Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hvers vegna eru leðurblökur svona miklir smitberar?

JGÞ

Nýjir smitsjúkdómar sem reglulega koma fram í mönnum orsakast flestir af veirum sem berast úr dýrum í menn. Slíkar veirur hafa sérstakt fræðiheiti og kallast súnuveirur (e. zoonotic viruses). Mesta hættan á súnuveirusmiti er talin vera frá leðurblökum, þar á eftir koma prímatar, hófdýr og síðan nagdýr.[1]

Nokkrar ástæður eru fyrir þessu. Meðal annars má nefna að leðurblökur virðast hafa sterkt ónæmissvar gegn veirum en engu að síður eiga þær erfitt með að hreinsa þær úr líkama sínum. Veirur ná þess vegna að fjölga sér verulega í leðurblökum án þess að dýrin sýkist alvarlega og deyi. Svo virðist sem veirur hafi vegna áhrifa náttúrulegs vals orðið að vægari og hugsanlega þrálátri sýkingum í leðurblökum en öðrum tegundum dýra.

Leðurblökur lifa iðulega í þéttum byggðum. Þéttleikinn hefur það í för með sér að smit berst greiðlega á milli einstaklinga.

Einnig má nefna að leðurblökur lifa iðulega í þéttum byggðum. Þéttleikinn hefur það í för með sér að smit berst greiðlega á milli einstaklinga. Þeim mun fleiri sem eru smitaðir þeim mun meiri líkur eru á því að smitið berist víðar, til að mynda í menn ef um súnuveiru er að ræða.

Að lokum er þó vert að taka fram að hættan á því að súnuveirur berist til manna úr dýrum stafar einkum af ásælni fólks í búsvæði villtra dýra og raski manna á vistkerfi dýranna. Til að mynda er líklegast skýringin á stökki tveggja kórónuveira yfir í menn undanfarna tvo áratugi einfaldlega dráp og neysla á villtum dýrum.

Tilvísun:
  1. ^ Það er athyglisverð staðreynd að í rúmlega 1.200 leðurblökutegundum hefur fundist alls 61 súnuveira en það virðist vera umtalsvert meira en á við um aðrar tegundir. Nagdýrategundir eru um 2.300 eða næstum helmingi fleiri en leðurblökutegundir en þrátt fyrir það eru aðeins þekktar 68 súnuveirur í nagdýrum. Þær eru því hlutfallslega mun færri en í leðurblökutegundum.

Mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

9.6.2023

Spyrjandi

Sædís Ylfa Þorvarðardóttir

Tilvísun

JGÞ. „Hvers vegna eru leðurblökur svona miklir smitberar?“ Vísindavefurinn, 9. júní 2023. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=85140.

JGÞ. (2023, 9. júní). Hvers vegna eru leðurblökur svona miklir smitberar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=85140

JGÞ. „Hvers vegna eru leðurblökur svona miklir smitberar?“ Vísindavefurinn. 9. jún. 2023. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=85140>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna eru leðurblökur svona miklir smitberar?
Nýjir smitsjúkdómar sem reglulega koma fram í mönnum orsakast flestir af veirum sem berast úr dýrum í menn. Slíkar veirur hafa sérstakt fræðiheiti og kallast súnuveirur (e. zoonotic viruses). Mesta hættan á súnuveirusmiti er talin vera frá leðurblökum, þar á eftir koma prímatar, hófdýr og síðan nagdýr.[1]

Nokkrar ástæður eru fyrir þessu. Meðal annars má nefna að leðurblökur virðast hafa sterkt ónæmissvar gegn veirum en engu að síður eiga þær erfitt með að hreinsa þær úr líkama sínum. Veirur ná þess vegna að fjölga sér verulega í leðurblökum án þess að dýrin sýkist alvarlega og deyi. Svo virðist sem veirur hafi vegna áhrifa náttúrulegs vals orðið að vægari og hugsanlega þrálátri sýkingum í leðurblökum en öðrum tegundum dýra.

Leðurblökur lifa iðulega í þéttum byggðum. Þéttleikinn hefur það í för með sér að smit berst greiðlega á milli einstaklinga.

Einnig má nefna að leðurblökur lifa iðulega í þéttum byggðum. Þéttleikinn hefur það í för með sér að smit berst greiðlega á milli einstaklinga. Þeim mun fleiri sem eru smitaðir þeim mun meiri líkur eru á því að smitið berist víðar, til að mynda í menn ef um súnuveiru er að ræða.

Að lokum er þó vert að taka fram að hættan á því að súnuveirur berist til manna úr dýrum stafar einkum af ásælni fólks í búsvæði villtra dýra og raski manna á vistkerfi dýranna. Til að mynda er líklegast skýringin á stökki tveggja kórónuveira yfir í menn undanfarna tvo áratugi einfaldlega dráp og neysla á villtum dýrum.

Tilvísun:
  1. ^ Það er athyglisverð staðreynd að í rúmlega 1.200 leðurblökutegundum hefur fundist alls 61 súnuveira en það virðist vera umtalsvert meira en á við um aðrar tegundir. Nagdýrategundir eru um 2.300 eða næstum helmingi fleiri en leðurblökutegundir en þrátt fyrir það eru aðeins þekktar 68 súnuveirur í nagdýrum. Þær eru því hlutfallslega mun færri en í leðurblökutegundum.

Mynd:...