Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 17:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:31 • Síðdegis: 14:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:58 • Síðdegis: 20:26 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 17:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:31 • Síðdegis: 14:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:58 • Síðdegis: 20:26 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða lyf eru núna talin best gegn veikindum af völdum COVID-19?

Jón Magnús Jóhannesson

COVID-19 borði í flokk
Þegar meðferð gegn COVID-19 er skoðuð, skiptir máli að hafa í huga fasana tvo sem fjallað er um nánar í svari við spurningunni Hvernig er best að lýsa sjúkdómnum COVID-19 í stuttu máli?, en þeir eru: veirufasi og bólgufasi.

Veirufasinn einkennist af fjölgun veirunnar - hér er tækifæri til að koma í veg fyrir alvarlegri veikindi og hemja frekari veiruvöxt. Markmið meðferðar í veirufasanum er að koma í veg fyrir bólgufasann. Því er betra að grípa inn sem fyrst, og ávinningurinn er mestur hjá fólki með áhættuþætti sem nefndir eru hér.

Bólgufasinn einkennist af ríkulegu bólgusvari og því eru meðferðir sem hafa áhrif á bólgusvar árangursríkastar hér - markmiðið er að minnka skaðlegar afleiðingar bólgu án þess að hefta verulega okkar eigin ónæmisvarnir.

Í veirufasanum má helst nefna tvö lyf sem virka best í að koma í veg fyrir alvarlegri veikindi: nirmatrelvír/ritonavír (sérlyfjaheiti er Paxlovid) og remdesivír - bæði lyfin hindra beint fjölgun veirunnar, þó með mismunandi leiðum. Nirmatrelvír/ritonavír er tekið í töfluformi en remdesivír þarf að gefa í æð. Lyfin virka álíka vel í að koma í veg fyrir alvarlegri veikindi og þannig innlögn á spítala. Lyfin hafa síður áhrif á einkennin sjálf, þó vísbending sé um að þau stytti eitthvað tímann sem einkennin vara.

Vandinn við nirmatrelvír/ritonavír er sá að lyfið milliverkar við mörg önnur lyf; helstu aukaverkanir eru breytingar á bragðskyni og einkenni frá meltingarvegi. Remdesivír hefur færri milliverkanir og mjög fáar aukaverkanir - hins vegar þarf að gefa lyfið í æð daglega, sem takmarkar notkun töluvert. Molnupiravír er þriðja veirulyfið sem er stundum notað í veirufasa COVID-19; hins vegar er virkni þess töluvert minni miðað við nirmatrelvír/ritonavír og remdesivír. Notkun einstofna mótefna var möguleg með fyrri afbrigði en því miður virðist virkni þeirra takmörkuð gegn nýrri afbrigðum. Notkun ónæmisbælandi lyfja, til dæmis barkstera (e. corticosteroids) í þessum fasa er ekki ráðlögð og getur meira að segja aukið líkur á alvarlegum veikindum seinna meir.

Í bólgufasanum er meira notast við margskonar bólgueyðandi lyf. Þar má helst nefna barkstera en fjöldi annarra lyfja er notaður við vissar aðstæður. Remdesivír hefur einnig verið notað í þessum fasa en virkar ekki eins vel og í veirufasanum. Í vissum tilfellum (aðallega í verulega ónæmisbældum) er hægt að gefa blóðvökva úr þeim sem hafa batnað af COVID-19 (e. convalescent plasma).

Einstofna mótefnið pemivibart hefur síðustu misseri verið notað til að minnka líkur á smiti SARS-CoV-2 meðal ónæmisbældra en þetta lyf er ekki samþykkt til notkunar í Evrópu.

Að lokum má nefna að sníkjudýralyfið ivermectin hefur enga staðfesta virkni sem meðferð við COVID-19, óháð fasa.

Heimildir:

Mynd:
  • Yfirlitsmynd: Picryl. (Sótt 26.11.2025).

Höfundur

Jón Magnús Jóhannesson

læknir og rannsakandi

Útgáfudagur

28.1.2026

Spyrjandi

Ragnhildur

Tilvísun

Jón Magnús Jóhannesson. „Hvaða lyf eru núna talin best gegn veikindum af völdum COVID-19?“ Vísindavefurinn, 28. janúar 2026, sótt 28. janúar 2026, https://visindavefur.is/svar.php?id=88254.

Jón Magnús Jóhannesson. (2026, 28. janúar). Hvaða lyf eru núna talin best gegn veikindum af völdum COVID-19? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=88254

Jón Magnús Jóhannesson. „Hvaða lyf eru núna talin best gegn veikindum af völdum COVID-19?“ Vísindavefurinn. 28. jan. 2026. Vefsíða. 28. jan. 2026. <https://visindavefur.is/svar.php?id=88254>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða lyf eru núna talin best gegn veikindum af völdum COVID-19?
Þegar meðferð gegn COVID-19 er skoðuð, skiptir máli að hafa í huga fasana tvo sem fjallað er um nánar í svari við spurningunni Hvernig er best að lýsa sjúkdómnum COVID-19 í stuttu máli?, en þeir eru: veirufasi og bólgufasi.

Veirufasinn einkennist af fjölgun veirunnar - hér er tækifæri til að koma í veg fyrir alvarlegri veikindi og hemja frekari veiruvöxt. Markmið meðferðar í veirufasanum er að koma í veg fyrir bólgufasann. Því er betra að grípa inn sem fyrst, og ávinningurinn er mestur hjá fólki með áhættuþætti sem nefndir eru hér.

Bólgufasinn einkennist af ríkulegu bólgusvari og því eru meðferðir sem hafa áhrif á bólgusvar árangursríkastar hér - markmiðið er að minnka skaðlegar afleiðingar bólgu án þess að hefta verulega okkar eigin ónæmisvarnir.

Í veirufasanum má helst nefna tvö lyf sem virka best í að koma í veg fyrir alvarlegri veikindi: nirmatrelvír/ritonavír (sérlyfjaheiti er Paxlovid) og remdesivír - bæði lyfin hindra beint fjölgun veirunnar, þó með mismunandi leiðum. Nirmatrelvír/ritonavír er tekið í töfluformi en remdesivír þarf að gefa í æð. Lyfin virka álíka vel í að koma í veg fyrir alvarlegri veikindi og þannig innlögn á spítala. Lyfin hafa síður áhrif á einkennin sjálf, þó vísbending sé um að þau stytti eitthvað tímann sem einkennin vara.

Vandinn við nirmatrelvír/ritonavír er sá að lyfið milliverkar við mörg önnur lyf; helstu aukaverkanir eru breytingar á bragðskyni og einkenni frá meltingarvegi. Remdesivír hefur færri milliverkanir og mjög fáar aukaverkanir - hins vegar þarf að gefa lyfið í æð daglega, sem takmarkar notkun töluvert. Molnupiravír er þriðja veirulyfið sem er stundum notað í veirufasa COVID-19; hins vegar er virkni þess töluvert minni miðað við nirmatrelvír/ritonavír og remdesivír. Notkun einstofna mótefna var möguleg með fyrri afbrigði en því miður virðist virkni þeirra takmörkuð gegn nýrri afbrigðum. Notkun ónæmisbælandi lyfja, til dæmis barkstera (e. corticosteroids) í þessum fasa er ekki ráðlögð og getur meira að segja aukið líkur á alvarlegum veikindum seinna meir.

Í bólgufasanum er meira notast við margskonar bólgueyðandi lyf. Þar má helst nefna barkstera en fjöldi annarra lyfja er notaður við vissar aðstæður. Remdesivír hefur einnig verið notað í þessum fasa en virkar ekki eins vel og í veirufasanum. Í vissum tilfellum (aðallega í verulega ónæmisbældum) er hægt að gefa blóðvökva úr þeim sem hafa batnað af COVID-19 (e. convalescent plasma).

Einstofna mótefnið pemivibart hefur síðustu misseri verið notað til að minnka líkur á smiti SARS-CoV-2 meðal ónæmisbældra en þetta lyf er ekki samþykkt til notkunar í Evrópu.

Að lokum má nefna að sníkjudýralyfið ivermectin hefur enga staðfesta virkni sem meðferð við COVID-19, óháð fasa.

Heimildir:

Mynd:
  • Yfirlitsmynd: Picryl. (Sótt 26.11.2025).
...