Sólin Sólin Rís 09:19 • sest 17:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:08 • Síðdegis: 19:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:57 • Síðdegis: 13:22 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:19 • sest 17:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:08 • Síðdegis: 19:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:57 • Síðdegis: 13:22 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver var Louis Pasteur og hvað gerði hann merkilegt?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Louis Pasteur fæddist þann 27. desember 1822 í Dole, litlum bæ í austurhluta Frakklands. Ungur að árum fluttist hann með foreldrum sínum til nágrannabæjarins Arbois þar sem hann gekk í barna- og unglingaskóla. Þótt Pasteur væri iðinn við námið þótti hann ekki framúrskarandi námsmaður á sínum yngri árum og útskrifaðist úr menntaskóla með einkunnina „í meðallagi“ í efnafræði. Liðlega tvítugur að aldri innritaðist Pasteur í Ecole Normale Supérieure í París þar sem hann lagði stund á efnafræði og eðlisfræði. Rannsóknir hans voru fyrst og fremst á sviði kristallafræði og skiluðu þær honum doktorsgráðu árið 1847. Árið eftir var Pasteur skipaður prófessor í efnafræði við háskólann í Strassborg þar sem hann bjó og starfaði næstu árin.

Árið 1854 þáði Pasteur boð um að gerast prófessor í efnafræði og forstöðumaður nýrrar vísindadeildar við háskólann í Lille í Norður-Frakklandi. Áður höfðu rannsóknir hans snúið að fræðilegum viðfangsefnum en í Lille fór hann að taka virkan þátt í að leysa vandamál sem sneru að atvinnulífinu og þá sérstaklega vín- og bjórgerð með rannsóknum á gerjun. Hann sýndi fram á að röng gerjun í bjór- og víngerð væri af völdum gerla og einnig að örverur gegna lykilhlutverki í spillingu mjólkurvara og annarra matvæla. Seinna leiddu rannsóknir hans í ljós að með upphitun væri hægt að koma í veg fyrir gerjun og þar með var lagður grundvöllinn að gerilsneyðingu sem á erlendum málum er kennd við Pasteur og kallast pasteurisation.

Eftir þrjú ár í Lille tók Pasteur við stöðu við sinn gamla háskóla Ecole Normale Supérieure í París. Þar hélt hann áfram rannsóknum sínum á örverum og sérstaklega samhengi á milli örvera og sjúkdóma í mönnum og dýrum. Eitt þeirra viðfangsefna sem Pasteur fékkst við voru rannsóknir tengdar kenningunni um sjálfskviknun lífs sem var mjög umdeild meðal vísindamanna á þessum tíma. Pasteur hafði sýnt fram á að súrnun mjólkur og gerjun víns tengdist örverum en spurningin var hvort þessar örverur væru alltaf til staðar í andrúmsloftinu eða hvort þær kviknuðu sjálfkrafa. Með einfaldri tilraun tókst honum að sýna fram á að til þess að gerjun í vökva ætti sér stað yrði hann að komast í snertingu við andrúmsloftið (sjá svar Einars Árnasonar við spurningunni Hver var fyrsta lífveran á jörðinni?). Af því dró Pasteur þá ályktun að það væri því ekki um sjálfskviknun lífs að ræða heldur væru örverurnar sem spilla vökva eða matvælum alltaf til staðar í andrúmsloftinu.

Árið 1865 var leitað til Pasteurs vegna dularfulls sjúkdóms í silkiormum, en sjúkdómurinn var að eyðileggja silkiiðnað Frakka. Eftir ítarlegar rannsóknir komst hann að þeirri niðurstöðu að um væri að ræða tvo sjúkdóma sem orsökuðust af bakteríum. Jafnframt hafði hann fundið aðferð til þess að greina smitaða orma frá heilbrigðum og koma í veg fyrir smit. Rannsóknarniðurstöður Pasteurs voru mjög þýðingarmiklar, þær björguðu ekki aðeins silkiiðnaði Frakka heldur voru þær ekki síður mikilvægur þáttur í rannsóknum á samhengi á milli örvera og smitsjúkdóma.

Skoski skurðlæknirinn Joseph Lister hafði veitt rannsóknum Pasteurs á örverum athygli og komist að þeirri niðurstöðu að örverur gætu valdið ígerðum í sárum alveg eins og þær gætu valdið gerjun og rotnun. Í framhaldi af því lagði hann áherslu á að ítrasta hreinlætis væri gætt við skurðaðgerðir og að tæki og annað í nálægð sjúklings væri sótthreinsað. Árangurinn lét ekki á sér standa og tíðni dauðsfalla af völdum blóðeitrana við uppskurði minnkaði mikið. Á þennan hátt má segja að rannsóknir Pasteurs á örverum hafi á óbeinan hátt stóraukið lífslíkur þeirra sem gangast þurftu undir uppskurð.

Pasteur fékk heilablóðfall árið 1868, þá 45 ára að aldri. Afleiðingar þess voru þær að hann lamaðist að hluta í vinstri hlið líkamans. Í kjölfar veikindanna hætti hann kennslu við háskólann en hélt áfram rannsóknum sínum með stuðningi franska ríkisins.

Bólusetning hafði fyrst verið reynd í Englandi í lok átjándu aldar. Þótt hún hafi tekist skildu menn ekki fullkomlega orsakir smitsjúkdóma eða sambandið milli sjúkdóms og bólusetningar. Með þá kenningu að leiðarljósi að sýklar valdi og dreifi sjúkdómum (e. germ theory) og skilning á því að veiki á byrjunarstigi ylli ónæmi lagði Pasteur grunninn að því að bólusetning þróaðist sem fyrirbyggjandi meðferð gegn sjúkdómi.

Pasteur uppgötvaði að með því veikja eða lama sjúkdómsvaldandi örverur mátti framleiða úr þeim bóluefni og breyta þannig alvarlegum smitsjúkdómi í mildan. Rannsóknir hans á hænsnakóleru í kjúklingum höfðu leitt í ljós að ef kjúklingur var smitaður með „veiktum“ sýkli drapst hann ekki, heldur varð ónæmur fyrir sjúkdómnum. Þessa vitneskju sína nýtti Pasteur til þess að þróa bóluefni gegn sjúkdómnum og sömu sögu er að segja um miltisbrand sem herjaði á sauðfé og nautgripi.

Ein af frægustu rannsóknum Pasterus er þó líklega rannsókn hans á hundaæði en hann varð fyrstur manna til að þróa bóluefni gegn þeim sjúkdómi. Veiran sem sjúkdómnum veldur er í munnvatni sýktra dýra og smitast við bit. Á seinni hluta 19. aldar var engin lækning til við hundaæði og leiddi smit nánast undantekningalaust til kvalafulls dauðdaga. Pasteur hafði komst að því að veiran sem veldur hundaæði sýkir heila og mænu. Hugmynd hans var að útbúa bóluefni sem mætti nota eftir bit en áður en veiran næði að sýkja miðtaugakerfið. Með því að þurrka mænu úr kanínum sem höfðu drepist úr sjúkdómnum tókst honum að „veikja“ veiruna sem veldur hundaæði og nota það form hennar í þróun bóluefnis.

Það var svo árið 1885 sem Pasteur bólusetti í fyrsta skipti gegn hundaæði og bjargði þar með lífi hins níu ára gamla Joseph Meister sem hafði verið bitinn 14 sinnum af hundi. Læknar voru sammála um að Joseph litli ætti enga vona um að lifa bitin af en bólusetningin, sem framkvæmd var tólf sinnum á tíu dögum, tókst með miklum ágætum.

Louis Pasteur varð nánast goðsögn í lifanda lífi. Hugur manna til hans kom vel í ljós þegar hafin var alþjóðleg söfnun fyrir rannsóknastofnun sem koma átti á fót í París til að halda áfram rannsóknum hans. Stofnunin, sem kennd var við Pasteur, var opnuð þann 14. nóvember 1888. Hlutverk hennar í upphafi var að rannsaka hundaæði en síðan hefur hún þróast í alhliða rannsóknamiðstöð í líffræði. Pasteur veitti stofnuninni forstöðu meðan hann lifði, en hann lést þann 28. september 1895, tæplega 73 ára.

Heimildir:
  • Vilhjálmur G. Skúlason. „Upphafsmaður gerilsneyðingar og ýmissa ónæmisaðgerða“. Heilbrigðismál 1996: 44 (2), bls. 21-23.
  • Íslenska alfræðiorðabókin. Reykjavík, Örn og Örlygur, 1990.
  • Britannica Online
  • Pasteur-stofnunin

Myndir:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

29.10.2002

Spyrjandi

Ívar Pétursson, f. 1985, Þór Guðmundsson, f. 1989, Guðrún Jakobsdóttir, f. 1989Jóhanna Ýr Elíasdóttir, f. 1987

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hver var Louis Pasteur og hvað gerði hann merkilegt?“ Vísindavefurinn, 29. október 2002, sótt 3. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2823.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2002, 29. október). Hver var Louis Pasteur og hvað gerði hann merkilegt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2823

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hver var Louis Pasteur og hvað gerði hann merkilegt?“ Vísindavefurinn. 29. okt. 2002. Vefsíða. 3. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2823>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver var Louis Pasteur og hvað gerði hann merkilegt?
Louis Pasteur fæddist þann 27. desember 1822 í Dole, litlum bæ í austurhluta Frakklands. Ungur að árum fluttist hann með foreldrum sínum til nágrannabæjarins Arbois þar sem hann gekk í barna- og unglingaskóla. Þótt Pasteur væri iðinn við námið þótti hann ekki framúrskarandi námsmaður á sínum yngri árum og útskrifaðist úr menntaskóla með einkunnina „í meðallagi“ í efnafræði. Liðlega tvítugur að aldri innritaðist Pasteur í Ecole Normale Supérieure í París þar sem hann lagði stund á efnafræði og eðlisfræði. Rannsóknir hans voru fyrst og fremst á sviði kristallafræði og skiluðu þær honum doktorsgráðu árið 1847. Árið eftir var Pasteur skipaður prófessor í efnafræði við háskólann í Strassborg þar sem hann bjó og starfaði næstu árin.

Árið 1854 þáði Pasteur boð um að gerast prófessor í efnafræði og forstöðumaður nýrrar vísindadeildar við háskólann í Lille í Norður-Frakklandi. Áður höfðu rannsóknir hans snúið að fræðilegum viðfangsefnum en í Lille fór hann að taka virkan þátt í að leysa vandamál sem sneru að atvinnulífinu og þá sérstaklega vín- og bjórgerð með rannsóknum á gerjun. Hann sýndi fram á að röng gerjun í bjór- og víngerð væri af völdum gerla og einnig að örverur gegna lykilhlutverki í spillingu mjólkurvara og annarra matvæla. Seinna leiddu rannsóknir hans í ljós að með upphitun væri hægt að koma í veg fyrir gerjun og þar með var lagður grundvöllinn að gerilsneyðingu sem á erlendum málum er kennd við Pasteur og kallast pasteurisation.

Eftir þrjú ár í Lille tók Pasteur við stöðu við sinn gamla háskóla Ecole Normale Supérieure í París. Þar hélt hann áfram rannsóknum sínum á örverum og sérstaklega samhengi á milli örvera og sjúkdóma í mönnum og dýrum. Eitt þeirra viðfangsefna sem Pasteur fékkst við voru rannsóknir tengdar kenningunni um sjálfskviknun lífs sem var mjög umdeild meðal vísindamanna á þessum tíma. Pasteur hafði sýnt fram á að súrnun mjólkur og gerjun víns tengdist örverum en spurningin var hvort þessar örverur væru alltaf til staðar í andrúmsloftinu eða hvort þær kviknuðu sjálfkrafa. Með einfaldri tilraun tókst honum að sýna fram á að til þess að gerjun í vökva ætti sér stað yrði hann að komast í snertingu við andrúmsloftið (sjá svar Einars Árnasonar við spurningunni Hver var fyrsta lífveran á jörðinni?). Af því dró Pasteur þá ályktun að það væri því ekki um sjálfskviknun lífs að ræða heldur væru örverurnar sem spilla vökva eða matvælum alltaf til staðar í andrúmsloftinu.

Árið 1865 var leitað til Pasteurs vegna dularfulls sjúkdóms í silkiormum, en sjúkdómurinn var að eyðileggja silkiiðnað Frakka. Eftir ítarlegar rannsóknir komst hann að þeirri niðurstöðu að um væri að ræða tvo sjúkdóma sem orsökuðust af bakteríum. Jafnframt hafði hann fundið aðferð til þess að greina smitaða orma frá heilbrigðum og koma í veg fyrir smit. Rannsóknarniðurstöður Pasteurs voru mjög þýðingarmiklar, þær björguðu ekki aðeins silkiiðnaði Frakka heldur voru þær ekki síður mikilvægur þáttur í rannsóknum á samhengi á milli örvera og smitsjúkdóma.

Skoski skurðlæknirinn Joseph Lister hafði veitt rannsóknum Pasteurs á örverum athygli og komist að þeirri niðurstöðu að örverur gætu valdið ígerðum í sárum alveg eins og þær gætu valdið gerjun og rotnun. Í framhaldi af því lagði hann áherslu á að ítrasta hreinlætis væri gætt við skurðaðgerðir og að tæki og annað í nálægð sjúklings væri sótthreinsað. Árangurinn lét ekki á sér standa og tíðni dauðsfalla af völdum blóðeitrana við uppskurði minnkaði mikið. Á þennan hátt má segja að rannsóknir Pasteurs á örverum hafi á óbeinan hátt stóraukið lífslíkur þeirra sem gangast þurftu undir uppskurð.

Pasteur fékk heilablóðfall árið 1868, þá 45 ára að aldri. Afleiðingar þess voru þær að hann lamaðist að hluta í vinstri hlið líkamans. Í kjölfar veikindanna hætti hann kennslu við háskólann en hélt áfram rannsóknum sínum með stuðningi franska ríkisins.

Bólusetning hafði fyrst verið reynd í Englandi í lok átjándu aldar. Þótt hún hafi tekist skildu menn ekki fullkomlega orsakir smitsjúkdóma eða sambandið milli sjúkdóms og bólusetningar. Með þá kenningu að leiðarljósi að sýklar valdi og dreifi sjúkdómum (e. germ theory) og skilning á því að veiki á byrjunarstigi ylli ónæmi lagði Pasteur grunninn að því að bólusetning þróaðist sem fyrirbyggjandi meðferð gegn sjúkdómi.

Pasteur uppgötvaði að með því veikja eða lama sjúkdómsvaldandi örverur mátti framleiða úr þeim bóluefni og breyta þannig alvarlegum smitsjúkdómi í mildan. Rannsóknir hans á hænsnakóleru í kjúklingum höfðu leitt í ljós að ef kjúklingur var smitaður með „veiktum“ sýkli drapst hann ekki, heldur varð ónæmur fyrir sjúkdómnum. Þessa vitneskju sína nýtti Pasteur til þess að þróa bóluefni gegn sjúkdómnum og sömu sögu er að segja um miltisbrand sem herjaði á sauðfé og nautgripi.

Ein af frægustu rannsóknum Pasterus er þó líklega rannsókn hans á hundaæði en hann varð fyrstur manna til að þróa bóluefni gegn þeim sjúkdómi. Veiran sem sjúkdómnum veldur er í munnvatni sýktra dýra og smitast við bit. Á seinni hluta 19. aldar var engin lækning til við hundaæði og leiddi smit nánast undantekningalaust til kvalafulls dauðdaga. Pasteur hafði komst að því að veiran sem veldur hundaæði sýkir heila og mænu. Hugmynd hans var að útbúa bóluefni sem mætti nota eftir bit en áður en veiran næði að sýkja miðtaugakerfið. Með því að þurrka mænu úr kanínum sem höfðu drepist úr sjúkdómnum tókst honum að „veikja“ veiruna sem veldur hundaæði og nota það form hennar í þróun bóluefnis.

Það var svo árið 1885 sem Pasteur bólusetti í fyrsta skipti gegn hundaæði og bjargði þar með lífi hins níu ára gamla Joseph Meister sem hafði verið bitinn 14 sinnum af hundi. Læknar voru sammála um að Joseph litli ætti enga vona um að lifa bitin af en bólusetningin, sem framkvæmd var tólf sinnum á tíu dögum, tókst með miklum ágætum.

Louis Pasteur varð nánast goðsögn í lifanda lífi. Hugur manna til hans kom vel í ljós þegar hafin var alþjóðleg söfnun fyrir rannsóknastofnun sem koma átti á fót í París til að halda áfram rannsóknum hans. Stofnunin, sem kennd var við Pasteur, var opnuð þann 14. nóvember 1888. Hlutverk hennar í upphafi var að rannsaka hundaæði en síðan hefur hún þróast í alhliða rannsóknamiðstöð í líffræði. Pasteur veitti stofnuninni forstöðu meðan hann lifði, en hann lést þann 28. september 1895, tæplega 73 ára.

Heimildir:
  • Vilhjálmur G. Skúlason. „Upphafsmaður gerilsneyðingar og ýmissa ónæmisaðgerða“. Heilbrigðismál 1996: 44 (2), bls. 21-23.
  • Íslenska alfræðiorðabókin. Reykjavík, Örn og Örlygur, 1990.
  • Britannica Online
  • Pasteur-stofnunin

Myndir:...