Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík
COVID-19 borði í flokk

Er siðferðilega rétt að nota bóluefni við COVID-19 ef siðferðilega staðla við þróun þess vantar?

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Er siðferðilega rétt að nota bóluefni við COVID-19 sem hefur verið prófað nauðugt á föngum eða ef aðra siðferðilega staðla í þróun þess vantar?

Þegar vísindatilraunir eru gerðar á manneskjum, hvort sem um er að ræða í læknisfræðilegu skyni eða vegna annars konar rannsókna, þarf að huga að ýmsum lögum, reglugerðum og alþjóðasáttmálum sem er ætlað að vernda gildi á borð við mannréttindi og mannhelgi. Í íslensku samhengi má t.d. nefna lög um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði og reglugerð um klínískar lyfjarannsóknir á mönnum. Dæmi um alþjóðasáttmála eru siðareglurnar frá Nurnberg sem settar voru fram í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar, Helsinki-yfirlýsing alþjóðasamtaka lækna og Oviedo-samþykkt Evrópuráðsins. Þessar samþykktir og reglugerðir koma inn á ýmislegt en í þeim má finna nokkur meginstef, svo sem áhersluna á upplýst samþykki þeirra sem taka þátt í rannsóknum. Þessi áhersla kemur einnig fram í vísinda-, heilbrigðis- og lífsiðfræði þegar fjallað er þar um tilraunir á mönnum.

Með upplýstu samþykki er átt við að fyrir þátttöku í vísindarannsóknum þurfi að uppfylla tvö skilyrði: Annars vegar þurfa þau sem rannsóknin er gerð á að veita samþykki fyrir þátttöku sinni í henni. Ekki má ná samþykkinu fram með þvingun eða öðru sem hefur áhrif á sjálfstæða ákvarðanatöku. Hins vegar þurfa þau að hafa fengið allar nauðsynlegar upplýsingar um áhættu og annað sem fylgir þátttöku í rannsókninni.

Þegar vísindatilraunir eru gerðar á manneskjum, hvort sem um er að ræða í læknisfræðilegu skyni eða vegna annars konar rannsókna, þarf að huga að ýmsum lögum, reglugerðum og alþjóðasáttmálum.

Af þessu má vera ljóst að almennt er það ekki talið siðferðilega réttmætt að gera tilraunir á föngum eða öðrum sem ekki eru í aðstöðu til að veita upplýst og óþvingað samþykki. Í sögu okkar er því miður að finna fjölda dæma um rannsóknir sem hafa verið gerðar án þess að ofangreind skilyrði væru uppfyllt. Fræg dæmi eru tilraunir þýskra nasista á föngum í útrýmingarbúðum á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar og tilraunir í Tuskegee í Bandaríkjunum á þeldökkum sárasóttarsjúklingum sem stóðu yfir áratugum saman á síðustu öld. Auk þess að valda gríðarlegum þjáningum fyrir óviljuga og/eða óafvitandi þátttakendur og aðstandendur þeirra hafa fréttir af tilraunum af þessu tagi átt þátt í að skapa tortryggni ýmissa þjóðfélagshópa gagnvart yfirvöldum og heilbrigðiskerfinu.

Þótt það liggi fyrir að tilraunir gerðar á fólki án upplýsts samþykkis eða þar sem verulegur skaði hlýst af séu ekki siðferðilega réttmætar þá geta vaknað spurningar um hvort rétt sé að notast við niðurstöður þeirra ef þær liggja fyrir hvort sem er. Velþekkt dæmi um slíkt eru niðurstöður úr tilraunum nasista á áhrifum kulda á mannslíkamann. Þrátt fyrir að við séum flest sammála um að þessar tilraunir hefði aldrei átt að gera og að þær hafi verið siðferðilega óverjandi þá leiddu þær af sér niðurstöður sem gátu verið gagnlegar og jafnvel bjargað mannslífum. Það sama má segja um merkilega rannsókn á tannskemmdum sem var unnin á sjúklingum á geðsjúkrahúsi í Svíþjóð á árunum 1946-1951. Dæmi af þessu tagi valda ákveðinni klemmu: Með því að nota afurðir athæfis sem við teljum siðferðilega óverjandi getur litið út eins og við séum þar með að leggja blessun okkar yfir athæfið og jafnvel að hvetja til þess að eitthvað svipað sé endurtekið. Á hinn bóginn virðist ekki vit í því að hafna mikilvægri þekkingu sem getur verið mjög gagnleg, burtséð frá því hvernig hún er tilkomin.

Og þá getum við loksins skoðað spurninguna sem var sett fram í byrjun: Ef okkur væri boðið gott bóluefni við COVID-19 sem hefði verið þróað og prófað með siðferðilega vafasömum aðferðum, væri þá rétt að nota það eða ættum við að hafna því? Þessari spurningu er alls ekki auðvelt að svara. Þarna getur verið ýmislegt sem við þyrftum að vega og meta, kannski fyrst og fremst til að átta okkur á hvaða kostur væri skástur, þrátt fyrir að enginn þeirra væri góður. Þarna getur skipt máli hversu mikið okkur liggur á að fá bóluefni og hvort önnur jafngóð bóluefni séu í boði eða væntanleg fljótlega sem eiga sér ekki þessa slæmu sögu. Ef það lægi mikið á og engin bóluefni með skárri forsögu væru í augsýn gæti skásti kosturinn verið að þiggja siðferðilega vafasama bóluefnið. En þetta er vissulega nokkuð sem skiptar skoðanir kunna að vera um, og full ástæða fyrir því.

Mynd og ítarefni

Höfundur

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

prófessor í heimspeki og hagnýtri siðfræði

Útgáfudagur

12.3.2021

Spyrjandi

Tómas Maríuson

Tilvísun

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Er siðferðilega rétt að nota bóluefni við COVID-19 ef siðferðilega staðla við þróun þess vantar? “ Vísindavefurinn, 12. mars 2021. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=81025.

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. (2021, 12. mars). Er siðferðilega rétt að nota bóluefni við COVID-19 ef siðferðilega staðla við þróun þess vantar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=81025

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Er siðferðilega rétt að nota bóluefni við COVID-19 ef siðferðilega staðla við þróun þess vantar? “ Vísindavefurinn. 12. mar. 2021. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=81025>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er siðferðilega rétt að nota bóluefni við COVID-19 ef siðferðilega staðla við þróun þess vantar?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Er siðferðilega rétt að nota bóluefni við COVID-19 sem hefur verið prófað nauðugt á föngum eða ef aðra siðferðilega staðla í þróun þess vantar?

Þegar vísindatilraunir eru gerðar á manneskjum, hvort sem um er að ræða í læknisfræðilegu skyni eða vegna annars konar rannsókna, þarf að huga að ýmsum lögum, reglugerðum og alþjóðasáttmálum sem er ætlað að vernda gildi á borð við mannréttindi og mannhelgi. Í íslensku samhengi má t.d. nefna lög um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði og reglugerð um klínískar lyfjarannsóknir á mönnum. Dæmi um alþjóðasáttmála eru siðareglurnar frá Nurnberg sem settar voru fram í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar, Helsinki-yfirlýsing alþjóðasamtaka lækna og Oviedo-samþykkt Evrópuráðsins. Þessar samþykktir og reglugerðir koma inn á ýmislegt en í þeim má finna nokkur meginstef, svo sem áhersluna á upplýst samþykki þeirra sem taka þátt í rannsóknum. Þessi áhersla kemur einnig fram í vísinda-, heilbrigðis- og lífsiðfræði þegar fjallað er þar um tilraunir á mönnum.

Með upplýstu samþykki er átt við að fyrir þátttöku í vísindarannsóknum þurfi að uppfylla tvö skilyrði: Annars vegar þurfa þau sem rannsóknin er gerð á að veita samþykki fyrir þátttöku sinni í henni. Ekki má ná samþykkinu fram með þvingun eða öðru sem hefur áhrif á sjálfstæða ákvarðanatöku. Hins vegar þurfa þau að hafa fengið allar nauðsynlegar upplýsingar um áhættu og annað sem fylgir þátttöku í rannsókninni.

Þegar vísindatilraunir eru gerðar á manneskjum, hvort sem um er að ræða í læknisfræðilegu skyni eða vegna annars konar rannsókna, þarf að huga að ýmsum lögum, reglugerðum og alþjóðasáttmálum.

Af þessu má vera ljóst að almennt er það ekki talið siðferðilega réttmætt að gera tilraunir á föngum eða öðrum sem ekki eru í aðstöðu til að veita upplýst og óþvingað samþykki. Í sögu okkar er því miður að finna fjölda dæma um rannsóknir sem hafa verið gerðar án þess að ofangreind skilyrði væru uppfyllt. Fræg dæmi eru tilraunir þýskra nasista á föngum í útrýmingarbúðum á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar og tilraunir í Tuskegee í Bandaríkjunum á þeldökkum sárasóttarsjúklingum sem stóðu yfir áratugum saman á síðustu öld. Auk þess að valda gríðarlegum þjáningum fyrir óviljuga og/eða óafvitandi þátttakendur og aðstandendur þeirra hafa fréttir af tilraunum af þessu tagi átt þátt í að skapa tortryggni ýmissa þjóðfélagshópa gagnvart yfirvöldum og heilbrigðiskerfinu.

Þótt það liggi fyrir að tilraunir gerðar á fólki án upplýsts samþykkis eða þar sem verulegur skaði hlýst af séu ekki siðferðilega réttmætar þá geta vaknað spurningar um hvort rétt sé að notast við niðurstöður þeirra ef þær liggja fyrir hvort sem er. Velþekkt dæmi um slíkt eru niðurstöður úr tilraunum nasista á áhrifum kulda á mannslíkamann. Þrátt fyrir að við séum flest sammála um að þessar tilraunir hefði aldrei átt að gera og að þær hafi verið siðferðilega óverjandi þá leiddu þær af sér niðurstöður sem gátu verið gagnlegar og jafnvel bjargað mannslífum. Það sama má segja um merkilega rannsókn á tannskemmdum sem var unnin á sjúklingum á geðsjúkrahúsi í Svíþjóð á árunum 1946-1951. Dæmi af þessu tagi valda ákveðinni klemmu: Með því að nota afurðir athæfis sem við teljum siðferðilega óverjandi getur litið út eins og við séum þar með að leggja blessun okkar yfir athæfið og jafnvel að hvetja til þess að eitthvað svipað sé endurtekið. Á hinn bóginn virðist ekki vit í því að hafna mikilvægri þekkingu sem getur verið mjög gagnleg, burtséð frá því hvernig hún er tilkomin.

Og þá getum við loksins skoðað spurninguna sem var sett fram í byrjun: Ef okkur væri boðið gott bóluefni við COVID-19 sem hefði verið þróað og prófað með siðferðilega vafasömum aðferðum, væri þá rétt að nota það eða ættum við að hafna því? Þessari spurningu er alls ekki auðvelt að svara. Þarna getur verið ýmislegt sem við þyrftum að vega og meta, kannski fyrst og fremst til að átta okkur á hvaða kostur væri skástur, þrátt fyrir að enginn þeirra væri góður. Þarna getur skipt máli hversu mikið okkur liggur á að fá bóluefni og hvort önnur jafngóð bóluefni séu í boði eða væntanleg fljótlega sem eiga sér ekki þessa slæmu sögu. Ef það lægi mikið á og engin bóluefni með skárri forsögu væru í augsýn gæti skásti kosturinn verið að þiggja siðferðilega vafasama bóluefnið. En þetta er vissulega nokkuð sem skiptar skoðanir kunna að vera um, og full ástæða fyrir því.

Mynd og ítarefni...