Sólin Sólin Rís 03:29 • sest 23:24 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:35 • Sest 09:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:38 • Síðdegis: 23:07 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:33 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík

Hverjir eru helstu áhættuþættir kransæðastíflu og hver er dánartíðni sjúkdómsins?

Guðmundur Þorgeirsson, Karl Andersen og Tómas Guðbjartsson

Þrátt fyrir að mikið hafi áunnist í hinum betur megandi löndum herja hjarta- og æðasjúkdómar með vaxandi þunga á lönd sem raðast neðar á tekjulista heimsins, en í þeim löndum er sjúkdómsbyrðin nú þyngst. Í heiminum öllum valda hjarta- og æðasjúkdómar um 17,3 milljónum dauðsfalla á ári og er því spáð að sú tala muni ná 23,6 milljónum árið 2030.[1][2] Um 80% af þessum dauðsföllum verða í þeim löndum heims sem njóta lágra eða miðlungstekna.[3] Þótt dánartíðni úr kransæðasjúkdómi sé enn hlutfallslega hæst í hinum ríkari löndum; 16,3% af öllum dauðsföllum samanborði við 13,9% í löndum með miðlungstekjur og 8,4% í fátækustu löndunum, er mannfjöldinn þó langmestur í hinum tveimur tekjulægri hópum heimsbyggðarinnar og heildarfjöldi sjúkdómstilfella og dauðsfalla því mestur í þeim löndum.[4]

Í heiminum öllum valda hjarta- og æðasjúkdómar um 17,3 milljónum dauðsfalla á ári og er því spáð að sú tala muni ná 23,6 milljónum árið 2030. Um þriðjung allra dauðsfalla á Íslandi má rekja til hjarta- og æðasjúkdóma.

Þó að nýgengi kransæðastíflu hafi lækkað um tæp 70% frá 1981 til 2006,og aldursstöðluð dánartíðni úr kransæðasjúkdómi hafi lækkað um 80% á sama tímabili, er kransæðastífla ennþá langalgengasta dánarorsök hér á landi,[5] líkt og annars staðar á Vesturlöndum,[6] þegar horft er til einstakra sjúkdóma. Nokkrir vel skilgreindir áhættuþættir skýra um 90% af öllum nýjum tilfellum af kransæðastíflu.[7] Meirihluti þeirra stjórnast af lífsstíl og hegðun en rannsóknir síðustu ára hafa sýnt að mikill fjöldi erfðaþátta kemur einnig við sögu.[8][9] Sterkustu áhættuþættirnir eru reykingar, hátt kólesteról í blóði og háþrýstingur, en einnig offita og sykursýki.

Nýlegar rannsóknir hafa sýnt að mikil fækkun dauðsfalla vegna kransæðastíflu á árabilinu 1981-2006 skýrðist að mestu leyti (73%) af hagstæðri þróun nokkurra helstu áhættuþátta, en samanlögð áhrif meðferðar við kransæðasjúkdómi skýrði fjórðung af fækkuninni.[10] Stærstu jákvæðu áhrifavaldarnir reyndust vera 0,9 mmól/l lækkun á heildarkólesteróli vegna breytinga á mataræði síðustu áratugina (skýrði 32% af fækkuninni), fækkun þeirra sem reykja úr 47% í 23% á tímabilinu (skýrði 22% af fækkun dauðsfalla) og lækkun á slagbilsþrýstingi um 5,1 mmHg (skýrði 22% af fækkun dauðsfalla).[11]

Áhættuþættir í örustum vexti voru hins vegar offita (sem skýrði 4% aukningu í fjölda dauðsfalla á tímabilinu) og sykursýki (sem skýrði 5% aukningu í dánartíðni á þessu tímabili og dró úr jákvæðum áhrifum annarra áhrifaþátta).[12] Verði ekki brugðist skjótt við þessari neikvæðu þróun má búast við því að algengi kransæðastíflu og dauðsfalla vegna hennar muni aftur aukast á næstu áratugum. Vaxandi offituvandamál og sykursýki vega þar þyngst en einnig mun hækkandi hlutfall aldraðra hafa áhrif.[13]

Tilvísanir:
 1. ^ Ezzati M, Obermeyer Z, Tzoulaki I, Mayosi BM, Elliott P, Leon DA, Contributions of risk factors and medical care to cardiovascular mortality trends. Nat Rev Cardiol 2015;12:508-30.
 2. ^ Laslett Lj, Alagona P, Jr., Clark Ba, 3rd, et al. The worldwide environment of cardiovascular disease: prevalence, diagnosis, therapy, and policy issues: a report from the American College of Cardiology. Journal of the American College of Cardiology 2012;60:S1-49.
 3. ^ Laslett Lj, Alagona P, Jr., Clark Ba, 3rd, et al. The worldwide environment of cardiovascular disease: prevalence, diagnosis, therapy, and policy issues: a report from the American College of Cardiology. Journal of the American College of Cardiology 2012;60:S1-49.
 4. ^ LaslettLj, Alagona P, Jr., Clark Ba, 3rd, et al. The worldwide environment of cardiovascular disease: prevalence, diagnosis, therapy, and policy issues: a report from the American College of Cardiology. Journal of the American College of Cardiology 2012;60:S1-49.
 5. ^ Andersen K, Gudnason V. Langvinnir sjúkdómar: Heimsfaraldur 21. aldar. Chronic Noncommunable Dieseases: An Epidemic of the 21st Century. Læknablaðið. The Icleandic Medical Journal 2012;98:591-5.
 6. ^ https://www.who.int/gho/mortality_burden_disease/causes_death_2008/en/. World HOTlcodiA.
 7. ^ Yusuf S, Hawken S, Ounpuu S, et al. Effect of potentially modifiable risk factors associated with myocardial infarction in 52 countries (the INTERHEART study): case-control study. Lancet 2004;364:937-52.
 8. ^ Holdt LM, Teupser D. From genotype to phenotype in human atherosclerosis – recenter findings. Current Opinion in Lipidology 2013;24:410-8
 9. ^ Schunkert H, Konig IR, Kathiresan S, et al. Large scale association analysis identifies 13 new susceptibility loci for coronary artery disease. Nat Genet 2011;43:333-8.
 10. ^ Aspelund T, Gudnason V, Magnusdottir BT, et al. Analysing the Large Decline in Coronary Heart Disease Mortality in the Icelandic Population Aged 25-74 between the Years 1981 and 2006. Plos One 2010;5.
 11. ^ Aspelund T, Gudnason V, Magnusdottir BT, et al. Analysing the Large Decline in Coronary Heart Disease Mortality in the Icelandic Population Aged 25-74 between the Years 1981 and 2006. Plos One 2010;5.
 12. ^ Aspelund T, Gudnason V, Magnusdottir BT, et al. Analysing the Large Decline in Coronary Heart Disease Mortality in the Icelandic Population Aged 25-74 between the Years 1981 and 2006. Plos One 2010;5.
 13. ^ Thorolfsdottir RB, Aspelund T, Capewell S. Critchley J. Gudnason V. Andersen K. Population assessment of future trajectories in coronary heart disease mortality. PLoS One 2014;9:e85800.

Mynd:


Þetta svar er fengið úr Kransæðabókinni í ritstjórn Guðmundar Þorgeirssonar og Tómasar Guðbjartssonar og birt með góðfúslegu leyfi. Textinn er lítillega aðlagaður Vísindavefnum.

Spurningu Lovísu er hér svarað að hluta.

Höfundar

Guðmundur Þorgeirsson

prófessor emeritus í lyflæknisfræði við HÍ

Karl Andersen

prófessor í hjartalækningum við HÍ

Tómas Guðbjartsson

prófessor í skurðlækningum við HÍ

Útgáfudagur

7.5.2019

Spyrjandi

Lovísa

Tilvísun

Guðmundur Þorgeirsson, Karl Andersen og Tómas Guðbjartsson. „Hverjir eru helstu áhættuþættir kransæðastíflu og hver er dánartíðni sjúkdómsins? “ Vísindavefurinn, 7. maí 2019. Sótt 29. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=77344.

Guðmundur Þorgeirsson, Karl Andersen og Tómas Guðbjartsson. (2019, 7. maí). Hverjir eru helstu áhættuþættir kransæðastíflu og hver er dánartíðni sjúkdómsins? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=77344

Guðmundur Þorgeirsson, Karl Andersen og Tómas Guðbjartsson. „Hverjir eru helstu áhættuþættir kransæðastíflu og hver er dánartíðni sjúkdómsins? “ Vísindavefurinn. 7. maí. 2019. Vefsíða. 29. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=77344>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hverjir eru helstu áhættuþættir kransæðastíflu og hver er dánartíðni sjúkdómsins?
Þrátt fyrir að mikið hafi áunnist í hinum betur megandi löndum herja hjarta- og æðasjúkdómar með vaxandi þunga á lönd sem raðast neðar á tekjulista heimsins, en í þeim löndum er sjúkdómsbyrðin nú þyngst. Í heiminum öllum valda hjarta- og æðasjúkdómar um 17,3 milljónum dauðsfalla á ári og er því spáð að sú tala muni ná 23,6 milljónum árið 2030.[1][2] Um 80% af þessum dauðsföllum verða í þeim löndum heims sem njóta lágra eða miðlungstekna.[3] Þótt dánartíðni úr kransæðasjúkdómi sé enn hlutfallslega hæst í hinum ríkari löndum; 16,3% af öllum dauðsföllum samanborði við 13,9% í löndum með miðlungstekjur og 8,4% í fátækustu löndunum, er mannfjöldinn þó langmestur í hinum tveimur tekjulægri hópum heimsbyggðarinnar og heildarfjöldi sjúkdómstilfella og dauðsfalla því mestur í þeim löndum.[4]

Í heiminum öllum valda hjarta- og æðasjúkdómar um 17,3 milljónum dauðsfalla á ári og er því spáð að sú tala muni ná 23,6 milljónum árið 2030. Um þriðjung allra dauðsfalla á Íslandi má rekja til hjarta- og æðasjúkdóma.

Þó að nýgengi kransæðastíflu hafi lækkað um tæp 70% frá 1981 til 2006,og aldursstöðluð dánartíðni úr kransæðasjúkdómi hafi lækkað um 80% á sama tímabili, er kransæðastífla ennþá langalgengasta dánarorsök hér á landi,[5] líkt og annars staðar á Vesturlöndum,[6] þegar horft er til einstakra sjúkdóma. Nokkrir vel skilgreindir áhættuþættir skýra um 90% af öllum nýjum tilfellum af kransæðastíflu.[7] Meirihluti þeirra stjórnast af lífsstíl og hegðun en rannsóknir síðustu ára hafa sýnt að mikill fjöldi erfðaþátta kemur einnig við sögu.[8][9] Sterkustu áhættuþættirnir eru reykingar, hátt kólesteról í blóði og háþrýstingur, en einnig offita og sykursýki.

Nýlegar rannsóknir hafa sýnt að mikil fækkun dauðsfalla vegna kransæðastíflu á árabilinu 1981-2006 skýrðist að mestu leyti (73%) af hagstæðri þróun nokkurra helstu áhættuþátta, en samanlögð áhrif meðferðar við kransæðasjúkdómi skýrði fjórðung af fækkuninni.[10] Stærstu jákvæðu áhrifavaldarnir reyndust vera 0,9 mmól/l lækkun á heildarkólesteróli vegna breytinga á mataræði síðustu áratugina (skýrði 32% af fækkuninni), fækkun þeirra sem reykja úr 47% í 23% á tímabilinu (skýrði 22% af fækkun dauðsfalla) og lækkun á slagbilsþrýstingi um 5,1 mmHg (skýrði 22% af fækkun dauðsfalla).[11]

Áhættuþættir í örustum vexti voru hins vegar offita (sem skýrði 4% aukningu í fjölda dauðsfalla á tímabilinu) og sykursýki (sem skýrði 5% aukningu í dánartíðni á þessu tímabili og dró úr jákvæðum áhrifum annarra áhrifaþátta).[12] Verði ekki brugðist skjótt við þessari neikvæðu þróun má búast við því að algengi kransæðastíflu og dauðsfalla vegna hennar muni aftur aukast á næstu áratugum. Vaxandi offituvandamál og sykursýki vega þar þyngst en einnig mun hækkandi hlutfall aldraðra hafa áhrif.[13]

Tilvísanir:
 1. ^ Ezzati M, Obermeyer Z, Tzoulaki I, Mayosi BM, Elliott P, Leon DA, Contributions of risk factors and medical care to cardiovascular mortality trends. Nat Rev Cardiol 2015;12:508-30.
 2. ^ Laslett Lj, Alagona P, Jr., Clark Ba, 3rd, et al. The worldwide environment of cardiovascular disease: prevalence, diagnosis, therapy, and policy issues: a report from the American College of Cardiology. Journal of the American College of Cardiology 2012;60:S1-49.
 3. ^ Laslett Lj, Alagona P, Jr., Clark Ba, 3rd, et al. The worldwide environment of cardiovascular disease: prevalence, diagnosis, therapy, and policy issues: a report from the American College of Cardiology. Journal of the American College of Cardiology 2012;60:S1-49.
 4. ^ LaslettLj, Alagona P, Jr., Clark Ba, 3rd, et al. The worldwide environment of cardiovascular disease: prevalence, diagnosis, therapy, and policy issues: a report from the American College of Cardiology. Journal of the American College of Cardiology 2012;60:S1-49.
 5. ^ Andersen K, Gudnason V. Langvinnir sjúkdómar: Heimsfaraldur 21. aldar. Chronic Noncommunable Dieseases: An Epidemic of the 21st Century. Læknablaðið. The Icleandic Medical Journal 2012;98:591-5.
 6. ^ https://www.who.int/gho/mortality_burden_disease/causes_death_2008/en/. World HOTlcodiA.
 7. ^ Yusuf S, Hawken S, Ounpuu S, et al. Effect of potentially modifiable risk factors associated with myocardial infarction in 52 countries (the INTERHEART study): case-control study. Lancet 2004;364:937-52.
 8. ^ Holdt LM, Teupser D. From genotype to phenotype in human atherosclerosis – recenter findings. Current Opinion in Lipidology 2013;24:410-8
 9. ^ Schunkert H, Konig IR, Kathiresan S, et al. Large scale association analysis identifies 13 new susceptibility loci for coronary artery disease. Nat Genet 2011;43:333-8.
 10. ^ Aspelund T, Gudnason V, Magnusdottir BT, et al. Analysing the Large Decline in Coronary Heart Disease Mortality in the Icelandic Population Aged 25-74 between the Years 1981 and 2006. Plos One 2010;5.
 11. ^ Aspelund T, Gudnason V, Magnusdottir BT, et al. Analysing the Large Decline in Coronary Heart Disease Mortality in the Icelandic Population Aged 25-74 between the Years 1981 and 2006. Plos One 2010;5.
 12. ^ Aspelund T, Gudnason V, Magnusdottir BT, et al. Analysing the Large Decline in Coronary Heart Disease Mortality in the Icelandic Population Aged 25-74 between the Years 1981 and 2006. Plos One 2010;5.
 13. ^ Thorolfsdottir RB, Aspelund T, Capewell S. Critchley J. Gudnason V. Andersen K. Population assessment of future trajectories in coronary heart disease mortality. PLoS One 2014;9:e85800.

Mynd:


Þetta svar er fengið úr Kransæðabókinni í ritstjórn Guðmundar Þorgeirssonar og Tómasar Guðbjartssonar og birt með góðfúslegu leyfi. Textinn er lítillega aðlagaður Vísindavefnum.

Spurningu Lovísu er hér svarað að hluta.

...