Sólin Sólin Rís 09:35 • sest 16:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:54 • Sest 21:49 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:43 • Síðdegis: 23:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:07 • Síðdegis: 17:18 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:35 • sest 16:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:54 • Sest 21:49 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:43 • Síðdegis: 23:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:07 • Síðdegis: 17:18 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig vita vísindamenn að veiran sem veldur COVID-19 var ekki búin til á tilraunastofu?

Jón Magnús Jóhannesson og Arnar Pálsson

COVID-19 borði í flokk
Í stuttu máli er svarið við spurningunni þetta: Rannsóknir á erfðaefni veirunnar SARS-CoV-2 sem veldur sjúkdómnum COVID-19 sýna að veiran varð til við náttúrulega þróun í mismunandi dýrum. Hægfara breytingar á veirunni og endurröðun erfðaefnisins gerði henni síðan kleift að berast til manna og að lokum að smitast þeirra á milli. Rannsóknir vísindamanna á þessu ferli útiloka, að svo miklu leyti sem það er hægt, að veiran hafi verið búin til á tilraunastofu.

Veiran SARS-CoV-2 tilheyrir fjölskyldu kórónuveira sem inniheldur sex aðrar veirur sem sýkja menn. Talið er að þessar veirur hafi upprunalega borist í menn úr dýrum. Nánustu „skyldmenni“ SARS-CoV-2 eru veirur sem heita SARS-CoV og MERS-CoV. Þær komu báðar úr leðurblökum en bárust í menn úr millihýslum. Sú fyrrnefnda úr einni tegund kattardýra og sú síðarnefnda úr drómedara. Mjög líklegt er að SARS-CoV-2 hafi einnig komið upprunalega úr leðurblökum, þótt óvíst sé hvort millihýsill hafi þar komið við sögu.

SARS-CoV-2 er ný veira sem hefur nýlega borist í menn. Skyldasta þekkta veira SARS-CoV-2 er veira úr leðurblöku. Sú veira nefnist RaTG13.

Margar rannsóknir hafa skoðað erfðaefni SARS-CoV-2 í þaula og borið saman við aðrar kórónuveirur, bæði úr mönnum og öðrum dýrum. Fjöldi stökkbreytinga í mismunandi stofnum veirunnar staðfesta að SARS-CoV-2 er ný veira sem hefur nýlega borist til manna. Skyldasta þekkta veira SARS-CoV-2 er kórónuveira úr leðurblöku. Sú veira heitir á fræðimáli RaTG13.

Svonefnt bindiprótín veirunnar SARS-CoV-2 er mjög líkt bindiprótínum í kórónuveirum sem koma úr beltisdýrum af tegundinni Manis javanica (e. Sunda pangolin).

Allt bendir þess vegna til þess að veiran hafi komið úr leðurblökum en fengið bindiprótínið úr annarri kórónuveiru sem sýkir Manis javanica. Um þetta er hægt að lesa meira í ýtarlegu svari við spurningunni Var COVID-19-veiran búin til á rannsóknastofu í Wuhan og sett saman úr SARS og HIV?

Það er vel þekkt að nýir smitsjúkdómar berist úr dýrum í menn. Oft og tíðum er ferillinn þannig að sýkillinn berst fyrst til annarra dýrategunda, sem þá nefnast millihýslar, og síðan til manna. Mesta hættan á smiti frá dýrum yfir í menn er talin vera frá leðurblökum. Allir heimsfaraldrar frá upphafi 20. aldar hafa komið frá dýrum.

Ágangur manna og rask á vistkerfi villtra dýra er kveikjan að COVID-19-farsóttinni. Við slíkt eykst hættan á að súnuveirur, það er veirur sem smitast með náttúrulegum hætti á milli manna og dýra, berist í menn. Ef fólk hefði hlustað á málflutning veirufræðinga og náttúruverndarsinna sem hafa bent á hættuna við þetta, væri mannkynið ekki í þeirri stöðu nú að kljást við heimsfaraldur.

Mynd:

Spurning Sigurlaugar var í löngu máli og kviknaði eftir lestur hennar á svari við spurningunni Var COVID-19-veiran búin til á rannsóknastofu í Wuhan og sett saman úr SARS og HIV? Kjarninn í nýju spurningunni var þessi:

Væri hægt að fá hreinar línur um hvort þetta sé manngerður vírus eða ekki?

Höfundar

Jón Magnús Jóhannesson

læknir og rannsakandi

Arnar Pálsson

erfðafræðingur og prófessor í lífupplýsingafræði við HÍ

Útgáfudagur

11.5.2020

Spyrjandi

Sigurlaug Björnsdóttir

Tilvísun

Jón Magnús Jóhannesson og Arnar Pálsson. „Hvernig vita vísindamenn að veiran sem veldur COVID-19 var ekki búin til á tilraunastofu?“ Vísindavefurinn, 11. maí 2020, sótt 8. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=79405.

Jón Magnús Jóhannesson og Arnar Pálsson. (2020, 11. maí). Hvernig vita vísindamenn að veiran sem veldur COVID-19 var ekki búin til á tilraunastofu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=79405

Jón Magnús Jóhannesson og Arnar Pálsson. „Hvernig vita vísindamenn að veiran sem veldur COVID-19 var ekki búin til á tilraunastofu?“ Vísindavefurinn. 11. maí. 2020. Vefsíða. 8. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=79405>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig vita vísindamenn að veiran sem veldur COVID-19 var ekki búin til á tilraunastofu?
Í stuttu máli er svarið við spurningunni þetta: Rannsóknir á erfðaefni veirunnar SARS-CoV-2 sem veldur sjúkdómnum COVID-19 sýna að veiran varð til við náttúrulega þróun í mismunandi dýrum. Hægfara breytingar á veirunni og endurröðun erfðaefnisins gerði henni síðan kleift að berast til manna og að lokum að smitast þeirra á milli. Rannsóknir vísindamanna á þessu ferli útiloka, að svo miklu leyti sem það er hægt, að veiran hafi verið búin til á tilraunastofu.

Veiran SARS-CoV-2 tilheyrir fjölskyldu kórónuveira sem inniheldur sex aðrar veirur sem sýkja menn. Talið er að þessar veirur hafi upprunalega borist í menn úr dýrum. Nánustu „skyldmenni“ SARS-CoV-2 eru veirur sem heita SARS-CoV og MERS-CoV. Þær komu báðar úr leðurblökum en bárust í menn úr millihýslum. Sú fyrrnefnda úr einni tegund kattardýra og sú síðarnefnda úr drómedara. Mjög líklegt er að SARS-CoV-2 hafi einnig komið upprunalega úr leðurblökum, þótt óvíst sé hvort millihýsill hafi þar komið við sögu.

SARS-CoV-2 er ný veira sem hefur nýlega borist í menn. Skyldasta þekkta veira SARS-CoV-2 er veira úr leðurblöku. Sú veira nefnist RaTG13.

Margar rannsóknir hafa skoðað erfðaefni SARS-CoV-2 í þaula og borið saman við aðrar kórónuveirur, bæði úr mönnum og öðrum dýrum. Fjöldi stökkbreytinga í mismunandi stofnum veirunnar staðfesta að SARS-CoV-2 er ný veira sem hefur nýlega borist til manna. Skyldasta þekkta veira SARS-CoV-2 er kórónuveira úr leðurblöku. Sú veira heitir á fræðimáli RaTG13.

Svonefnt bindiprótín veirunnar SARS-CoV-2 er mjög líkt bindiprótínum í kórónuveirum sem koma úr beltisdýrum af tegundinni Manis javanica (e. Sunda pangolin).

Allt bendir þess vegna til þess að veiran hafi komið úr leðurblökum en fengið bindiprótínið úr annarri kórónuveiru sem sýkir Manis javanica. Um þetta er hægt að lesa meira í ýtarlegu svari við spurningunni Var COVID-19-veiran búin til á rannsóknastofu í Wuhan og sett saman úr SARS og HIV?

Það er vel þekkt að nýir smitsjúkdómar berist úr dýrum í menn. Oft og tíðum er ferillinn þannig að sýkillinn berst fyrst til annarra dýrategunda, sem þá nefnast millihýslar, og síðan til manna. Mesta hættan á smiti frá dýrum yfir í menn er talin vera frá leðurblökum. Allir heimsfaraldrar frá upphafi 20. aldar hafa komið frá dýrum.

Ágangur manna og rask á vistkerfi villtra dýra er kveikjan að COVID-19-farsóttinni. Við slíkt eykst hættan á að súnuveirur, það er veirur sem smitast með náttúrulegum hætti á milli manna og dýra, berist í menn. Ef fólk hefði hlustað á málflutning veirufræðinga og náttúruverndarsinna sem hafa bent á hættuna við þetta, væri mannkynið ekki í þeirri stöðu nú að kljást við heimsfaraldur.

Mynd:

Spurning Sigurlaugar var í löngu máli og kviknaði eftir lestur hennar á svari við spurningunni Var COVID-19-veiran búin til á rannsóknastofu í Wuhan og sett saman úr SARS og HIV? Kjarninn í nýju spurningunni var þessi:

Væri hægt að fá hreinar línur um hvort þetta sé manngerður vírus eða ekki?
...