Sólin Sólin Rís 11:19 • sest 15:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:30 • Síðdegis: 17:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:44 • Síðdegis: 23:46 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:19 • sest 15:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:30 • Síðdegis: 17:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:44 • Síðdegis: 23:46 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er eitthvað nýtt vitað um það hvernig COVID-19 smitast helst?

Jón Magnús Jóhannesson

COVID-19 borði í flokk
SARS-CoV-2, sem veldur COVID-19, smitast fyrst og fremst með loftbornum leiðum. Þrátt fyrir mikla umræðu áður fyrr um mun á svokölluðu dropa- og úðasmiti (þar sem munur er á stærð smitandi agna sem við gefum frá okkur - stærri dropar og smærri úðar), þá benda flest gögn til þess núna að dreifing öndunarfærasýkinga eigi sér að mestu stað með loftbornum leiðum.

Helsti munurinn felst í því hversu vel veiran dreifist með lofti hverju sinni. Í sumum tilfellum er nóg að smitandi einstaklingur sé í sama herbergi og ósmitaður til að smit verði; í öðrum tilfellum þarf hinn ósmitaði að vera í miklu návígi við smitandi einstakling. Í báðum aðstæðum eru margar breytur til staðar, til að mynda loftræsting og loftflæði, notkun gríma, stærð rýmis, hegðun einstaklinga og fleira.

Mikilvægt er að árétta að smit getur átt sér stað óháð því hvort einkenni séu til staðar eða ekki. Svokallað snertismit, þar sem veiran dreifist milli manna beint með snertingu eða fyrir tilstilli hlutar í umhverfis, virðist sjaldgæfara en áður var talið.

Heimildir:
  • Greenhalgh, T. o.fl. (2024). Masks and respirators for prevention of respiratory infections: a state of the science review. Clinical microbiology reviews, 37(2), e0012423. https://doi.org/10.1128/cmr.00124-23
  • Boulos, L. (2023). Effectiveness of face masks for reducing transmission of SARS-CoV-2: a rapid systematic review. Philosophical transactions. Series A, Mathematical, physical, and engineering sciences, 381(2257), 20230133. https://doi.org/10.1098/rsta.2023.0133
  • Onakpoya, I. J. (2021). SARS-CoV-2 and the role of fomite transmission: a systematic review. F1000Research, 10, 233. https://doi.org/10.12688/f1000research.51590.3
  • Wang, C. C. o.fl. (2021). Airborne transmission of respiratory viruses. Science, 373(6558), eabd9149. https://doi.org/10.1126/science.abd9149
  • Marr, L. C., & Samet, J. M. (2024). Reducing Transmission of Airborne Respiratory Pathogens: A New Beginning as the COVID-19 Emergency Ends. Environmental health perspectives, 132(5), 55001. https://doi.org/10.1289/EHP13878
  • Morawska, L., Li, Y., & Salthammer, T. (2024). Lessons from the COVID-19 pandemic for ventilation and indoor air quality. Science, 385(6707), 396–401. https://doi.org/10.1126/science.adp2241
  • Maison, D. P. o.fl. (2025). COVID-19 clinical presentation, management, and epidemiology: A concise compendium. Frontiers in Public Health, 13, 1498445. https://doi.org/10.3389/fpubh.2025.1498445

Mynd:

Höfundur

Jón Magnús Jóhannesson

læknir og rannsakandi

Útgáfudagur

18.12.2025

Spyrjandi

Bessi Egilsson

Tilvísun

Jón Magnús Jóhannesson. „Er eitthvað nýtt vitað um það hvernig COVID-19 smitast helst?“ Vísindavefurinn, 18. desember 2025, sótt 18. desember 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=88251.

Jón Magnús Jóhannesson. (2025, 18. desember). Er eitthvað nýtt vitað um það hvernig COVID-19 smitast helst? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=88251

Jón Magnús Jóhannesson. „Er eitthvað nýtt vitað um það hvernig COVID-19 smitast helst?“ Vísindavefurinn. 18. des. 2025. Vefsíða. 18. des. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=88251>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er eitthvað nýtt vitað um það hvernig COVID-19 smitast helst?
SARS-CoV-2, sem veldur COVID-19, smitast fyrst og fremst með loftbornum leiðum. Þrátt fyrir mikla umræðu áður fyrr um mun á svokölluðu dropa- og úðasmiti (þar sem munur er á stærð smitandi agna sem við gefum frá okkur - stærri dropar og smærri úðar), þá benda flest gögn til þess núna að dreifing öndunarfærasýkinga eigi sér að mestu stað með loftbornum leiðum.

Helsti munurinn felst í því hversu vel veiran dreifist með lofti hverju sinni. Í sumum tilfellum er nóg að smitandi einstaklingur sé í sama herbergi og ósmitaður til að smit verði; í öðrum tilfellum þarf hinn ósmitaði að vera í miklu návígi við smitandi einstakling. Í báðum aðstæðum eru margar breytur til staðar, til að mynda loftræsting og loftflæði, notkun gríma, stærð rýmis, hegðun einstaklinga og fleira.

Mikilvægt er að árétta að smit getur átt sér stað óháð því hvort einkenni séu til staðar eða ekki. Svokallað snertismit, þar sem veiran dreifist milli manna beint með snertingu eða fyrir tilstilli hlutar í umhverfis, virðist sjaldgæfara en áður var talið.

Heimildir:
  • Greenhalgh, T. o.fl. (2024). Masks and respirators for prevention of respiratory infections: a state of the science review. Clinical microbiology reviews, 37(2), e0012423. https://doi.org/10.1128/cmr.00124-23
  • Boulos, L. (2023). Effectiveness of face masks for reducing transmission of SARS-CoV-2: a rapid systematic review. Philosophical transactions. Series A, Mathematical, physical, and engineering sciences, 381(2257), 20230133. https://doi.org/10.1098/rsta.2023.0133
  • Onakpoya, I. J. (2021). SARS-CoV-2 and the role of fomite transmission: a systematic review. F1000Research, 10, 233. https://doi.org/10.12688/f1000research.51590.3
  • Wang, C. C. o.fl. (2021). Airborne transmission of respiratory viruses. Science, 373(6558), eabd9149. https://doi.org/10.1126/science.abd9149
  • Marr, L. C., & Samet, J. M. (2024). Reducing Transmission of Airborne Respiratory Pathogens: A New Beginning as the COVID-19 Emergency Ends. Environmental health perspectives, 132(5), 55001. https://doi.org/10.1289/EHP13878
  • Morawska, L., Li, Y., & Salthammer, T. (2024). Lessons from the COVID-19 pandemic for ventilation and indoor air quality. Science, 385(6707), 396–401. https://doi.org/10.1126/science.adp2241
  • Maison, D. P. o.fl. (2025). COVID-19 clinical presentation, management, and epidemiology: A concise compendium. Frontiers in Public Health, 13, 1498445. https://doi.org/10.3389/fpubh.2025.1498445

Mynd:...