Sólin Sólin Rís 11:07 • sest 16:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:26 • Sest 11:53 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:37 • Síðdegis: 23:07 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:22 • Síðdegis: 16:53 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:07 • sest 16:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:26 • Sest 11:53 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:37 • Síðdegis: 23:07 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:22 • Síðdegis: 16:53 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er best að lýsa sjúkdómnum COVID-19 í stuttu máli?

Jón Magnús Jóhannesson

COVID-19 borði í flokk
COVID-19 er fyrst og fremst öndunarfærasýking sem getur verið allt frá því að vera einkennalaus yfir í að valda lífshættulegu bólgusvari í margskonar líffærakerfum. Afleiðingar COVID-19 utan öndunarfæranna eru næstum án undantekninga óbeinar afleiðingar bólgusvars sem við myndum gegn sýkingunni, en veiran heldur sig fyrst og fremst í öndunarfærunum.

Skipta má þróun COVID-19 í tvo fasa:
  • Snemmfasi eða veirufasi: SARS-CoV-2 fjölgar sér verulega í öndunarfærunum en einkenni eru oftast væg og stundum engin. Þessi fasi kemur fyrir í öllum tilfellum.
  • Síðfasi eða bólgufasi: veirufjölgun hefur minnkað verulega en bólgusvar verður ríkulegt og veldur alvarlegri einkennum. Þessi fasi kemur ekki fram í öllum tilfellum.

Þessir tveir aðskildu fasar renna gjarnan saman, en stundum getur hraður bati átt sér stað áður en síðfasinn hefst. Algengustu einkenni COVID-19 eru hiti, slappleiki, hósti, hálsbólga, mæði, vöðvaverkir og höfuðverkur; önnur algeng einkenni eru ógleði, lystarleysi, niðurgangur, tap á lyktarskyni og breyting á bragðskyni.

Alvarleiki COVID-19 hefur minnkað með tímanum, fyrst og fremst fyrir tilstuðlan víðtækrar bólusetningar gegn sjúkdómnum. Hins vegar heldur COVID-19 áfram að vera marktæk lýðheilsuvá, hvort sem það er vegna bráðra veikinda eða langvinnra afleiðinga.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Jón Magnús Jóhannesson

læknir og rannsakandi

Útgáfudagur

8.1.2026

Spyrjandi

Kolbrún

Tilvísun

Jón Magnús Jóhannesson. „Hvernig er best að lýsa sjúkdómnum COVID-19 í stuttu máli?“ Vísindavefurinn, 8. janúar 2026, sótt 9. janúar 2026, https://visindavefur.is/svar.php?id=88252.

Jón Magnús Jóhannesson. (2026, 8. janúar). Hvernig er best að lýsa sjúkdómnum COVID-19 í stuttu máli? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=88252

Jón Magnús Jóhannesson. „Hvernig er best að lýsa sjúkdómnum COVID-19 í stuttu máli?“ Vísindavefurinn. 8. jan. 2026. Vefsíða. 9. jan. 2026. <https://visindavefur.is/svar.php?id=88252>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig er best að lýsa sjúkdómnum COVID-19 í stuttu máli?
COVID-19 er fyrst og fremst öndunarfærasýking sem getur verið allt frá því að vera einkennalaus yfir í að valda lífshættulegu bólgusvari í margskonar líffærakerfum. Afleiðingar COVID-19 utan öndunarfæranna eru næstum án undantekninga óbeinar afleiðingar bólgusvars sem við myndum gegn sýkingunni, en veiran heldur sig fyrst og fremst í öndunarfærunum.

Skipta má þróun COVID-19 í tvo fasa:
  • Snemmfasi eða veirufasi: SARS-CoV-2 fjölgar sér verulega í öndunarfærunum en einkenni eru oftast væg og stundum engin. Þessi fasi kemur fyrir í öllum tilfellum.
  • Síðfasi eða bólgufasi: veirufjölgun hefur minnkað verulega en bólgusvar verður ríkulegt og veldur alvarlegri einkennum. Þessi fasi kemur ekki fram í öllum tilfellum.

Þessir tveir aðskildu fasar renna gjarnan saman, en stundum getur hraður bati átt sér stað áður en síðfasinn hefst. Algengustu einkenni COVID-19 eru hiti, slappleiki, hósti, hálsbólga, mæði, vöðvaverkir og höfuðverkur; önnur algeng einkenni eru ógleði, lystarleysi, niðurgangur, tap á lyktarskyni og breyting á bragðskyni.

Alvarleiki COVID-19 hefur minnkað með tímanum, fyrst og fremst fyrir tilstuðlan víðtækrar bólusetningar gegn sjúkdómnum. Hins vegar heldur COVID-19 áfram að vera marktæk lýðheilsuvá, hvort sem það er vegna bráðra veikinda eða langvinnra afleiðinga.

Heimildir:

Mynd:

...