Sólin Sólin Rís 05:29 • sest 21:25 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:47 • Sest 05:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:41 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:54 • Síðdegis: 24:11 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvað hefur vísindamaðurinn Thor Aspelund rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Thor Aspelund er prófessor í líftölfræði í læknadeild Háskóla Íslands, við Miðstöð í lýðheilsuvísindum, og forstöðumaður Tölfræðiráðgjafar Heilbrigðisvísindasviðs.

Thor hefur rannsakað áhrif áhættuþátta á hjarta- og æðasjúkdóma og sykursýki og hvernig er hægt að nota þá sem forspárþætti í áhættureiknum. Einnig hefur hann rannsakað breytingar í stöðu áhættuþátta yfir tíma og framlag þeirra til lækkunar á tíðni hjartasjúkdóma. Thor hefur líka rannsakað framlag erfða til ýmissa sjúkdóma. Thor hefur unnið rannsóknir sínar sem tölfræðingur Hjartaverndar, dósent og prófessor við Miðstöð í lýðheilsuvísindum og sem rannsakandi með Risk.

Thor Aspelund hefur meðal annars rannsakað áhrif áhættuþátta á hjarta- og æðasjúkdóma og sykursýki og hvernig er hægt að nota þá sem forspárþætti í áhættureiknum.

Thor fæddist 1969 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1988. Hann hóf nám í rafmagnsverkfræði og líka guðfræði við Háskóla Íslands en lauk svo BS-prófi í stærðfræði við Háskóla Íslands árið 1994. Thor öðlaðist reynslu sem tölfræðingur við Hafrannsóknastofnun með námi. Thor kenndi stærðfræði við Verzlunarskóla Íslands frá 1994 til 1996 og fór það ár í framhaldsnám í tölfræði við Háskólann í Iowa. Thor lauk þaðan MS-prófi í tölfræði 1998 og doktorsprófi 2002. Rannsóknarefnið var um líkön til að bera saman greiningarhæfni mismunandi aðferða í myndgreiningu.

Thor hóf störf sem tölfræðingur Hjartaverndar árið 2002. Thor fékk stöðu lektors við Raunvísindadeild árið 2006 og stöðu dósents 2007 í hálfu starfi. Árið 2011 fékk Thor stöðu dósents við Miðstöð í lýðheilsuvísindum (MLV) og framgang til prófessors 2015. Thor er núna prófessor í fullu starfi við Háskóla Íslands. Rannsóknarvinna með Hjartavernd og MLV hefur verið mjög farsæl og er Thor meðhöfundur á yfir 200 vísindagreinum.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

Útgáfudagur

25.1.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Thor Aspelund rannsakað?“ Vísindavefurinn, 25. janúar 2018. Sótt 22. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=75028.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 25. janúar). Hvað hefur vísindamaðurinn Thor Aspelund rannsakað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75028

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Thor Aspelund rannsakað?“ Vísindavefurinn. 25. jan. 2018. Vefsíða. 22. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75028>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Thor Aspelund rannsakað?
Thor Aspelund er prófessor í líftölfræði í læknadeild Háskóla Íslands, við Miðstöð í lýðheilsuvísindum, og forstöðumaður Tölfræðiráðgjafar Heilbrigðisvísindasviðs.

Thor hefur rannsakað áhrif áhættuþátta á hjarta- og æðasjúkdóma og sykursýki og hvernig er hægt að nota þá sem forspárþætti í áhættureiknum. Einnig hefur hann rannsakað breytingar í stöðu áhættuþátta yfir tíma og framlag þeirra til lækkunar á tíðni hjartasjúkdóma. Thor hefur líka rannsakað framlag erfða til ýmissa sjúkdóma. Thor hefur unnið rannsóknir sínar sem tölfræðingur Hjartaverndar, dósent og prófessor við Miðstöð í lýðheilsuvísindum og sem rannsakandi með Risk.

Thor Aspelund hefur meðal annars rannsakað áhrif áhættuþátta á hjarta- og æðasjúkdóma og sykursýki og hvernig er hægt að nota þá sem forspárþætti í áhættureiknum.

Thor fæddist 1969 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1988. Hann hóf nám í rafmagnsverkfræði og líka guðfræði við Háskóla Íslands en lauk svo BS-prófi í stærðfræði við Háskóla Íslands árið 1994. Thor öðlaðist reynslu sem tölfræðingur við Hafrannsóknastofnun með námi. Thor kenndi stærðfræði við Verzlunarskóla Íslands frá 1994 til 1996 og fór það ár í framhaldsnám í tölfræði við Háskólann í Iowa. Thor lauk þaðan MS-prófi í tölfræði 1998 og doktorsprófi 2002. Rannsóknarefnið var um líkön til að bera saman greiningarhæfni mismunandi aðferða í myndgreiningu.

Thor hóf störf sem tölfræðingur Hjartaverndar árið 2002. Thor fékk stöðu lektors við Raunvísindadeild árið 2006 og stöðu dósents 2007 í hálfu starfi. Árið 2011 fékk Thor stöðu dósents við Miðstöð í lýðheilsuvísindum (MLV) og framgang til prófessors 2015. Thor er núna prófessor í fullu starfi við Háskóla Íslands. Rannsóknarvinna með Hjartavernd og MLV hefur verið mjög farsæl og er Thor meðhöfundur á yfir 200 vísindagreinum.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

...