Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er vitað um það hvernig COVID-19-faraldurinn fór af stað í Kína?

Jón Gunnar Þorsteinsson

COVID-19 borði í flokk
Veiran sem veldur COVID-19 hefur breiðst um heiminn og benda gögn til að smitið hafi borist frá dýrum í menn í Kína undir lok síðasta árs. Fyrstu tilfelli óvenjulegrar lungnabólgu voru greind af lækninum Jixian Zhang á HICWM-spítalanum í Wuhan (e. Hubei Integrated Chinese and Western Medicine Hospital) þann 26. desember 2019. Þá greindust fjögur tilfelli, þrjú þeirra voru innan sömu fjölskyldu. Nú er vitað að veira sem síðar hlaut nafnið SARS-CoV-2 var farin að valda sýkingum í mönnum nokkru fyrr, eða væntanlega um eða uppúr miðjum nóvember 2019.[1]

Zhang lét sóttvarnayfirvöld í Hubei-héraði vita af lungnabólgutilfellunum degi eftir að hann greindi fyrsta tilfellið, eða þann 27. desember. Þrjú ný tilfelli greindust svo á HICWM-spítalanum 28. desember og voru þá orðin sjö. Tilfellum fjölgaði í Wuhan-borg 30. desember og degi síðar vöruðu heilbrigðisyfirvöld í borginni yfirmenn heilbrigðis- og sóttvarnamála í Kína við. Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) var einnig gert viðvart sama dag.

Þann 7. janúar 2020 var ljóst að orsakavaldur lungnabólgutilfellanna var ný kórónuveira í mönnum. Erfðamengi veirunnar var raðgreint og gert aðgengilegt í opnum gagnagrunnum þann 12. janúar. Degi síðar voru próf til að greina veiruna tiltæk og þann sama dag greindist fyrsta tilfelli sjúkdómsins annars staðar en í Kína, það var í Tælandi.

Tímalína sem sýnir þróun COVID-19 og þær ráðstafanir sem gripið var til í Wuhan og víðar frá 8. desember 2019 til 11. febrúar 2020. Smellið á mynd til að sjá hana stærri.

Þann 14. janúar 2020 var staðfest að veiran gat smitast á milli manna. Sjúkdómurinn var settur á lista í Kína yfir tilkynningarskylda sjúkdóma í B-flokki þann 20. janúar. Til að stemma stigu við útbreiðslu sjúkdómsins var Wuhan-borg lokað 23. janúar og 15 öðrum borgum í Kína lokað degi síðar.

Neyðarástandi á heimsvísu var lýst yfir af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni 30. janúar 2020 og þann 11. febrúar fékk sjúkdómurinn heitið COVID-19. Þann 12. mars var því svo lýst yfir að COVID-19 væri heimsfaraldur, en með því er átt við útbreiðslu nýs sjúkdóms um heim allan. Þá höfðu um 125.000 tilvik verið greind í 118 löndum.[2]

Tölur um fjölda staðfestra tilfella eru uppfærðar mjög reglulega og er hægt að sjá nýjustu tölur meðal annars á mælaborði Alþjóðaheilbrigðistmálastofnunarinnar hér: WHO Coronavirus Disease (COVID-19) Dashboard eða hjá John Hopkins-háskóla hér: ArcGIS Dashboards.

Tilvísanir:
  1. ^ Vitneskja um þetta fékkst með greiningu á stökkbreytingum í erfðaefni veirunnar, sjá t.d. Emergence of genomic diversity and recurrent mutations in SARS-CoV-2. (Sótt 19.05.2020). Og hér: Evolutionary history, potential intermediate animal host, and cross-species analyses of SARS-CoV-2 - Li - 2020 - Journal of Medical Virology - Wiley Online Library. (Sótt 19.05.2020).
  2. ^ WHO Director-General's opening remarks at the Mission briefing on COVID-19 - 12 March 2020. (Sótt 19.05.2020).

Heimildir og frekara lesefni

Mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

20.5.2020

Síðast uppfært

9.9.2020

Spyrjandi

Ingi, Kristófer

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað er vitað um það hvernig COVID-19-faraldurinn fór af stað í Kína?“ Vísindavefurinn, 20. maí 2020, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=79498.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2020, 20. maí). Hvað er vitað um það hvernig COVID-19-faraldurinn fór af stað í Kína? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=79498

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað er vitað um það hvernig COVID-19-faraldurinn fór af stað í Kína?“ Vísindavefurinn. 20. maí. 2020. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=79498>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er vitað um það hvernig COVID-19-faraldurinn fór af stað í Kína?
Veiran sem veldur COVID-19 hefur breiðst um heiminn og benda gögn til að smitið hafi borist frá dýrum í menn í Kína undir lok síðasta árs. Fyrstu tilfelli óvenjulegrar lungnabólgu voru greind af lækninum Jixian Zhang á HICWM-spítalanum í Wuhan (e. Hubei Integrated Chinese and Western Medicine Hospital) þann 26. desember 2019. Þá greindust fjögur tilfelli, þrjú þeirra voru innan sömu fjölskyldu. Nú er vitað að veira sem síðar hlaut nafnið SARS-CoV-2 var farin að valda sýkingum í mönnum nokkru fyrr, eða væntanlega um eða uppúr miðjum nóvember 2019.[1]

Zhang lét sóttvarnayfirvöld í Hubei-héraði vita af lungnabólgutilfellunum degi eftir að hann greindi fyrsta tilfellið, eða þann 27. desember. Þrjú ný tilfelli greindust svo á HICWM-spítalanum 28. desember og voru þá orðin sjö. Tilfellum fjölgaði í Wuhan-borg 30. desember og degi síðar vöruðu heilbrigðisyfirvöld í borginni yfirmenn heilbrigðis- og sóttvarnamála í Kína við. Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) var einnig gert viðvart sama dag.

Þann 7. janúar 2020 var ljóst að orsakavaldur lungnabólgutilfellanna var ný kórónuveira í mönnum. Erfðamengi veirunnar var raðgreint og gert aðgengilegt í opnum gagnagrunnum þann 12. janúar. Degi síðar voru próf til að greina veiruna tiltæk og þann sama dag greindist fyrsta tilfelli sjúkdómsins annars staðar en í Kína, það var í Tælandi.

Tímalína sem sýnir þróun COVID-19 og þær ráðstafanir sem gripið var til í Wuhan og víðar frá 8. desember 2019 til 11. febrúar 2020. Smellið á mynd til að sjá hana stærri.

Þann 14. janúar 2020 var staðfest að veiran gat smitast á milli manna. Sjúkdómurinn var settur á lista í Kína yfir tilkynningarskylda sjúkdóma í B-flokki þann 20. janúar. Til að stemma stigu við útbreiðslu sjúkdómsins var Wuhan-borg lokað 23. janúar og 15 öðrum borgum í Kína lokað degi síðar.

Neyðarástandi á heimsvísu var lýst yfir af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni 30. janúar 2020 og þann 11. febrúar fékk sjúkdómurinn heitið COVID-19. Þann 12. mars var því svo lýst yfir að COVID-19 væri heimsfaraldur, en með því er átt við útbreiðslu nýs sjúkdóms um heim allan. Þá höfðu um 125.000 tilvik verið greind í 118 löndum.[2]

Tölur um fjölda staðfestra tilfella eru uppfærðar mjög reglulega og er hægt að sjá nýjustu tölur meðal annars á mælaborði Alþjóðaheilbrigðistmálastofnunarinnar hér: WHO Coronavirus Disease (COVID-19) Dashboard eða hjá John Hopkins-háskóla hér: ArcGIS Dashboards.

Tilvísanir:
  1. ^ Vitneskja um þetta fékkst með greiningu á stökkbreytingum í erfðaefni veirunnar, sjá t.d. Emergence of genomic diversity and recurrent mutations in SARS-CoV-2. (Sótt 19.05.2020). Og hér: Evolutionary history, potential intermediate animal host, and cross-species analyses of SARS-CoV-2 - Li - 2020 - Journal of Medical Virology - Wiley Online Library. (Sótt 19.05.2020).
  2. ^ WHO Director-General's opening remarks at the Mission briefing on COVID-19 - 12 March 2020. (Sótt 19.05.2020).

Heimildir og frekara lesefni

Mynd:

...