarmálið er um 0,25 m2.

Heilabörkurinn gegnir mjög mikilvægu hlutverki. Þar liggja meðal annars heilastöðvar sem sjá um skynjun, svo sem heyrn, sjón, lykt, bragð og snertingu. Hann stjórnar einnig meðvituðum hreyfingum og gegnir lykilhlutverki þegar kemur að námi, minni, hugsun, tali og fleiru.

Á Vísindavefnum eru mörg svör sem fjalla um heilann og starfsemi hans, til dæmis:

Heimildir og mynd:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

15.6.2006

Spyrjandi

Ástríður Jónsdóttir

Tilvísun

EDS. „Er heilastofn og heilabörkur það sama? Ef ekki, hvað er þá heilabörkur?“ Vísindavefurinn, 15. júní 2006. Sótt 22. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6016.

EDS. (2006, 15. júní). Er heilastofn og heilabörkur það sama? Ef ekki, hvað er þá heilabörkur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6016

EDS. „Er heilastofn og heilabörkur það sama? Ef ekki, hvað er þá heilabörkur?“ Vísindavefurinn. 15. jún. 2006. Vefsíða. 22. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6016>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er heilastofn og heilabörkur það sama? Ef ekki, hvað er þá heilabörkur?
Þegar fjallað er um heilann er venjan að skipta honum upp í nokkur svæði. Gjarnan er talað um framheila, miðheila og afturheila. Önnur svæðaskipting sem oft er notuð felur í sér að skipta heilanum í heilastofn (e. brain stem), milliheila (e. diencephalon), hvelaheila (e. cerebrum) og litla heila/hnykil (e. cerebellum).Heilastofn er í beinu framhaldi af mænunni og nær yfir mænukylfu, brú og miðheila. Í heilastofni fer meðal annars fram stjórnun á lífsnauðsynlegri líkamsstarfsemi svo sem öndun, hjartslætti og hitatemprun. Þessi ferli eru að mestu leyti ósjálfráð.

Heilabörkurinn er ysti hluti hvelaheilans og jafnframt sá hluti heilans sem er þróunarlega yngstur (sjá nánar í svari Valtýs Stefánssonar Thors við spurningunni Hverjar eru helstu heilastöðvarnar?). Heilabörkur manna er um 2-5 mm á þykkt og er alsettur fellingum sem auka flatarmál hans, en flatarmálið er um 0,25 m2.

Heilabörkurinn gegnir mjög mikilvægu hlutverki. Þar liggja meðal annars heilastöðvar sem sjá um skynjun, svo sem heyrn, sjón, lykt, bragð og snertingu. Hann stjórnar einnig meðvituðum hreyfingum og gegnir lykilhlutverki þegar kemur að námi, minni, hugsun, tali og fleiru.

Á Vísindavefnum eru mörg svör sem fjalla um heilann og starfsemi hans, til dæmis:

Heimildir og mynd:...