Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu margir deyja á Íslandi á dag?

Á vef Hagstofu Íslands má finna ýmislegt talnaefni, meðal annars upplýsingar um það hversu margir fæðast og deyja á Íslandi á ári hverju. Hægt er greina upplýsingarnar á ýmsan hátt, til dæmis eftir aldri, kyni, sveitarfélögum og dánarorsök.

Ef litið er á 25 ára tímabil, frá 1993 til 2017, sést að dauðsföllum fer fjölgandi. Fram til 2009 voru dauðsföll á Íslandi alltaf undir 2000 á ári en síðan þá hafa yfir 2000 einstaklingar látist flest ár. Fæst dauðsföll voru árið 1994, alls 1717 en flest árið 2016 eða 2309. Að meðaltali voru dauðsföll á dag á þessu tímabili frá 4,3 upp í 5,7 eftir árum.

Að dauðsföllum fjölgi þýðir ekki að Íslendingar búi við verra heilsufar en áður heldur verður þetta að skoðast í ljósi þess að þjóðinni hefur verið að fjölga og hún er jafnframt að eldast. Dánartíðnin, það er fjöldi látinna á hverja 1000 íbúa segir því kannski meira en heildarfjöldi látinna. Á þessu 25 ára tímabili sem hér er til skoðunar var dánartíðnin hæst árið 1995 þegar hún fór upp í 7,2 en lægst var hún 6,1 árin 2001 og 2012.

Dánartíðni á Íslandi (fjöldi látinna á hverja 1000 íbúa) og meðaltal dauðsfalla á dag.

Heimild:

Útgáfudagur

16.5.2019

Spyrjandi

Emil Askur Karlsson

Höfundur

Tilvísun

EDS. „Hversu margir deyja á Íslandi á dag?“ Vísindavefurinn, 16. maí 2019. Sótt 21. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=76175.

EDS. (2019, 16. maí). Hversu margir deyja á Íslandi á dag? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76175

EDS. „Hversu margir deyja á Íslandi á dag?“ Vísindavefurinn. 16. maí. 2019. Vefsíða. 21. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76175>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Gísli Pálsson

1949

Gísli Pálsson er prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa spannað breitt svið, allt frá íslenskum fornbókmenntum til nútíma erfðafræði. Gísli hefur í ritum sínum fjallað um mörg viðfangsefni, oft á mörkum ólíkra fræðigreina, svo sem kvótakerfið, nafnahefðir og líftækni.