Sólin Sólin Rís 09:01 • sest 18:23 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:51 • Sest 10:05 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:38 • Síðdegis: 18:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:59 • Síðdegis: 24:01 í Reykjavík

Hversu margir fæðast og deyja að meðaltali á dag í heiminum?

EDS

Meðaltíðni fæðinga og dauðsfalla er mismunandi ár hvert. Í þessu svari er miðað við tölur frá 2017. Til samanburðar má benda á svar TÞ frá 22.6.2000 við spurningunni Hvað búa margir í heiminum? en þar er að finna samskonar tölur fyrir árið 2000. Á heimasíðu Bandarísku manntalsskrifstofunnar (US Census Bureau) er að finna eftirfarandi upplýsingar um fæðingar, andlát og náttúrlega fjölgun í heiminum á tímaeiningu fyrir árið 2017:
TímaeiningFæðingarAndlátFjölgun
Ár135.865.00057.615.00078.250.000
Mánuður11.322.0834.801.2506.520.833
Dagur372.233157.849214.384
Klukkustund15.5106.5778.933
Mínúta258110148
Sekúnda4,31,82,5

Hjá Bandarísku manntalsskrifstofunni er einnig hægt að nálgast sambærilegar tölur fyrir afmörkuð svæði í heiminum og einstök lönd. Ef áætlanir ársins 2017 fyrir hverja heimsálfu eru skoðaðar sérstaklega kemur í ljós að í heildina er mest fólksfjölgun á ári í Asíu enda er það fjölmennasta heimsálfan. Hlutfallsleg fjölgun er þó mest í Afríku. Jafnframt má sjá að í Evrópu eru fleiri dauðsföll en fæðingar á ári.

HeimsálfaFæðingarAndlátNáttúruleg fjölgun*Náttúrleg fjölgun (%)
Afríka40.452.00010.743.00029.709.0002,4
Asía72.316.00031.401.00040.915.0000,9
Evrópa7.667.0008.351.000-684.000-0,1
Eyjaálfa571.000266.000305.0001,1
Norður-Ameríka4.433.0002.991.0001.442.0000,8
Suður-Ameríka10.426.0003.863.0006.563.0000,9

*Náttúruleg fjölgun tekur ekki tillit til búferlaflutninga á milli svæða, heldur lítur eingöngu á samspil fæðingartíðni og dánartíðni.

Því er við að bæta að samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Hagstofu Íslands litu 4.034 nýir Íslendingar dagsins ljós árið 2016 en 2.309 kvöddu þennan heim.

Athugasemd: Svarið var uppfært af ritstjórn 3. maí 2018.

Heimildir:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

21.8.2003

Spyrjandi

Ingi Már Kjartansson, f. 1987

Tilvísun

EDS. „Hversu margir fæðast og deyja að meðaltali á dag í heiminum? “ Vísindavefurinn, 21. ágúst 2003. Sótt 22. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3672.

EDS. (2003, 21. ágúst). Hversu margir fæðast og deyja að meðaltali á dag í heiminum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3672

EDS. „Hversu margir fæðast og deyja að meðaltali á dag í heiminum? “ Vísindavefurinn. 21. ágú. 2003. Vefsíða. 22. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3672>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hversu margir fæðast og deyja að meðaltali á dag í heiminum?
Meðaltíðni fæðinga og dauðsfalla er mismunandi ár hvert. Í þessu svari er miðað við tölur frá 2017. Til samanburðar má benda á svar TÞ frá 22.6.2000 við spurningunni Hvað búa margir í heiminum? en þar er að finna samskonar tölur fyrir árið 2000. Á heimasíðu Bandarísku manntalsskrifstofunnar (US Census Bureau) er að finna eftirfarandi upplýsingar um fæðingar, andlát og náttúrlega fjölgun í heiminum á tímaeiningu fyrir árið 2017:

TímaeiningFæðingarAndlátFjölgun
Ár135.865.00057.615.00078.250.000
Mánuður11.322.0834.801.2506.520.833
Dagur372.233157.849214.384
Klukkustund15.5106.5778.933
Mínúta258110148
Sekúnda4,31,82,5

Hjá Bandarísku manntalsskrifstofunni er einnig hægt að nálgast sambærilegar tölur fyrir afmörkuð svæði í heiminum og einstök lönd. Ef áætlanir ársins 2017 fyrir hverja heimsálfu eru skoðaðar sérstaklega kemur í ljós að í heildina er mest fólksfjölgun á ári í Asíu enda er það fjölmennasta heimsálfan. Hlutfallsleg fjölgun er þó mest í Afríku. Jafnframt má sjá að í Evrópu eru fleiri dauðsföll en fæðingar á ári.

HeimsálfaFæðingarAndlátNáttúruleg fjölgun*Náttúrleg fjölgun (%)
Afríka40.452.00010.743.00029.709.0002,4
Asía72.316.00031.401.00040.915.0000,9
Evrópa7.667.0008.351.000-684.000-0,1
Eyjaálfa571.000266.000305.0001,1
Norður-Ameríka4.433.0002.991.0001.442.0000,8
Suður-Ameríka10.426.0003.863.0006.563.0000,9

*Náttúruleg fjölgun tekur ekki tillit til búferlaflutninga á milli svæða, heldur lítur eingöngu á samspil fæðingartíðni og dánartíðni.

Því er við að bæta að samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Hagstofu Íslands litu 4.034 nýir Íslendingar dagsins ljós árið 2016 en 2.309 kvöddu þennan heim.

Athugasemd: Svarið var uppfært af ritstjórn 3. maí 2018.

Heimildir:...