Sólin Sólin Rís 10:46 • sest 15:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:24 • Sest 04:57 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:52 • Síðdegis: 15:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:10 • Síðdegis: 21:32 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:46 • sest 15:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:24 • Sest 04:57 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:52 • Síðdegis: 15:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:10 • Síðdegis: 21:32 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er vitað um dreifingu COVID-19, alvarleika og áhrif á samfélagið fimm árum eftir heimsfaraldur?

Jón Magnús Jóhannesson

COVID-19 borði í flokk
Miðað við tölur frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (e. World Health Organization, WHO), sem þegar þetta svar er skrifað ná til 31. ágúst 2025, hafa yfir 778 milljón tilfelli COVID-19 greinst á heimsvísu frá upphafi talningar. Fjöldi áætlaðra dauðsfalla er að minnsta kosti 7 milljónir og fjöldi innlagna er margfalt meiri.

Rétt er að leggja áherslu á að áætlaðar tölur hér eru mikið vanmat, enda er skráningum víða ábótavant. Hér er því um að ræða skæðasta heimsfaraldur öndunarfærasýkingar á síðustu 100 árum. Enn fremur benda flest gögn til þess að meðalhættan af COVID-19 sé meiri en af öðrum öndunarfæraveirum sem hafa fest sig í sessi í samfélaginu, þar með talið inflúensuveirum og RS-veiru (e. Respiratory syncytial virus).

COVID-19 getur valdið langvinnum einkennum ásamt því að auka hættu á öðrum sjúkdómum. Þar má til dæmis nefna hjartaáfall og heilablóðfall, en aukin hætta á þeim getur varað í marga mánuði eftir sýkingu. Bólusetning við COVID-19 minnkar verulega fylgikvilla og alvarleika, bæði til skemmri og lengri tíma, en kemur ekki alfarið í veg fyrir þá.

Allir aldurshópar, með eða án áhættuþátta, geta þróað með sér alvarleg veikindi vegna COVID-19, þar með talið börn og annars hraustir fullorðnir einstaklingar. Enn fremur eru allir aldurshópar í hættu á að þróa með sér langvinn veikindi eftir COVID-19. Hættan á þessum fylgikvillum fer hins vegar eftir undirliggjandi áhættuþáttum. Hættan á alvarlegum sjúkdómi er meiri meðal karla og eykst með hækkandi aldri og bælingu ónæmiskerfisins. Enn fremur er hættan meiri ef til staðar eru vissir undirliggjandi sjúkdómar, á borð við sykursýki, háþrýsting og langvinnan nýrnasjúkdóm.

Þrátt fyrir þetta er mikilvægt að árétta að þróun alvarlegs sjúkdóms vegna COVID-19 getur átt sér stað án undirliggjandi áhættuþátta, og gerist í marktækum mæli. Börn undir 2 ára eru einnig í sérstakri hættu á að þróa með sér alvarlegri tilfelli COVID-19.

Miðað við tölur frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, sem þegar þetta svar er skrifað ná til 31. ágúst 2025, hafa yfir 778 milljón tilfelli COVID-19 greinst á heimsvísu frá upphafi talningar. Fjöldi áætlaðra dauðsfalla er að minnsta kosti 7 milljónir og fjöldi innlagna er margfalt meiri. Rétt er að taka fram að tölurnar eru vanmetnar enda skráningum víða ábótavant.

Miðað við tölur frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, sem þegar þetta svar er skrifað ná til 31. ágúst 2025, hafa yfir 778 milljón tilfelli COVID-19 greinst á heimsvísu frá upphafi talningar. Fjöldi áætlaðra dauðsfalla er að minnsta kosti 7 milljónir og fjöldi innlagna er margfalt meiri. Rétt er að taka fram að tölurnar eru vanmetnar enda skráningum víða ábótavant.

Reynt hefur verið að meta alvarleika faraldursins með margvíslegum hætti. COVID-19 hafði neikvæð áhrif á lífslíkur í mörgum löndum, sérstaklega þar sem lífslíkurnar hefðu annars farið hækkandi. Á hápunkti faraldursins var mikið rætt um dánarhlutfall (e. Case fatality ratio – CFR). CFR er hlutfall staðfestra tilfella COVID-19 sem að lokum deyja af völdum sjúkdómsins. Þetta hlutfall er mörgum annmörkum háð:

  • Staðfest tilfelli COVID-19 eru ávallt vanmat á umfangi sjúkdómsins í samfélagi, enda eru mörg tilfelli aldrei formlega greind.
  • Skilgreiningar á COVID-19 sem dánarorsök eru breytilegar eftir tíma og stað. Áreiðanleg gögn sýna að fyrir tíma ómíkron-afbrigðisins var yfirgnæfandi meirihluti skráðra „COVID-19-dauðsfalla“ sannarlega vegna sjúkdómsins. Með tilkomu ómíkron-afbrigðisins hefur þetta hlutfall minnkað, en áfram eru flest dauðsföll sem skráð eru vegna COVID-19 sannarlega vegna sjúkdómsins.
  • Vaxandi vitundarvakning er um að mörg dauðsföll sem áður voru ekki tengd við COVID-19 megi rekja til sýkingarinnar; þar má nefna heilablóðföll, hjartaáföll og aðra sjúkdóma.
  • CFR horfir aðeins á dauðsföll en gefur ekki mynd af öðrum afleiðingum COVID-19.

Til að sporna gegn þeirri hættu sem stafaði af COVID-19 voru ýmis lýðheilsuinngrip reynd, sérstaklega fyrir tilkomu bóluefna. Bóluefni við COVID-19 eru langsamlega árangursríkasta inngripið til að minnka alvarleika COVID-19. Önnur inngrip voru fjölbreytt - þrátt fyrir ítarlegar tilraunir hefur reynst mjög erfitt að skilgreina heildrænar afleiðingar flestra þessara inngripa.

Rannsóknir benda til þess að mörg þessara inngripa hafi fækkað tilfellum COVID-19, og þar með innlögnum vegna sjúkdómsins, meira að segja eftir tilkomu bóluefna. Ljóst er að beinar, neikvæðar afleiðingar hlutust einnig af vissum inngripum, sérstaklega þeim sem takmörkuðu beint eða óbeint aðgengi að heilbrigðisþjónustu, skólagöngu og atvinnu. Sem dæmi um slík inngrip mætti nefna takmörkun á heilbrigðisþjónustu, skólalokanir og breytta tilhögun atvinnurekstrar (til dæmis mikil færsla yfir í fjarvinnu). Jafnvægi ávinnings og skaða er erfitt að meta hér. Hins vegar ber að hafa í huga að þessum inngripum var beitt á tímum mikillar óvissu, þar sem það eina sem lá ljóst fyrir var að COVID-19 var að ná tökum á heimsbyggðinni og klár þörf var á því að bregðast við með einhverjum hætti. Enn fremur var ávinningur inngripa verulega háður því hversu vel var staðið að því að framfylgja þeim.

Önnur inngrip, til dæmis notkun gríma, hafa skýrari ávinning í för með sér. Það sýna rannsóknir sem gerðar voru á tímum heimsfaraldurs COVID-19. Ljóst er að rétt notkun viðeigandi gríma (fínagnagrímur eða skurðstofugrímur) minnkar dreifingu COVID-19, rétt eins og dreifingu margra annarra örvera. Þetta á við hvort sem það er innan heilbrigðiskerfisins eða í samfélaginu, þó ávinningur í síðarnefndu aðstæðunum sé ívið minni. Minna liggur fyrir um ávinning taugríma - þó skaðinn af notkun þeirra sé því sem næst enginn er fátt sem sýnir fram á að notkun þeirra hafi marktæk áhrif á dreifingu COVID-19.

Heimildir og frekari fróðleikur:

  • World Health Organization. (e.d.). COVID-19: Cases [gagnvirkt mælaborð]. https://data.who.int/dashboards/covid19/cases?n=c
  • Salisu-Olatunji, S., Chudasama, o.fl. (2024). COVID-19-related morbidity and mortality in people with multiple long-term conditions: A systematic review and meta-analysis of over 4 million people. Journal of the Royal Society of Medicine, 117(10), 336-351. https://doi.org/10.1177/01410768241261507
  • Bajema, K. L. o.fl. (2025). Severity and Long-Term Mortality of COVID-19, Influenza, and Respiratory Syncytial Virus. JAMA internal medicine, 185(3), 324–334. https://doi.org/10.1001/jamainternmed.2024.7452
  • Lipski, D. o.fl. (2024). Assessment of COVID-19 risk factors of early and long-term mortality with prediction models of clinical and laboratory variables. BMC Infectious Diseases, 24(1), 685. https://doi.org/10.1186/s12879-024-09592-7
  • Böttcher, L., Xia, M., & Chou, T. (2020). Why case fatality ratios can be misleading: Individual- and population-based mortality estimates and factors influencing them. Physical Biology, 17(6), 065003. https://doi.org/10.1088/1478-3975/ab9e59
  • National Institute on Aging. (2024, 24. október). Many deaths attributed to natural causes during the COVID-19 pandemic may have instead been due to the virus. https://www.nia.nih.gov/news/many-deaths-attributed-natural-causes-during-covid-19-pandemic-may-have-instead-been-due-virus
  • Basoulis, D. o.fl. (2025). Deaths “due to” COVID-19 and deaths “with” COVID-19 during the Omicron variant surge, among hospitalized patients in seven tertiary-care hospitals, Athens, Greece. Scientific Reports, 15, 13728. https://doi.org/10.1038/s41598-025-98834-y
  • Pifarré i Arolas, H. o.fl. (2021). Years of life lost to COVID-19 in 81 countries. Scientific Reports, 11(1), 3504. https://doi.org/10.1038/s41598-021-83040-3
  • Huang, G. o.fl. (2023) The effect of the COVID-19 pandemic on life expectancy in 27 countries. Scientific Reports 13, 8911. https://doi.org/10.1038/s41598-023-35592-9
  • Free, R. J. o.fl. (2025). Hospitalization for COVID-19 and risk factors for severe disease among children: 2022–2024. Pediatrics, 156(3), e2025072788. https://doi.org/10.1542/peds.2025-072788
  • Peters, J. A. & Farhadloo, M. (2023). The effects of non-pharmaceutical interventions on COVID-19 cases, hospitalizations, and mortality: A systematic literature review and meta-analysis. AJPM Focus, 2(4), 100125. https://doi.org/10.1016/j.focus.2023.100125
  • He, X. o.fl. (2024). Non-pharmaceutical interventions in containing COVID-19 pandemic after the roll-out of coronavirus vaccines: A systematic review. BMC public health, 24(1), 1524. https://doi.org/10.1186/s12889-024-18980-2
  • Ahmed, F. o.fl. (2024). Systematic review of empiric studies on lockdowns, workplace closures, and other non-pharmaceutical interventions in non-healthcare workplaces during the initial year of the COVID-19 pandemic: Benefits and selected unintended consequences. BMC public health, 24(1), 884. https://doi.org/10.1186/s12889-024-18377-1
  • Greenhalgh, T. o.fl. (2024). Masks and respirators for prevention of respiratory infections: A state of the science review. Clinical Microbiology Reviews, 37(2), e0012423. https://doi.org/10.1128/cmr.00124-23
  • Boulos, L. o.fl. (2023). Effectiveness of face masks for reducing transmission of SARS-CoV-2: A rapid systematic review. Philosophical Transactions of the Royal Society A: Mathematical, Physical and Engineering Sciences, 381(2257), 20230133. https://doi.org/10.1098/rsta.2023.0133
  • Zhou, F. o.fl. (2022). The association of intensity and duration of non-pharmacological interventions and implementation of vaccination with COVID-19 infection, death, and excess mortality: Natural experiment in 22 European countries. Journal of infection and public health, 15(5), 499–507. https://doi.org/10.1016/j.jiph.2022.03.011
  • Murphy, C. o.fl. (2023). Effectiveness of social distancing measures and lockdowns for reducing transmission of COVID-19 in non-healthcare, community-based settings. Philosophical Transactions of the Royal Society A: Mathematical, Physical and Engineering Sciences, 381(2257), 20230132. https://doi.org/10.1098/rsta.2023.0132
  • Maison, D. P. o.fl. (2025). COVID-19 clinical presentation, management, and epidemiology: A concise compendium. Frontiers in Public Health, 13:1498445. https://doi.org/10.3389/fpubh.2025.1498445

Myndir:

Höfundur

Jón Magnús Jóhannesson

læknir og rannsakandi

Útgáfudagur

1.12.2025

Spyrjandi

Björn Reynir Halldórsson

Tilvísun

Jón Magnús Jóhannesson. „Hvað er vitað um dreifingu COVID-19, alvarleika og áhrif á samfélagið fimm árum eftir heimsfaraldur?“ Vísindavefurinn, 1. desember 2025, sótt 1. desember 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=88243.

Jón Magnús Jóhannesson. (2025, 1. desember). Hvað er vitað um dreifingu COVID-19, alvarleika og áhrif á samfélagið fimm árum eftir heimsfaraldur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=88243

Jón Magnús Jóhannesson. „Hvað er vitað um dreifingu COVID-19, alvarleika og áhrif á samfélagið fimm árum eftir heimsfaraldur?“ Vísindavefurinn. 1. des. 2025. Vefsíða. 1. des. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=88243>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er vitað um dreifingu COVID-19, alvarleika og áhrif á samfélagið fimm árum eftir heimsfaraldur?
Miðað við tölur frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (e. World Health Organization, WHO), sem þegar þetta svar er skrifað ná til 31. ágúst 2025, hafa yfir 778 milljón tilfelli COVID-19 greinst á heimsvísu frá upphafi talningar. Fjöldi áætlaðra dauðsfalla er að minnsta kosti 7 milljónir og fjöldi innlagna er margfalt meiri.

Rétt er að leggja áherslu á að áætlaðar tölur hér eru mikið vanmat, enda er skráningum víða ábótavant. Hér er því um að ræða skæðasta heimsfaraldur öndunarfærasýkingar á síðustu 100 árum. Enn fremur benda flest gögn til þess að meðalhættan af COVID-19 sé meiri en af öðrum öndunarfæraveirum sem hafa fest sig í sessi í samfélaginu, þar með talið inflúensuveirum og RS-veiru (e. Respiratory syncytial virus).

COVID-19 getur valdið langvinnum einkennum ásamt því að auka hættu á öðrum sjúkdómum. Þar má til dæmis nefna hjartaáfall og heilablóðfall, en aukin hætta á þeim getur varað í marga mánuði eftir sýkingu. Bólusetning við COVID-19 minnkar verulega fylgikvilla og alvarleika, bæði til skemmri og lengri tíma, en kemur ekki alfarið í veg fyrir þá.

Allir aldurshópar, með eða án áhættuþátta, geta þróað með sér alvarleg veikindi vegna COVID-19, þar með talið börn og annars hraustir fullorðnir einstaklingar. Enn fremur eru allir aldurshópar í hættu á að þróa með sér langvinn veikindi eftir COVID-19. Hættan á þessum fylgikvillum fer hins vegar eftir undirliggjandi áhættuþáttum. Hættan á alvarlegum sjúkdómi er meiri meðal karla og eykst með hækkandi aldri og bælingu ónæmiskerfisins. Enn fremur er hættan meiri ef til staðar eru vissir undirliggjandi sjúkdómar, á borð við sykursýki, háþrýsting og langvinnan nýrnasjúkdóm.

Þrátt fyrir þetta er mikilvægt að árétta að þróun alvarlegs sjúkdóms vegna COVID-19 getur átt sér stað án undirliggjandi áhættuþátta, og gerist í marktækum mæli. Börn undir 2 ára eru einnig í sérstakri hættu á að þróa með sér alvarlegri tilfelli COVID-19.

Miðað við tölur frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, sem þegar þetta svar er skrifað ná til 31. ágúst 2025, hafa yfir 778 milljón tilfelli COVID-19 greinst á heimsvísu frá upphafi talningar. Fjöldi áætlaðra dauðsfalla er að minnsta kosti 7 milljónir og fjöldi innlagna er margfalt meiri. Rétt er að taka fram að tölurnar eru vanmetnar enda skráningum víða ábótavant.

Miðað við tölur frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, sem þegar þetta svar er skrifað ná til 31. ágúst 2025, hafa yfir 778 milljón tilfelli COVID-19 greinst á heimsvísu frá upphafi talningar. Fjöldi áætlaðra dauðsfalla er að minnsta kosti 7 milljónir og fjöldi innlagna er margfalt meiri. Rétt er að taka fram að tölurnar eru vanmetnar enda skráningum víða ábótavant.

Reynt hefur verið að meta alvarleika faraldursins með margvíslegum hætti. COVID-19 hafði neikvæð áhrif á lífslíkur í mörgum löndum, sérstaklega þar sem lífslíkurnar hefðu annars farið hækkandi. Á hápunkti faraldursins var mikið rætt um dánarhlutfall (e. Case fatality ratio – CFR). CFR er hlutfall staðfestra tilfella COVID-19 sem að lokum deyja af völdum sjúkdómsins. Þetta hlutfall er mörgum annmörkum háð:

  • Staðfest tilfelli COVID-19 eru ávallt vanmat á umfangi sjúkdómsins í samfélagi, enda eru mörg tilfelli aldrei formlega greind.
  • Skilgreiningar á COVID-19 sem dánarorsök eru breytilegar eftir tíma og stað. Áreiðanleg gögn sýna að fyrir tíma ómíkron-afbrigðisins var yfirgnæfandi meirihluti skráðra „COVID-19-dauðsfalla“ sannarlega vegna sjúkdómsins. Með tilkomu ómíkron-afbrigðisins hefur þetta hlutfall minnkað, en áfram eru flest dauðsföll sem skráð eru vegna COVID-19 sannarlega vegna sjúkdómsins.
  • Vaxandi vitundarvakning er um að mörg dauðsföll sem áður voru ekki tengd við COVID-19 megi rekja til sýkingarinnar; þar má nefna heilablóðföll, hjartaáföll og aðra sjúkdóma.
  • CFR horfir aðeins á dauðsföll en gefur ekki mynd af öðrum afleiðingum COVID-19.

Til að sporna gegn þeirri hættu sem stafaði af COVID-19 voru ýmis lýðheilsuinngrip reynd, sérstaklega fyrir tilkomu bóluefna. Bóluefni við COVID-19 eru langsamlega árangursríkasta inngripið til að minnka alvarleika COVID-19. Önnur inngrip voru fjölbreytt - þrátt fyrir ítarlegar tilraunir hefur reynst mjög erfitt að skilgreina heildrænar afleiðingar flestra þessara inngripa.

Rannsóknir benda til þess að mörg þessara inngripa hafi fækkað tilfellum COVID-19, og þar með innlögnum vegna sjúkdómsins, meira að segja eftir tilkomu bóluefna. Ljóst er að beinar, neikvæðar afleiðingar hlutust einnig af vissum inngripum, sérstaklega þeim sem takmörkuðu beint eða óbeint aðgengi að heilbrigðisþjónustu, skólagöngu og atvinnu. Sem dæmi um slík inngrip mætti nefna takmörkun á heilbrigðisþjónustu, skólalokanir og breytta tilhögun atvinnurekstrar (til dæmis mikil færsla yfir í fjarvinnu). Jafnvægi ávinnings og skaða er erfitt að meta hér. Hins vegar ber að hafa í huga að þessum inngripum var beitt á tímum mikillar óvissu, þar sem það eina sem lá ljóst fyrir var að COVID-19 var að ná tökum á heimsbyggðinni og klár þörf var á því að bregðast við með einhverjum hætti. Enn fremur var ávinningur inngripa verulega háður því hversu vel var staðið að því að framfylgja þeim.

Önnur inngrip, til dæmis notkun gríma, hafa skýrari ávinning í för með sér. Það sýna rannsóknir sem gerðar voru á tímum heimsfaraldurs COVID-19. Ljóst er að rétt notkun viðeigandi gríma (fínagnagrímur eða skurðstofugrímur) minnkar dreifingu COVID-19, rétt eins og dreifingu margra annarra örvera. Þetta á við hvort sem það er innan heilbrigðiskerfisins eða í samfélaginu, þó ávinningur í síðarnefndu aðstæðunum sé ívið minni. Minna liggur fyrir um ávinning taugríma - þó skaðinn af notkun þeirra sé því sem næst enginn er fátt sem sýnir fram á að notkun þeirra hafi marktæk áhrif á dreifingu COVID-19.

Heimildir og frekari fróðleikur:

  • World Health Organization. (e.d.). COVID-19: Cases [gagnvirkt mælaborð]. https://data.who.int/dashboards/covid19/cases?n=c
  • Salisu-Olatunji, S., Chudasama, o.fl. (2024). COVID-19-related morbidity and mortality in people with multiple long-term conditions: A systematic review and meta-analysis of over 4 million people. Journal of the Royal Society of Medicine, 117(10), 336-351. https://doi.org/10.1177/01410768241261507
  • Bajema, K. L. o.fl. (2025). Severity and Long-Term Mortality of COVID-19, Influenza, and Respiratory Syncytial Virus. JAMA internal medicine, 185(3), 324–334. https://doi.org/10.1001/jamainternmed.2024.7452
  • Lipski, D. o.fl. (2024). Assessment of COVID-19 risk factors of early and long-term mortality with prediction models of clinical and laboratory variables. BMC Infectious Diseases, 24(1), 685. https://doi.org/10.1186/s12879-024-09592-7
  • Böttcher, L., Xia, M., & Chou, T. (2020). Why case fatality ratios can be misleading: Individual- and population-based mortality estimates and factors influencing them. Physical Biology, 17(6), 065003. https://doi.org/10.1088/1478-3975/ab9e59
  • National Institute on Aging. (2024, 24. október). Many deaths attributed to natural causes during the COVID-19 pandemic may have instead been due to the virus. https://www.nia.nih.gov/news/many-deaths-attributed-natural-causes-during-covid-19-pandemic-may-have-instead-been-due-virus
  • Basoulis, D. o.fl. (2025). Deaths “due to” COVID-19 and deaths “with” COVID-19 during the Omicron variant surge, among hospitalized patients in seven tertiary-care hospitals, Athens, Greece. Scientific Reports, 15, 13728. https://doi.org/10.1038/s41598-025-98834-y
  • Pifarré i Arolas, H. o.fl. (2021). Years of life lost to COVID-19 in 81 countries. Scientific Reports, 11(1), 3504. https://doi.org/10.1038/s41598-021-83040-3
  • Huang, G. o.fl. (2023) The effect of the COVID-19 pandemic on life expectancy in 27 countries. Scientific Reports 13, 8911. https://doi.org/10.1038/s41598-023-35592-9
  • Free, R. J. o.fl. (2025). Hospitalization for COVID-19 and risk factors for severe disease among children: 2022–2024. Pediatrics, 156(3), e2025072788. https://doi.org/10.1542/peds.2025-072788
  • Peters, J. A. & Farhadloo, M. (2023). The effects of non-pharmaceutical interventions on COVID-19 cases, hospitalizations, and mortality: A systematic literature review and meta-analysis. AJPM Focus, 2(4), 100125. https://doi.org/10.1016/j.focus.2023.100125
  • He, X. o.fl. (2024). Non-pharmaceutical interventions in containing COVID-19 pandemic after the roll-out of coronavirus vaccines: A systematic review. BMC public health, 24(1), 1524. https://doi.org/10.1186/s12889-024-18980-2
  • Ahmed, F. o.fl. (2024). Systematic review of empiric studies on lockdowns, workplace closures, and other non-pharmaceutical interventions in non-healthcare workplaces during the initial year of the COVID-19 pandemic: Benefits and selected unintended consequences. BMC public health, 24(1), 884. https://doi.org/10.1186/s12889-024-18377-1
  • Greenhalgh, T. o.fl. (2024). Masks and respirators for prevention of respiratory infections: A state of the science review. Clinical Microbiology Reviews, 37(2), e0012423. https://doi.org/10.1128/cmr.00124-23
  • Boulos, L. o.fl. (2023). Effectiveness of face masks for reducing transmission of SARS-CoV-2: A rapid systematic review. Philosophical Transactions of the Royal Society A: Mathematical, Physical and Engineering Sciences, 381(2257), 20230133. https://doi.org/10.1098/rsta.2023.0133
  • Zhou, F. o.fl. (2022). The association of intensity and duration of non-pharmacological interventions and implementation of vaccination with COVID-19 infection, death, and excess mortality: Natural experiment in 22 European countries. Journal of infection and public health, 15(5), 499–507. https://doi.org/10.1016/j.jiph.2022.03.011
  • Murphy, C. o.fl. (2023). Effectiveness of social distancing measures and lockdowns for reducing transmission of COVID-19 in non-healthcare, community-based settings. Philosophical Transactions of the Royal Society A: Mathematical, Physical and Engineering Sciences, 381(2257), 20230132. https://doi.org/10.1098/rsta.2023.0132
  • Maison, D. P. o.fl. (2025). COVID-19 clinical presentation, management, and epidemiology: A concise compendium. Frontiers in Public Health, 13:1498445. https://doi.org/10.3389/fpubh.2025.1498445

Myndir:...