Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver var James Lind og hvert var hans framlag til næringarfræðinnar?

Svandís Erna Jónsdóttir

James Lind (1716-1794) var merkur herlæknir sem fæddist í Edinborg í Skotlandi. Hann er helst þekktur fyrir að hafa fundið forvörn og lækningu við skyrbjúg (e. scurvy) en auk þess var hann mikill talsmaður almenns hreinlætis um borð í skipum breska sjóhersins. Á 16. öld var skyrbjúg lýst nákvæmlega og gefið nafn og sjómenn tóku að óttast sjúkdóminn á löngum sjóferðum sínum. Það var þó ekki fyrr en öldum seinna sem orsök skyrbjúgs, skortur á C-vítamíni, varð ljós.

Á tímum James Lind var hugtakið „vítamín“ hins vegar óþekkt og samhengi mataræðis og sjúkdóma flestum sérfræðingum hulin ráðgáta. Einkenni skyrbjúgs eru almenn þreyta, öndunarfærasýkingar og öndunarerfiðleikar, verkir í vöðvum og beinum, þunglyndi, blæðingar frá húð og slímhúð auk blæðinga og bólgu í gómum. Þá geta tennur losnað, skyrbjúgssjúklingar fá krampa og deyja að lokum ef þeir fá ekki viðeigandi meðferð með C-vítamíni.



James Lind (1716-1794).

James Lind var aðeins 15 ára árið 1731 þegar hann hóf læknanám sitt sem lærlingur hjá dr. George Langlands. Eftir að hafa klárað þjálfun sína hjá honum hóf Lind störf hjá breska sjóhernum árið 1739 þar sem hann vann sem aðstoðarmaður herlæknis. Árið 1747 var hann gerður að herlækni um borð í herskipinu HMS Salisbury þar sem hann framkvæmdi tilraun á sjóliðum með skyrbjúg. Sú tilraun er sögð vera ein fyrsta klíníska tilraun sögunnar. Tilraun Lind fólst í því að 12 langt leiddum skyrbjúgssjúklingum var skipt í sex hópa sem gefin voru mismunandi meðul sem innihéldu meðal annars edik, eplasafa og sjó. Einn hópur fékk hins vegar tvær appelsínur og eina sítrónu daglega en meðferðinni var sjálfhætt eftir aðeins 6 daga þar sem sítrusávextirnir kláruðust um borð í skipinu. Þá höfðu mennirnir hins vegar náð undraverðum bata meðan aðrir sjúklingahópar sýndu lítil sem engin batamerki.

James Lind var ekki sá fyrsti sem tengdi lækningaverkun ávaxta við skyrbjúg en hann var fyrstur til að sýna fram á lækningu með sítrusávöxtum í þessari frægu tilraun sinni um borð í HMS Salisbury. John Woodall (1569-1643) benti til dæmis á að ferskir ávextir virtust hafa lækningagildi gegn skyrbjúg en samt sem áður varð notkun þeirra ekki útbreidd á langferðum skipa. Ýmsar tilgátur voru á sveimi um hvað ylli þessum hræðilega sjúkdómi og taldi til dæmis einn frægasti læknir Englendinga og samtímamaður James Lind, William Cockburn (1669-1739), að skyrbjúgur orsakaðist af meðfæddri leti sjómanna. Skyrbjúgur varð þannig að feimnismáli og oft vildu skipstjórar ekki kannast við að hafa misst sjóliða úr sjúkdómnum þótt einungis hluti manna skilaði sér lifandi til baka eftir langferðir á sjó.

Skyrbjúgur tók gríðarlegan toll af sjóliðum og gat þannig haft áhrif á framgang átaka á milli landa. James Lind taldi að fleiri hermenn breska flotans dæju vegna skyrbjúgs heldur en af völdum óvinaherja Frakklands og Spánar. Til að mynda létust um 1400 af 1900 sjóliðum undir forystu breska aðmírálsins Ansons á siglingum hans umhverfis jörðina. Flestir þeirra dóu úr skyrbjúg en aðeins örfáir í átökum. Það var því til mikils að vinna að finna lækningu við skyrbjúg.

Stuttu eftir tilraun sína um borð í HMS Salisbury yfirgaf James Lind sjóherinn, kláraði læknanám sitt og lagðist í frekari rannsóknir á skyrbjúg. Árið 1753 gaf hann út bókina A Treatise of the Scurvy. Lind var augljóslega mjög umhugað um heilsu sjóliða eftir veru sína í sjóhernum því fjórum árum síðar gaf hann út bókina An essay on the most effectual means of preserving the health of seamen. Í þeirri bók mælti Lind áfram með því að sjóliðum væri gefinn safi úr sítrusávöxtum á löngum sjóferðum til að varna því að þeir fengju skyrbjúg.

Treatise of the Scurvy kom út árið 1753.

James Lind gerði sér grein fyrir mikilvægi hreinlætis og lagði til aukið hreinlæti í sjóhernum sem meðal annars fól í sér aflúsun um borð í herskipum. Hann mælti einnig með að sérstök sjúkraskip væru sjósett auk þess sem hann uppgötvaði árið 1762 að hægt væri að fá ferskvatn með eimingu sjós. Það átti eftir að breyta miklu á löngum siglingum þar sem erfitt gat verið að hafa nægilegt magn drykkjarfanga sem geymdust vel á löngum sjóferðum.

Ári eftir birtingu A Treatise of the Scurvy, árið 1754, var Lind skipaður yfirmaður á stórum herspítala. Þessi stöðuveiting var óvenjuleg fyrir þær sakir að óalgengt var á þessum tímum að menn án tengsla við aðalinn fengju slíkar stöður. Í störfum sínum á herspítalanum fann Lind út að flekkusótt (e. typhus) greindist ekki á efstu hæð sjúkrahússins þar sem sjúklingar voru baðaðir og fengu hrein föt og rúmföt, á meðan veikin geisaði á neðri hæðum þar sem slíkt hreinlæti var ekki viðhaft. Lind mælti því með að sjóliðar væru rakaðir, baðaðir og þeim fengin ný föt reglulega. Þetta leiddi til þess að flekkusótt hætti að herja á breska sjóliða en það gaf breska sjóhernum aukið forskot á franska andstæðinga sína. Lind fór á eftirlaun frá herspítalanum árið 1783 en sonur hans John tók við yfirlæknisstöðunni af föður sínum. James Lind lést í Gosport þann 13. júlí árið 1794.

Þrátt fyrir jákvæðar niðurstöður rannsóknar James Lind um borð í HMS Salisbury þá liðu meira en 40 ár frá birtingu rits hans A Treatise of the Scurvy áður en breski sjóherinn gaf út þá tilskipun að sjóliðar á skipum hersins ættu að fá sítrónusafa til að fyrirbyggja skyrbjúg. Með þeirri tilskipun hvarf skyrbjúgur af skipum hersins eins og dögg fyrir sólu. Ástæður þess að svo langur tími leið eru margþættar. Eins og áður sagði lögðu margir læknar og aðrir áhrifamenn ekki trúnað á rannsóknir James Lind. Sumir trúðu ekki að tengsl væru milli mataræðis og skyrbjúgs meðan aðrir hreinlega trúðu ekki að lausnin gæti verið svo einföld að vera fólgin í því að borða sítrusávexti. Á þessum tíma var heldur ekki hlaupið að því að útvega sjóliðum nægjanlegt magn sítrusávaxta. Vegna þessa seinagangs breska hersins er talið að um 100.000 sjóliðar hafi tapað lífinu vegna skyrbjúgs á þessum fjórum áratugum. Sú ákvörðun breska hersins að byrja að gefa sjóliðum sítrusávexti er talin vega þungt í að breska hernum tókst að verjast ágangi flota Napóleons þar sem frönsku sjóliðarnir veiktust af skyrbjúg en þeir bresku ekki.

James Lind telst því klárlega einn fyrirrennara næringarfræðinnar og honum eru eignuð þessi orð: „Það er auðveldara að fyrirbyggja en lækna flestalla sjúkdóma.“ Það má með sanni segja að þessi orð séu enn í fullu gildi. Næringarfræðin hefur einmitt það markmið að hámarka heilsu og fyrirbyggja sjúkdóma með heilsusamlegu mataræði.

Heimildir og myndir:

Höfundur

doktorsnemi í næringarfræði

Útgáfudagur

30.6.2011

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Svandís Erna Jónsdóttir . „Hver var James Lind og hvert var hans framlag til næringarfræðinnar?“ Vísindavefurinn, 30. júní 2011, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=60129.

Svandís Erna Jónsdóttir . (2011, 30. júní). Hver var James Lind og hvert var hans framlag til næringarfræðinnar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=60129

Svandís Erna Jónsdóttir . „Hver var James Lind og hvert var hans framlag til næringarfræðinnar?“ Vísindavefurinn. 30. jún. 2011. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=60129>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver var James Lind og hvert var hans framlag til næringarfræðinnar?
James Lind (1716-1794) var merkur herlæknir sem fæddist í Edinborg í Skotlandi. Hann er helst þekktur fyrir að hafa fundið forvörn og lækningu við skyrbjúg (e. scurvy) en auk þess var hann mikill talsmaður almenns hreinlætis um borð í skipum breska sjóhersins. Á 16. öld var skyrbjúg lýst nákvæmlega og gefið nafn og sjómenn tóku að óttast sjúkdóminn á löngum sjóferðum sínum. Það var þó ekki fyrr en öldum seinna sem orsök skyrbjúgs, skortur á C-vítamíni, varð ljós.

Á tímum James Lind var hugtakið „vítamín“ hins vegar óþekkt og samhengi mataræðis og sjúkdóma flestum sérfræðingum hulin ráðgáta. Einkenni skyrbjúgs eru almenn þreyta, öndunarfærasýkingar og öndunarerfiðleikar, verkir í vöðvum og beinum, þunglyndi, blæðingar frá húð og slímhúð auk blæðinga og bólgu í gómum. Þá geta tennur losnað, skyrbjúgssjúklingar fá krampa og deyja að lokum ef þeir fá ekki viðeigandi meðferð með C-vítamíni.



James Lind (1716-1794).

James Lind var aðeins 15 ára árið 1731 þegar hann hóf læknanám sitt sem lærlingur hjá dr. George Langlands. Eftir að hafa klárað þjálfun sína hjá honum hóf Lind störf hjá breska sjóhernum árið 1739 þar sem hann vann sem aðstoðarmaður herlæknis. Árið 1747 var hann gerður að herlækni um borð í herskipinu HMS Salisbury þar sem hann framkvæmdi tilraun á sjóliðum með skyrbjúg. Sú tilraun er sögð vera ein fyrsta klíníska tilraun sögunnar. Tilraun Lind fólst í því að 12 langt leiddum skyrbjúgssjúklingum var skipt í sex hópa sem gefin voru mismunandi meðul sem innihéldu meðal annars edik, eplasafa og sjó. Einn hópur fékk hins vegar tvær appelsínur og eina sítrónu daglega en meðferðinni var sjálfhætt eftir aðeins 6 daga þar sem sítrusávextirnir kláruðust um borð í skipinu. Þá höfðu mennirnir hins vegar náð undraverðum bata meðan aðrir sjúklingahópar sýndu lítil sem engin batamerki.

James Lind var ekki sá fyrsti sem tengdi lækningaverkun ávaxta við skyrbjúg en hann var fyrstur til að sýna fram á lækningu með sítrusávöxtum í þessari frægu tilraun sinni um borð í HMS Salisbury. John Woodall (1569-1643) benti til dæmis á að ferskir ávextir virtust hafa lækningagildi gegn skyrbjúg en samt sem áður varð notkun þeirra ekki útbreidd á langferðum skipa. Ýmsar tilgátur voru á sveimi um hvað ylli þessum hræðilega sjúkdómi og taldi til dæmis einn frægasti læknir Englendinga og samtímamaður James Lind, William Cockburn (1669-1739), að skyrbjúgur orsakaðist af meðfæddri leti sjómanna. Skyrbjúgur varð þannig að feimnismáli og oft vildu skipstjórar ekki kannast við að hafa misst sjóliða úr sjúkdómnum þótt einungis hluti manna skilaði sér lifandi til baka eftir langferðir á sjó.

Skyrbjúgur tók gríðarlegan toll af sjóliðum og gat þannig haft áhrif á framgang átaka á milli landa. James Lind taldi að fleiri hermenn breska flotans dæju vegna skyrbjúgs heldur en af völdum óvinaherja Frakklands og Spánar. Til að mynda létust um 1400 af 1900 sjóliðum undir forystu breska aðmírálsins Ansons á siglingum hans umhverfis jörðina. Flestir þeirra dóu úr skyrbjúg en aðeins örfáir í átökum. Það var því til mikils að vinna að finna lækningu við skyrbjúg.

Stuttu eftir tilraun sína um borð í HMS Salisbury yfirgaf James Lind sjóherinn, kláraði læknanám sitt og lagðist í frekari rannsóknir á skyrbjúg. Árið 1753 gaf hann út bókina A Treatise of the Scurvy. Lind var augljóslega mjög umhugað um heilsu sjóliða eftir veru sína í sjóhernum því fjórum árum síðar gaf hann út bókina An essay on the most effectual means of preserving the health of seamen. Í þeirri bók mælti Lind áfram með því að sjóliðum væri gefinn safi úr sítrusávöxtum á löngum sjóferðum til að varna því að þeir fengju skyrbjúg.

Treatise of the Scurvy kom út árið 1753.

James Lind gerði sér grein fyrir mikilvægi hreinlætis og lagði til aukið hreinlæti í sjóhernum sem meðal annars fól í sér aflúsun um borð í herskipum. Hann mælti einnig með að sérstök sjúkraskip væru sjósett auk þess sem hann uppgötvaði árið 1762 að hægt væri að fá ferskvatn með eimingu sjós. Það átti eftir að breyta miklu á löngum siglingum þar sem erfitt gat verið að hafa nægilegt magn drykkjarfanga sem geymdust vel á löngum sjóferðum.

Ári eftir birtingu A Treatise of the Scurvy, árið 1754, var Lind skipaður yfirmaður á stórum herspítala. Þessi stöðuveiting var óvenjuleg fyrir þær sakir að óalgengt var á þessum tímum að menn án tengsla við aðalinn fengju slíkar stöður. Í störfum sínum á herspítalanum fann Lind út að flekkusótt (e. typhus) greindist ekki á efstu hæð sjúkrahússins þar sem sjúklingar voru baðaðir og fengu hrein föt og rúmföt, á meðan veikin geisaði á neðri hæðum þar sem slíkt hreinlæti var ekki viðhaft. Lind mælti því með að sjóliðar væru rakaðir, baðaðir og þeim fengin ný föt reglulega. Þetta leiddi til þess að flekkusótt hætti að herja á breska sjóliða en það gaf breska sjóhernum aukið forskot á franska andstæðinga sína. Lind fór á eftirlaun frá herspítalanum árið 1783 en sonur hans John tók við yfirlæknisstöðunni af föður sínum. James Lind lést í Gosport þann 13. júlí árið 1794.

Þrátt fyrir jákvæðar niðurstöður rannsóknar James Lind um borð í HMS Salisbury þá liðu meira en 40 ár frá birtingu rits hans A Treatise of the Scurvy áður en breski sjóherinn gaf út þá tilskipun að sjóliðar á skipum hersins ættu að fá sítrónusafa til að fyrirbyggja skyrbjúg. Með þeirri tilskipun hvarf skyrbjúgur af skipum hersins eins og dögg fyrir sólu. Ástæður þess að svo langur tími leið eru margþættar. Eins og áður sagði lögðu margir læknar og aðrir áhrifamenn ekki trúnað á rannsóknir James Lind. Sumir trúðu ekki að tengsl væru milli mataræðis og skyrbjúgs meðan aðrir hreinlega trúðu ekki að lausnin gæti verið svo einföld að vera fólgin í því að borða sítrusávexti. Á þessum tíma var heldur ekki hlaupið að því að útvega sjóliðum nægjanlegt magn sítrusávaxta. Vegna þessa seinagangs breska hersins er talið að um 100.000 sjóliðar hafi tapað lífinu vegna skyrbjúgs á þessum fjórum áratugum. Sú ákvörðun breska hersins að byrja að gefa sjóliðum sítrusávexti er talin vega þungt í að breska hernum tókst að verjast ágangi flota Napóleons þar sem frönsku sjóliðarnir veiktust af skyrbjúg en þeir bresku ekki.

James Lind telst því klárlega einn fyrirrennara næringarfræðinnar og honum eru eignuð þessi orð: „Það er auðveldara að fyrirbyggja en lækna flestalla sjúkdóma.“ Það má með sanni segja að þessi orð séu enn í fullu gildi. Næringarfræðin hefur einmitt það markmið að hámarka heilsu og fyrirbyggja sjúkdóma með heilsusamlegu mataræði.

Heimildir og myndir:

...