Sólin Sólin Rís 02:57 • sest 24:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:31 • Sest 02:09 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:23 • Síðdegis: 24:44 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:08 • Síðdegis: 18:28 í Reykjavík

Fyrir hvað stendur G-ið í G-mjólk?

Snædís Huld Björnsdóttir

Öll spurningin hljóðaði svona:

Hæ hæ, hver er uppruni G-mjólkur, af hverju heitir hún G-mjólk og hvað gæti hún mögulega enst lengi?

G-ið í heiti G-mjólkur stendur fyrir geymsluþol. Mjólk sem seld er í verslunum er gerilsneydd með hitameðhöndlun til að drepa örverur sem gætu valdið sýkingum í þeim er neyta hennar. G-mjólkin er eins og önnur mjólk að öðru leyti en því að kröftugri hitameðferð er beitt til að auka geymsluþolið enn frekar.

G-ið í heiti G-mjólkur vísar til aukins geymsluþols. G-mjólk er leifturhituð til að drepa örverur og auka geymsluþol vörunnar. Leifturhitaðar vörur eru oft merktar með stöfunum UHT (e. ultra-high temperature treated).

G-mjólk, kaffirjómi og kókómjólk eru allt dæmi um vörur sem eru leifturhitaðar (e. UHT, ultra-high temperature treated) með mjög háum hita í skamma stund. Algengt er að mjólkurvörur séu þannig hitaðar við 135-150°C í 2-6 sekúndur. Slíkar vörur eiga ekki að skemmast af völdum örvera og því þarf ekki að varðveita þær í kæli til að hægja á örveruvexti fyrr en umbúðir hafa verið opnaðar. Geymsluþol þessara vara er margir mánuðir. Mjólkursamsalan, MS, gefur til dæmis upp 6 mánaða geymsluþol fyrir G-vörur.

Við langa geymslu geta orðið efnabreytingar í mjólkurvörum sem hafa áhrif á eiginleika þeirra eins og bragðgæði og áferð. G-vörur geta því orðið óhæfar til neyslu eftir mjög langa geymslu vegna skemmda sem eru af öðrum orsökum en vexti örvera.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Snædís Huld Björnsdóttir

sameindalíffræðingur og prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ

Útgáfudagur

19.10.2021

Spyrjandi

Björn

Tilvísun

Snædís Huld Björnsdóttir. „Fyrir hvað stendur G-ið í G-mjólk? “ Vísindavefurinn, 19. október 2021. Sótt 14. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=81802.

Snædís Huld Björnsdóttir. (2021, 19. október). Fyrir hvað stendur G-ið í G-mjólk? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=81802

Snædís Huld Björnsdóttir. „Fyrir hvað stendur G-ið í G-mjólk? “ Vísindavefurinn. 19. okt. 2021. Vefsíða. 14. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=81802>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Fyrir hvað stendur G-ið í G-mjólk?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Hæ hæ, hver er uppruni G-mjólkur, af hverju heitir hún G-mjólk og hvað gæti hún mögulega enst lengi?

G-ið í heiti G-mjólkur stendur fyrir geymsluþol. Mjólk sem seld er í verslunum er gerilsneydd með hitameðhöndlun til að drepa örverur sem gætu valdið sýkingum í þeim er neyta hennar. G-mjólkin er eins og önnur mjólk að öðru leyti en því að kröftugri hitameðferð er beitt til að auka geymsluþolið enn frekar.

G-ið í heiti G-mjólkur vísar til aukins geymsluþols. G-mjólk er leifturhituð til að drepa örverur og auka geymsluþol vörunnar. Leifturhitaðar vörur eru oft merktar með stöfunum UHT (e. ultra-high temperature treated).

G-mjólk, kaffirjómi og kókómjólk eru allt dæmi um vörur sem eru leifturhitaðar (e. UHT, ultra-high temperature treated) með mjög háum hita í skamma stund. Algengt er að mjólkurvörur séu þannig hitaðar við 135-150°C í 2-6 sekúndur. Slíkar vörur eiga ekki að skemmast af völdum örvera og því þarf ekki að varðveita þær í kæli til að hægja á örveruvexti fyrr en umbúðir hafa verið opnaðar. Geymsluþol þessara vara er margir mánuðir. Mjólkursamsalan, MS, gefur til dæmis upp 6 mánaða geymsluþol fyrir G-vörur.

Við langa geymslu geta orðið efnabreytingar í mjólkurvörum sem hafa áhrif á eiginleika þeirra eins og bragðgæði og áferð. G-vörur geta því orðið óhæfar til neyslu eftir mjög langa geymslu vegna skemmda sem eru af öðrum orsökum en vexti örvera.

Heimildir:

Mynd:

...