Er eitthvað nýtt vitað um uppruna veirunnar sem veldur COVID-19, fimm árum eftir heimsfaraldurinn?Frá upphafi heimsfaraldurs COVID-19 hefur mikið verið rætt um uppruna veirunnar SARS-CoV-2, og hefur umræðan oft og tíðum einkennst af samsæriskenningum sem ekki voru studdar af vísindunum. Niðurstöður rannsókna benda til þess að veiran hafi fyrst borist til manna beint frá dýrum. Upprunalegi forveri SARS-CoV-2 kom frá leðurblökum, líklegast á landamærum Kína og Laos. Talið er að sá forveri hafi dreifst yfir í svokallaðan millihýsil (e. intermediate host). Í þeim hýsli áttu sér stað frekari breytingar á erfðaefni veirunnar áður en hún barst til manna. Endanlegur millihýsill hefur ekki fundist en töluverðar líkur eru á því að það sé annað hvort svonefndur desköttur (e. civet) eða dýr af hundaætt sem kallast marðarhundur (e. raccoon dog).

Niðurstöður rannsókna benda til þess að veiran hafi fyrst borist til manna beint frá dýrum. Upprunalegi forveri SARS-CoV-2 kom frá leðurblökum. Millihýsill veirunnar var líklega annað hvort svonefndur desköttur, sem hér sést á mynd, eða marðarhundur. Engin vísindaleg gögn benda til uppruna veirunnar frá rannsóknarstofu.
- Worobey, M. o.fl. (2022). The Huanan Seafood Wholesale Market in Wuhan was the early epicenter of the COVID-19 pandemic. Science, 377(6609), 951-959. https://doi.org/10.1126/science.abp8715
- Liu, W. J. o.fl. (2024). Surveillance of SARS-CoV-2 at the Huanan Seafood Market. Nature, 631(8020), 402-408. https://doi.org/10.1038/s41586-023-06043-2
- The Lancet Microbe. (2024). COVID-19 origins: plain speaking is overdue. The Lancet Microbe, 5(8). https://doi.org/10.1016/j.lanmic.2024.07.016
- Crits-Christoph, A. o.fl. (2024). Genetic tracing of market wildlife and viruses at the epicenter of the COVID-19 pandemic. Cell, 187(19), 5468-5482.e5411. https://doi.org/10.1016/j.cell.2024.08.010
- Holmes, E. C. (2024). The emergence and evolution of SARS-CoV-2. Annual Review of Virology, 11(1), 21-42. https://doi.org/10.1146/annurev-virology-093022-013037
- World Health Organization. (2025, 27. júní). WHO Scientific Advisory Group issues report on origins of COVID-19. https://www.who.int/news/item/27-06-2025-who-scientific-advisory-group-issues-report-on-origins-of-covid-19
- Chen, B., Farzan, M., & Choe, H. (2025). SARS-CoV-2 spike protein: structure, viral entry and variants. Nature Reviews Microbiology, 23(7), 455-468. https://doi.org/10.1038/s41579-025-01185-8
- Yfirlitsmynd: Novel Coronavirus SARS-CoV-2 | This transmission electron mi… | Flickr. (Sótt 25.11.2025).
- File:Luwak (civet cat) in cage.jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 25.11.2025). Myndin er birt undir CC-leyfi.
