Sólin Sólin Rís 11:03 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:51 • Sest 14:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:35 • Síðdegis: 21:07 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:16 • Síðdegis: 14:59 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:03 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:51 • Sest 14:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:35 • Síðdegis: 21:07 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:16 • Síðdegis: 14:59 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er eitthvað nýtt að frétta af uppruna veirunnar sem veldur COVID-19?

Jón Magnús Jóhannesson

COVID-19 borði í flokk
Upprunalega spurningin var:

Er eitthvað nýtt vitað um uppruna veirunnar sem veldur COVID-19, fimm árum eftir heimsfaraldurinn?

Frá upphafi heimsfaraldurs COVID-19 hefur mikið verið rætt um uppruna veirunnar SARS-CoV-2, og hefur umræðan oft og tíðum einkennst af samsæriskenningum sem ekki voru studdar af vísindunum. Niðurstöður rannsókna benda til þess að veiran hafi fyrst borist til manna beint frá dýrum. Upprunalegi forveri SARS-CoV-2 kom frá leðurblökum, líklegast á landamærum Kína og Laos. Talið er að sá forveri hafi dreifst yfir í svokallaðan millihýsil (e. intermediate host). Í þeim hýsli áttu sér stað frekari breytingar á erfðaefni veirunnar áður en hún barst til manna. Endanlegur millihýsill hefur ekki fundist en töluverðar líkur eru á því að það sé annað hvort svonefndur desköttur (e. civet) eða dýr af hundaætt sem kallast marðarhundur (e. raccoon dog).

Niðurstöður rannsókna benda til þess að veiran hafi fyrst borist til manna beint frá dýrum. Upprunalegi forveri SARS-CoV-2 kom frá leðurblökum. Millihýsill veirunnar var líklega annað hvort svonefndur desköttur, sem hér sést á mynd, eða marðarhundur. Engin vísindaleg gögn benda til uppruna veirunnar frá rannsóknarstofu.

Niðurstöður rannsókna benda til þess að veiran hafi fyrst borist til manna beint frá dýrum. Upprunalegi forveri SARS-CoV-2 kom frá leðurblökum. Millihýsill veirunnar var líklega annað hvort svonefndur desköttur, sem hér sést á mynd, eða marðarhundur. Engin vísindaleg gögn benda til uppruna veirunnar frá rannsóknarstofu.

Dreifing veirunnar til manna átti sér líklega stað í vesturhluta Huanan-markaðsins í borginni Wuhan í Kína. Þessar niðurstöður eru byggðar á nokkrum ítarlegum rannsóknum sem könnuðu erfðafræðilega eiginleika SARS-CoV-2, náskyldar veirur í dýraríkinu, veirufræðilegar niðurstöður á sýnum frá Huanan-markaðnum og faraldsfræðilega eiginleika fyrstu tilfella COVID-19. Það sem enn vantar er að finna skyldasta forvera SARS-CoV-2 í leðurblökum og ákvarða nákvæmlega hvaða millihýsill átti hér stærstan þátt.

Hvað sem því líður er ljóst að aukið návígi mannverunnar við dýr og röskun á búsvæðum þeirra eykur hættu á þróun nýrra faraldra. Rétt er að taka fram að engin vísindaleg gögn benda til uppruna veirunnar frá rannsóknarstofu.

Heimildir:

Myndir:

Höfundur

Jón Magnús Jóhannesson

læknir og rannsakandi

Útgáfudagur

8.12.2025

Spyrjandi

Sigurlaug, Björn Reynir Halldórsson

Tilvísun

Jón Magnús Jóhannesson. „Er eitthvað nýtt að frétta af uppruna veirunnar sem veldur COVID-19?“ Vísindavefurinn, 8. desember 2025, sótt 8. desember 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=88249.

Jón Magnús Jóhannesson. (2025, 8. desember). Er eitthvað nýtt að frétta af uppruna veirunnar sem veldur COVID-19? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=88249

Jón Magnús Jóhannesson. „Er eitthvað nýtt að frétta af uppruna veirunnar sem veldur COVID-19?“ Vísindavefurinn. 8. des. 2025. Vefsíða. 8. des. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=88249>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er eitthvað nýtt að frétta af uppruna veirunnar sem veldur COVID-19?
Upprunalega spurningin var:

Er eitthvað nýtt vitað um uppruna veirunnar sem veldur COVID-19, fimm árum eftir heimsfaraldurinn?

Frá upphafi heimsfaraldurs COVID-19 hefur mikið verið rætt um uppruna veirunnar SARS-CoV-2, og hefur umræðan oft og tíðum einkennst af samsæriskenningum sem ekki voru studdar af vísindunum. Niðurstöður rannsókna benda til þess að veiran hafi fyrst borist til manna beint frá dýrum. Upprunalegi forveri SARS-CoV-2 kom frá leðurblökum, líklegast á landamærum Kína og Laos. Talið er að sá forveri hafi dreifst yfir í svokallaðan millihýsil (e. intermediate host). Í þeim hýsli áttu sér stað frekari breytingar á erfðaefni veirunnar áður en hún barst til manna. Endanlegur millihýsill hefur ekki fundist en töluverðar líkur eru á því að það sé annað hvort svonefndur desköttur (e. civet) eða dýr af hundaætt sem kallast marðarhundur (e. raccoon dog).

Niðurstöður rannsókna benda til þess að veiran hafi fyrst borist til manna beint frá dýrum. Upprunalegi forveri SARS-CoV-2 kom frá leðurblökum. Millihýsill veirunnar var líklega annað hvort svonefndur desköttur, sem hér sést á mynd, eða marðarhundur. Engin vísindaleg gögn benda til uppruna veirunnar frá rannsóknarstofu.

Niðurstöður rannsókna benda til þess að veiran hafi fyrst borist til manna beint frá dýrum. Upprunalegi forveri SARS-CoV-2 kom frá leðurblökum. Millihýsill veirunnar var líklega annað hvort svonefndur desköttur, sem hér sést á mynd, eða marðarhundur. Engin vísindaleg gögn benda til uppruna veirunnar frá rannsóknarstofu.

Dreifing veirunnar til manna átti sér líklega stað í vesturhluta Huanan-markaðsins í borginni Wuhan í Kína. Þessar niðurstöður eru byggðar á nokkrum ítarlegum rannsóknum sem könnuðu erfðafræðilega eiginleika SARS-CoV-2, náskyldar veirur í dýraríkinu, veirufræðilegar niðurstöður á sýnum frá Huanan-markaðnum og faraldsfræðilega eiginleika fyrstu tilfella COVID-19. Það sem enn vantar er að finna skyldasta forvera SARS-CoV-2 í leðurblökum og ákvarða nákvæmlega hvaða millihýsill átti hér stærstan þátt.

Hvað sem því líður er ljóst að aukið návígi mannverunnar við dýr og röskun á búsvæðum þeirra eykur hættu á þróun nýrra faraldra. Rétt er að taka fram að engin vísindaleg gögn benda til uppruna veirunnar frá rannsóknarstofu.

Heimildir:

Myndir:...