Sólin Sólin Rís 10:47 • sest 15:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:25 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:26 • Síðdegis: 21:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:05 • Síðdegis: 15:48 í Reykjavík

Hver var Joseph Lister og hvert var hans framlag til læknisfræðinnar?

Rúna Hjaltested Guðmundsdóttir

Joseph Lister, stundum kallaður faðir nútímaskurðlækninga, er einn af frumkvöðlum smitvarna. Hann var enskur skurðlæknir sem innleiddi nýjar aðferðir við sótthreinsun með notkun karbólsýru sem urðu til þess að umbreyta aðferðum í skurðlækningum á síðari hluta 19. aldar. Afrek hans lá í því að gera sótthreinsun að reglu og þannig urðu skurðlækningar hættuminni. Þó hann sé þekktastur sem brautryðjandi sótthreinsivarna þá liggur mikilvægi hans einnig í fleiri rannsóknum, til dæmis var hann fyrstur til að einangra bakteríu í hreinrækt (bacillus lactis) með því að nota fljótandi ræktun og getur því talist upphafsmaður bakteríufræðinnar ásamt Robert Koch sem síðar einangraði bakteríur með fastri ræktun.

Joseph Lister fæddist í Essex 5. apríl 1827 inn í efnaða kvekarafjölskyldu og var faðir hans, Joseph Jackson Lister, vínkaupmaður og áhugamaður um vísindi, þekktastur fyrir að þróa litvísa (e. achromatic) linsu í smásjá. Foreldrar hans tóku virkan þátt í menntun sonar síns og hann hlaut formlega menntun í skólum kvekara sem lögðu meiri áherslu á náttúrufræði og vísindi en aðrir skólar. Lister sem þótti framúrskarandi nemandi sýndi mikinn áhuga á samanburðarlíffræði og ákvað aðeins 16 ára að leggja fyrir sig skurðlækningar. Árið 1844, þá 17 ára að aldri, hóf Lister nám í University College í London. Eftir að hafa tekið gráðu í listum innritaðist hann í læknisfræði og skurðlækningar, þaðan sem hann útskrifaðist með láði árið 1852. Hann varð síðan félagi í hinu virta Royal College of Surgeons, þá 26 ára að aldri. Lister fór til Edinborgar árið 1854 og fékk stöðu sem aðstoðarmaður eins virtasta skurðlæknis þeirra tíma, James Syme. Þeir urðu jafnframt miklir vinir og giftist Lister síðar dóttur Symes, Agnesi, sem átti eftir að verða hans helsti aðstoðarmaður í rannsóknum hans. Árið 1861 var hann skipaður í embætti prófessors í skurðlækningum við konunglega sjúkrahúsið í Glasgow og það var þar sem hann hóf að þróa hugmyndir sínar um sótthreinsunaraðferðir.

Joseph Lister (1827-1912). Mynd frá um 1855.

Sýkingar vegna skurðaðgerða voru svo algengar á sjúkrahúsum og dánartíðnin svo há að læknar töluðu um „blóðeitrunarpláguna“.1 Á þessum tíma var ástand skurðstofa mjög slæmt. Hreinlæti var afar lítið, skurðlæknar þvoðu hvorki skurðtól eða hendur fyrir aðgerðir og afleiðingar þess voru þær að um það bil 50% sjúklinga sem gengust undir aðgerðir létu lífið af völdum sýkinga2, en líklegt þykir að dánartíðnin hafi oftar en ekki farið upp í allt að 80%. Lister sjálfur tilkynnti 45-50% dánartíðni meðal sjúklinga sinna sem hann aflimaði milli 1861 og 1865.3 Skurðlæknum þótti erfitt að sætta sig við slíka dánartíðni, en töldu ástandið óumflýjanlegt og lítið við því að gera. Margar sjúkradeildirnar lyktuðu illa og töldu margir að sýkingin í sárum yrði vegna „miasma“ eða óþefs í andrúmsloftinu. Óþefurinn var hins vegar vegna rotnunar í sárum og sýkingin var þekkt sem sjúkrahúsdrep sem var samheiti yfir margs konar mismunandi sýkingar eins og til dæmis blóðeitrun (septicemia), heimakomu (erysipelas), holdfúa (gangrene) og stundum stífkrampa (tetanus).4

Lister hafnaði „miasma“-kenningunni og taldi að óþekkt efni sem bærist með lofti yllu drepinu, en engar heimildir benda til að hann hafi talið hið óþekkta efni vera örverur. Lister komst í kynni við ritgerð sem hafði verið birt af Louis Pasteur sem sýndi að rotnun og gerjun ætti sér stað án súrefnis, með örverum sem væru í andrúmsloftinu. Svo virðist að í fyrstu hafi Lister talið að örverur bærust eingöngu í loftinu, sem þó rangt væri reyndist mjög gagnlegt, því til að bregðast við því þróaði hann aðferð til að mynda sótthreinsandi hindrun milli lofts og sárs með úðun karbólsýru í kringum aðgerðarsvæði.

Karbólsýra (e. phenol) hafði verið notuð til að eyða lykt í skolpi og gegn taugaveiki, svo Lister komst að þeirri niðurstöðu að karbólsýran hlyti að hafa áhrif á bakteríur. Hann hreinsaði sárið með karbólsýru og lagði síðan sáralín sem bleytt hafði verið í karbólsýru yfir sárið og sýking myndaðist ekki. Eftir að tilraunir hans höfðu borið mjög góðan árangur þróaði hann sótthreinsunarrútínu. Hann notaði karbólsýruna til að hreinsa hendur sínar, tól og sáraumbúðir sem notaðar voru í aðgerðinni. Meðan á skurðaðgerðum stóð var karbólsýru stöðugt úðað út í loftið, sem hafði þann ókost í för með sér að bæði læknar og sjúklingur urðu gegnblautir. Þetta gengdi tvenns konar tilgangi, að drepa sýkingargerla í sárinu og koma í veg fyrir að smitbakteríur kæmust í sárið. Með þessari aðferð dró stórlega úr manndauða hjá Lister, úr 45% niður í 15%. Lister taldi aðferðir sínar byggjast á þeim staðreyndum að „sýklar valda sýkingu, og vessaútferð og gröftur væru óeðlileg og óæskileg þróun þegar sár væru að gróa“.5 Til þess að hindra sýkinguna var því nauðsynlegt að nota karbólsýru á allt sem notað væri í skurðaðgerðinni, tól og tæki sem og lækna og sjúkling. Eftir að hafa prófað þessa aðferð í um ár hafði Lister nægileg gögn til að sýna fram á að aðferðir hans væru mjög árangursríkar og birti niðurstöður sínar í læknatímaritinu The Lancet árið 1867.

Við skurðaðgerðir var karbólsýru stöðugt úðað út í loftið til þess að koma í veg fyrir sýkingu. Ókosturinn var sá að bæði læknar og sjúklingur urðu gegnblautir.

Til að byrja með voru margir skurðlæknar vantrúaðir á aðferðir Listers og hann var jafnvel álitin öfgamaður á þessu sviði. Karbólsýran særði húðina og allt lyktaði. Þetta kostaði aukavinnu, gerði uppskurðina dýrari og erfiðari fyrir læknana og þegar menn töldu að best væri að vera sem handfljótastur þá tafði meðferð Lister einungis fyrir. Hugmyndir hans voru fyrst viðurkenndar í Frakklandi og Þýskalandi, en eftir því sem tímar liðu urðu kenningar hans almennt viðurkenndar og ruddu leiðina fyrir öðrum nýjungum við sótt- og dauðhreinsun svo sem dauðhreinsun á tólum og tækjum sem notuð voru til skurðaðgerða. Aðrar nýjungar sem fylgdu voru til dæmis notkun á skurðsloppum, húfum og hönskum á skurðstofum. Líf Listers snerist um stöðuga leit hans til að endurbæta aðferðir og tækni við sótthreinsun. Hann þróaði sáraumbúðir og um síðir kynnti hann rakadrægar umbúðir og grisjur sem enn eru í notkun í dag.

Lister settist í helgan stein árið 1893, ári eftir að eiginkona hans lést. Hann var heiðraður með ýmsum hætti fyrir verk sín og hlaut barónstitil árið 1883. Hann var látlaus og hæverskur maður, trúaður og mjög staðfastur í verkum sínum og áhugalaus um fjárhagslegan ávinning. Hann þótti einstaklega traustur og ljúfur maður í samskiptum hvort heldur við kollega eða nemendur sína og er líklega einn af fáum skurðlæknum sem hafa verið gerðir ódauðlegir í ljóðlist.6 Hann ritaði engar bækur, en margar greinar í fjölda fagrita. Greinum þessum hefur verið safnað saman í tvö bindi, The Collected Papers of Joseph, Baron Lister, (1909).7 Lister lést 85 ára gamall 12. febrúar 1912.

Það má skipta sögu skurðlækninga í tímann fyrir og eftir Lister. Fyrir tíma Lister var algengt að sagt væri: „Aðgerðin heppnaðist vel, en sjúklingurinn lést," sem varð yfirleitt vegna sýkinga.8 Framlag Listers var gríðarlega mikilvægt, uppgötvanir og tilraunir hans ruddu leiðina að nútímaskurðlækningum og ótrúlegum framförum í umönnun sjúklinga.

Tilvísanir:

Myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

4.7.2011

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Rúna Hjaltested Guðmundsdóttir. „Hver var Joseph Lister og hvert var hans framlag til læknisfræðinnar?“ Vísindavefurinn, 4. júlí 2011. Sótt 2. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=60176.

Rúna Hjaltested Guðmundsdóttir. (2011, 4. júlí). Hver var Joseph Lister og hvert var hans framlag til læknisfræðinnar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=60176

Rúna Hjaltested Guðmundsdóttir. „Hver var Joseph Lister og hvert var hans framlag til læknisfræðinnar?“ Vísindavefurinn. 4. júl. 2011. Vefsíða. 2. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=60176>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver var Joseph Lister og hvert var hans framlag til læknisfræðinnar?
Joseph Lister, stundum kallaður faðir nútímaskurðlækninga, er einn af frumkvöðlum smitvarna. Hann var enskur skurðlæknir sem innleiddi nýjar aðferðir við sótthreinsun með notkun karbólsýru sem urðu til þess að umbreyta aðferðum í skurðlækningum á síðari hluta 19. aldar. Afrek hans lá í því að gera sótthreinsun að reglu og þannig urðu skurðlækningar hættuminni. Þó hann sé þekktastur sem brautryðjandi sótthreinsivarna þá liggur mikilvægi hans einnig í fleiri rannsóknum, til dæmis var hann fyrstur til að einangra bakteríu í hreinrækt (bacillus lactis) með því að nota fljótandi ræktun og getur því talist upphafsmaður bakteríufræðinnar ásamt Robert Koch sem síðar einangraði bakteríur með fastri ræktun.

Joseph Lister fæddist í Essex 5. apríl 1827 inn í efnaða kvekarafjölskyldu og var faðir hans, Joseph Jackson Lister, vínkaupmaður og áhugamaður um vísindi, þekktastur fyrir að þróa litvísa (e. achromatic) linsu í smásjá. Foreldrar hans tóku virkan þátt í menntun sonar síns og hann hlaut formlega menntun í skólum kvekara sem lögðu meiri áherslu á náttúrufræði og vísindi en aðrir skólar. Lister sem þótti framúrskarandi nemandi sýndi mikinn áhuga á samanburðarlíffræði og ákvað aðeins 16 ára að leggja fyrir sig skurðlækningar. Árið 1844, þá 17 ára að aldri, hóf Lister nám í University College í London. Eftir að hafa tekið gráðu í listum innritaðist hann í læknisfræði og skurðlækningar, þaðan sem hann útskrifaðist með láði árið 1852. Hann varð síðan félagi í hinu virta Royal College of Surgeons, þá 26 ára að aldri. Lister fór til Edinborgar árið 1854 og fékk stöðu sem aðstoðarmaður eins virtasta skurðlæknis þeirra tíma, James Syme. Þeir urðu jafnframt miklir vinir og giftist Lister síðar dóttur Symes, Agnesi, sem átti eftir að verða hans helsti aðstoðarmaður í rannsóknum hans. Árið 1861 var hann skipaður í embætti prófessors í skurðlækningum við konunglega sjúkrahúsið í Glasgow og það var þar sem hann hóf að þróa hugmyndir sínar um sótthreinsunaraðferðir.

Joseph Lister (1827-1912). Mynd frá um 1855.

Sýkingar vegna skurðaðgerða voru svo algengar á sjúkrahúsum og dánartíðnin svo há að læknar töluðu um „blóðeitrunarpláguna“.1 Á þessum tíma var ástand skurðstofa mjög slæmt. Hreinlæti var afar lítið, skurðlæknar þvoðu hvorki skurðtól eða hendur fyrir aðgerðir og afleiðingar þess voru þær að um það bil 50% sjúklinga sem gengust undir aðgerðir létu lífið af völdum sýkinga2, en líklegt þykir að dánartíðnin hafi oftar en ekki farið upp í allt að 80%. Lister sjálfur tilkynnti 45-50% dánartíðni meðal sjúklinga sinna sem hann aflimaði milli 1861 og 1865.3 Skurðlæknum þótti erfitt að sætta sig við slíka dánartíðni, en töldu ástandið óumflýjanlegt og lítið við því að gera. Margar sjúkradeildirnar lyktuðu illa og töldu margir að sýkingin í sárum yrði vegna „miasma“ eða óþefs í andrúmsloftinu. Óþefurinn var hins vegar vegna rotnunar í sárum og sýkingin var þekkt sem sjúkrahúsdrep sem var samheiti yfir margs konar mismunandi sýkingar eins og til dæmis blóðeitrun (septicemia), heimakomu (erysipelas), holdfúa (gangrene) og stundum stífkrampa (tetanus).4

Lister hafnaði „miasma“-kenningunni og taldi að óþekkt efni sem bærist með lofti yllu drepinu, en engar heimildir benda til að hann hafi talið hið óþekkta efni vera örverur. Lister komst í kynni við ritgerð sem hafði verið birt af Louis Pasteur sem sýndi að rotnun og gerjun ætti sér stað án súrefnis, með örverum sem væru í andrúmsloftinu. Svo virðist að í fyrstu hafi Lister talið að örverur bærust eingöngu í loftinu, sem þó rangt væri reyndist mjög gagnlegt, því til að bregðast við því þróaði hann aðferð til að mynda sótthreinsandi hindrun milli lofts og sárs með úðun karbólsýru í kringum aðgerðarsvæði.

Karbólsýra (e. phenol) hafði verið notuð til að eyða lykt í skolpi og gegn taugaveiki, svo Lister komst að þeirri niðurstöðu að karbólsýran hlyti að hafa áhrif á bakteríur. Hann hreinsaði sárið með karbólsýru og lagði síðan sáralín sem bleytt hafði verið í karbólsýru yfir sárið og sýking myndaðist ekki. Eftir að tilraunir hans höfðu borið mjög góðan árangur þróaði hann sótthreinsunarrútínu. Hann notaði karbólsýruna til að hreinsa hendur sínar, tól og sáraumbúðir sem notaðar voru í aðgerðinni. Meðan á skurðaðgerðum stóð var karbólsýru stöðugt úðað út í loftið, sem hafði þann ókost í för með sér að bæði læknar og sjúklingur urðu gegnblautir. Þetta gengdi tvenns konar tilgangi, að drepa sýkingargerla í sárinu og koma í veg fyrir að smitbakteríur kæmust í sárið. Með þessari aðferð dró stórlega úr manndauða hjá Lister, úr 45% niður í 15%. Lister taldi aðferðir sínar byggjast á þeim staðreyndum að „sýklar valda sýkingu, og vessaútferð og gröftur væru óeðlileg og óæskileg þróun þegar sár væru að gróa“.5 Til þess að hindra sýkinguna var því nauðsynlegt að nota karbólsýru á allt sem notað væri í skurðaðgerðinni, tól og tæki sem og lækna og sjúkling. Eftir að hafa prófað þessa aðferð í um ár hafði Lister nægileg gögn til að sýna fram á að aðferðir hans væru mjög árangursríkar og birti niðurstöður sínar í læknatímaritinu The Lancet árið 1867.

Við skurðaðgerðir var karbólsýru stöðugt úðað út í loftið til þess að koma í veg fyrir sýkingu. Ókosturinn var sá að bæði læknar og sjúklingur urðu gegnblautir.

Til að byrja með voru margir skurðlæknar vantrúaðir á aðferðir Listers og hann var jafnvel álitin öfgamaður á þessu sviði. Karbólsýran særði húðina og allt lyktaði. Þetta kostaði aukavinnu, gerði uppskurðina dýrari og erfiðari fyrir læknana og þegar menn töldu að best væri að vera sem handfljótastur þá tafði meðferð Lister einungis fyrir. Hugmyndir hans voru fyrst viðurkenndar í Frakklandi og Þýskalandi, en eftir því sem tímar liðu urðu kenningar hans almennt viðurkenndar og ruddu leiðina fyrir öðrum nýjungum við sótt- og dauðhreinsun svo sem dauðhreinsun á tólum og tækjum sem notuð voru til skurðaðgerða. Aðrar nýjungar sem fylgdu voru til dæmis notkun á skurðsloppum, húfum og hönskum á skurðstofum. Líf Listers snerist um stöðuga leit hans til að endurbæta aðferðir og tækni við sótthreinsun. Hann þróaði sáraumbúðir og um síðir kynnti hann rakadrægar umbúðir og grisjur sem enn eru í notkun í dag.

Lister settist í helgan stein árið 1893, ári eftir að eiginkona hans lést. Hann var heiðraður með ýmsum hætti fyrir verk sín og hlaut barónstitil árið 1883. Hann var látlaus og hæverskur maður, trúaður og mjög staðfastur í verkum sínum og áhugalaus um fjárhagslegan ávinning. Hann þótti einstaklega traustur og ljúfur maður í samskiptum hvort heldur við kollega eða nemendur sína og er líklega einn af fáum skurðlæknum sem hafa verið gerðir ódauðlegir í ljóðlist.6 Hann ritaði engar bækur, en margar greinar í fjölda fagrita. Greinum þessum hefur verið safnað saman í tvö bindi, The Collected Papers of Joseph, Baron Lister, (1909).7 Lister lést 85 ára gamall 12. febrúar 1912.

Það má skipta sögu skurðlækninga í tímann fyrir og eftir Lister. Fyrir tíma Lister var algengt að sagt væri: „Aðgerðin heppnaðist vel, en sjúklingurinn lést," sem varð yfirleitt vegna sýkinga.8 Framlag Listers var gríðarlega mikilvægt, uppgötvanir og tilraunir hans ruddu leiðina að nútímaskurðlækningum og ótrúlegum framförum í umönnun sjúklinga.

Tilvísanir:

Myndir:

...