Sólin Sólin Rís 03:51 • sest 23:15 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:50 • Síðdegis: 16:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:03 • Síðdegis: 22:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:51 • sest 23:15 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:50 • Síðdegis: 16:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:03 • Síðdegis: 22:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru mörg bein í mannslíkamanum?

EÖÞ

Í mannslíkamanum eru 206 bein. Þau eru flokkuð í tvo hópa eftir hlutverki þeirra. Í ásgrindinni, sem heldur uppi bolnum, eru 80 bein og í limagrindinni, sem er í handleggjum og fótum eru 126 bein. Maðurinn hefur þróast þannig að vöðvum sem tengjast beinum í ásgrindinni (stöðuvöðvar) og vöðvum sem tengjast beinum í limagrindinni (hreyfivöðvar) er stjórnað óháð hverjum öðrum.

Ásgrindin samanstendur af höfði, hrygg og brjóstkassa. Í höfðinu eru 28 bein, átta í höfðukúpunni sjálfri en afgangurinn eru andlitsbein, bein í miðeyra og málbeinið. Höfuðið tengist svo hryggnum eða hryggsúlunni, sem samanstendur af 32 hryggjarliðum. Þeir umlykja og verja mænuna. Frá hryggjarliðunum liggja 12 pör af rifbeinum sem tengjast bringubeini að framan.

Limagrindin tengist ásgrindinni við axlir og mjaðmir. Herðarnar hafa tvö flöt bein (herðablöð) sem tengjast bringubeininu með viðbeini. Þess má til gamans geta að viðbeinið er það bein sem oftast brotnar hjá fólki. Handleggirnir, sem hvor um sig hafa 30 bein, tengjast herðunum. Mjaðmagrindin er nokkurs konar skál og tengir efri hluta líkamans við fæturna sem halda líkamsþunganum uppi. Í hvorum fæti og fótlegg eru 32 bein.

Heimild:

Peter H. Raven, George B. Johnson, 1995. Understanding Biology, 3.útgáfa. Dubuque: Wm. C. Brown Publishers.Mynd: MPIRE: Massively Parallel Interactive Rendering Environment

Höfundur

Einar Örn Þorvaldsson

háskólanemi og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

20.4.2001

Spyrjandi

Berglind Friðriksdóttir, f. 1988Alexander Ólafsson, f. 1989

Efnisorð

Tilvísun

EÖÞ. „Hvað eru mörg bein í mannslíkamanum?“ Vísindavefurinn, 20. apríl 2001, sótt 18. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1518.

EÖÞ. (2001, 20. apríl). Hvað eru mörg bein í mannslíkamanum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1518

EÖÞ. „Hvað eru mörg bein í mannslíkamanum?“ Vísindavefurinn. 20. apr. 2001. Vefsíða. 18. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1518>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru mörg bein í mannslíkamanum?
Í mannslíkamanum eru 206 bein. Þau eru flokkuð í tvo hópa eftir hlutverki þeirra. Í ásgrindinni, sem heldur uppi bolnum, eru 80 bein og í limagrindinni, sem er í handleggjum og fótum eru 126 bein. Maðurinn hefur þróast þannig að vöðvum sem tengjast beinum í ásgrindinni (stöðuvöðvar) og vöðvum sem tengjast beinum í limagrindinni (hreyfivöðvar) er stjórnað óháð hverjum öðrum.

Ásgrindin samanstendur af höfði, hrygg og brjóstkassa. Í höfðinu eru 28 bein, átta í höfðukúpunni sjálfri en afgangurinn eru andlitsbein, bein í miðeyra og málbeinið. Höfuðið tengist svo hryggnum eða hryggsúlunni, sem samanstendur af 32 hryggjarliðum. Þeir umlykja og verja mænuna. Frá hryggjarliðunum liggja 12 pör af rifbeinum sem tengjast bringubeini að framan.

Limagrindin tengist ásgrindinni við axlir og mjaðmir. Herðarnar hafa tvö flöt bein (herðablöð) sem tengjast bringubeininu með viðbeini. Þess má til gamans geta að viðbeinið er það bein sem oftast brotnar hjá fólki. Handleggirnir, sem hvor um sig hafa 30 bein, tengjast herðunum. Mjaðmagrindin er nokkurs konar skál og tengir efri hluta líkamans við fæturna sem halda líkamsþunganum uppi. Í hvorum fæti og fótlegg eru 32 bein.

Heimild:

Peter H. Raven, George B. Johnson, 1995. Understanding Biology, 3.útgáfa. Dubuque: Wm. C. Brown Publishers.Mynd: MPIRE: Massively Parallel Interactive Rendering Environment...