Sólin Sólin Rís 11:22 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:51 • Sest 17:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:43 • Síðdegis: 20:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:26 • Síðdegis: 14:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:22 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:51 • Sest 17:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:43 • Síðdegis: 20:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:26 • Síðdegis: 14:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju urðu til svona mörg afbrigði af COVID-19?

Jón Magnús Jóhannesson

COVID-19 borði í flokk
Ótalmörg afbrigði SARS-CoV-2 þróuðust þegar leið á faraldurinn og hafa þau verið ítarlega kortlögð með ötulli raðgreiningu erfðaefnis SARS-CoV-2 um allan heim. Í byrjun var notast við gríska bókstafi til að aðgreina helstu afbrigðin - mikilvægustu afbrigðin hafa verið alfa, beta, gamma, delta og ómíkron.

Það helsta sem má læra af þróun þessara afbrigða er hversu hratt kórónuveirur aðlagast nýjum aðstæðum, hvort sem það er dreifing frá einni dýrategund til annarrar eða þróun ónæmissvars gegn veirunni. Til einföldunar má segja að þróun nýrra afbrigða hafi leitt til aukinnar dreifingar kórónuveirunnar, sem líklegast má að mestu rekja til flótta þessara afbrigða frá ónæmissvörum gegn eldri afbrigðum. Þetta á sérstaklega við um ómíkron-afbrigðið, sem virðist geta dreifst betur þrátt fyrir fyrirliggjandi ónæmissvar gegn SARS-CoV-2.

Bóluefnin gegn COVID-19 virka enn ótrúlega vel í að minnka líkur á alvarlegum veikindum en vörnin gegn vægari sjúkdómi dvínar með tímanum og þróun nýrra afbrigða. Ómíkron-afbrigðið býr yfir sérstaklega mörgum breytingum í erfðaefni veirunnar. Þessar breytingar gera það að verkum að veiran dreifist sérstaklega vel. Geta ómíkron-afbrigðisins til að aðlagast ónæmissvörum okkar er svo góð að öll núverandi undirafbrigði COVID-19 koma frá ómíkron.

Erfitt er að ákvarða nákvæmlega hversu mikið alvarleiki COVID-19 hefur breyst með tilkomu mismunandi afbrigða. Gögn benda til þess að alfa og delta afbrigði veirunnar hafi verið alvarlegri meðan að ómíkron-afbrigðið er vægara. Vægari veikindi af völdum ómíkron afbrigðisins virðast aðallega vera vegna fyrirliggjandi ónæmisvarna okkar gegn fyrri afbrigðum.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Jón Magnús Jóhannesson

læknir og rannsakandi

Útgáfudagur

22.12.2025

Spyrjandi

Dagbjört

Tilvísun

Jón Magnús Jóhannesson. „Af hverju urðu til svona mörg afbrigði af COVID-19?“ Vísindavefurinn, 22. desember 2025, sótt 22. desember 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=88250.

Jón Magnús Jóhannesson. (2025, 22. desember). Af hverju urðu til svona mörg afbrigði af COVID-19? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=88250

Jón Magnús Jóhannesson. „Af hverju urðu til svona mörg afbrigði af COVID-19?“ Vísindavefurinn. 22. des. 2025. Vefsíða. 22. des. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=88250>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju urðu til svona mörg afbrigði af COVID-19?
Ótalmörg afbrigði SARS-CoV-2 þróuðust þegar leið á faraldurinn og hafa þau verið ítarlega kortlögð með ötulli raðgreiningu erfðaefnis SARS-CoV-2 um allan heim. Í byrjun var notast við gríska bókstafi til að aðgreina helstu afbrigðin - mikilvægustu afbrigðin hafa verið alfa, beta, gamma, delta og ómíkron.

Það helsta sem má læra af þróun þessara afbrigða er hversu hratt kórónuveirur aðlagast nýjum aðstæðum, hvort sem það er dreifing frá einni dýrategund til annarrar eða þróun ónæmissvars gegn veirunni. Til einföldunar má segja að þróun nýrra afbrigða hafi leitt til aukinnar dreifingar kórónuveirunnar, sem líklegast má að mestu rekja til flótta þessara afbrigða frá ónæmissvörum gegn eldri afbrigðum. Þetta á sérstaklega við um ómíkron-afbrigðið, sem virðist geta dreifst betur þrátt fyrir fyrirliggjandi ónæmissvar gegn SARS-CoV-2.

Bóluefnin gegn COVID-19 virka enn ótrúlega vel í að minnka líkur á alvarlegum veikindum en vörnin gegn vægari sjúkdómi dvínar með tímanum og þróun nýrra afbrigða. Ómíkron-afbrigðið býr yfir sérstaklega mörgum breytingum í erfðaefni veirunnar. Þessar breytingar gera það að verkum að veiran dreifist sérstaklega vel. Geta ómíkron-afbrigðisins til að aðlagast ónæmissvörum okkar er svo góð að öll núverandi undirafbrigði COVID-19 koma frá ómíkron.

Erfitt er að ákvarða nákvæmlega hversu mikið alvarleiki COVID-19 hefur breyst með tilkomu mismunandi afbrigða. Gögn benda til þess að alfa og delta afbrigði veirunnar hafi verið alvarlegri meðan að ómíkron-afbrigðið er vægara. Vægari veikindi af völdum ómíkron afbrigðisins virðast aðallega vera vegna fyrirliggjandi ónæmisvarna okkar gegn fyrri afbrigðum.

Heimildir:

Mynd:...