Sólin Sólin Rís 08:16 • sest 18:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:07 • Sest 02:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:58 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:16 • sest 18:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:07 • Sest 02:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:58 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er eðlilegt að finna til þegar bein grær saman eftir beinbrot? Eru það vaxtarverkir?

Þórdís Kristinsdóttir

Já, það er eðlilegt að finna fyrir sársauka er bein grær saman. Bein gróa mishratt og varir sársauki mislengi eftir því. Bein barna gróa hraðar en fullorðinna og brot þar sem auðvelt er að halda beini stöðugu, til dæmis í legg eða handlegg, gróa hraðar en í mjög hreyfanlegum beinum, svo sem í hryggsúlu eða mjaðmagrind. Á fyrstu stigum bata er beinbrot grær geta endar hvorum megin brotsins enn færst aðeins til og það veldur sársauka sem ætti svo að minnka og hverfa þegar beinið er orðið stöðugt.

Fyrst er bein brotnar myndast bólga umhverfis brotið vegna blæðingar frá beininu og sködduðum vef í kring. Beinátfrumur (e. osteoclasts) eyða dauðu beini kringum brotið svo nýtt bein geti myndast rétt. Beinbris (e. callus) úr brjósk- og beinvef myndar fyrst brú yfir brotið. Beinmyndunarfrumur (e. osteoblasts) í beinhimnu (e. periosteum) fjölga sér sér hratt og mynda kraga utan um beinbrotið, frumurnar vaxa svo saman og tengja beinhlutana saman á ný. Á ytra byrði er beinbrisið úr glærbrjóski (e. hyaline cartilage) og frauðbeini (e. spongy bone) en innra byrði er aðeins frauðbein. Þegar beinbris hefur myndast ætti beinið að vera orðið stöðugt og sársauki að hverfa. Brjóskhlutanum er svo með tímanum skipt út fyrir bein og frauðbeinið sem í fyrstu er ofið bein (e. woven bone) með óreglulega skipan kollagenþráða verður flysjubein (e. lamellar bone) sem hefur meiri styrk vegna reglulegrar samsíða uppröðunar kollagenþráða.


Á þessari röntgenmynd af beinbroti sést hvar beinbris hefur safnast í kringum brotið.

Ýmsir fylgikvillar geta komið upp þegar bein grær og valdið því að sársauki ágerist og ílengist. Sem dæmi má nefna ef sýking kemur í brotið eða ef bein grær rangt saman.

Vaxtarverkir eru ekki sömu verkir og fólk finnur fyrir vegna beinbrots. Þeir eru algengir í börnum, sérstaklega á aldrinum þriggja til fimm ára og átta til tólf ára, en ekki er vitað hvað veldur þeim. Verkurinn kemur frekar fram í vöðvum en beinum og börn finna helst verk í kálfum, bak við hné og ofarlega í lærum. Verkurinn kemur oftast eftir áreynslu, í lok dags eða að næturlagi. Engin meðferðarúrræði eru við vaxtarverkjum en oft getur hjálpað að nudda auma svæðið eða teygja á vöðvanum á meðan sársaukinn líður hjá.

Heimildir og frekari fróðleikur:

Mynd:

Höfundur

nemi í læknisfræði við HÍ

Útgáfudagur

22.7.2011

Spyrjandi

Eygló Dóra Davíðsdóttir

Tilvísun

Þórdís Kristinsdóttir. „Er eðlilegt að finna til þegar bein grær saman eftir beinbrot? Eru það vaxtarverkir?“ Vísindavefurinn, 22. júlí 2011, sótt 14. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=55103.

Þórdís Kristinsdóttir. (2011, 22. júlí). Er eðlilegt að finna til þegar bein grær saman eftir beinbrot? Eru það vaxtarverkir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=55103

Þórdís Kristinsdóttir. „Er eðlilegt að finna til þegar bein grær saman eftir beinbrot? Eru það vaxtarverkir?“ Vísindavefurinn. 22. júl. 2011. Vefsíða. 14. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=55103>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er eðlilegt að finna til þegar bein grær saman eftir beinbrot? Eru það vaxtarverkir?
Já, það er eðlilegt að finna fyrir sársauka er bein grær saman. Bein gróa mishratt og varir sársauki mislengi eftir því. Bein barna gróa hraðar en fullorðinna og brot þar sem auðvelt er að halda beini stöðugu, til dæmis í legg eða handlegg, gróa hraðar en í mjög hreyfanlegum beinum, svo sem í hryggsúlu eða mjaðmagrind. Á fyrstu stigum bata er beinbrot grær geta endar hvorum megin brotsins enn færst aðeins til og það veldur sársauka sem ætti svo að minnka og hverfa þegar beinið er orðið stöðugt.

Fyrst er bein brotnar myndast bólga umhverfis brotið vegna blæðingar frá beininu og sködduðum vef í kring. Beinátfrumur (e. osteoclasts) eyða dauðu beini kringum brotið svo nýtt bein geti myndast rétt. Beinbris (e. callus) úr brjósk- og beinvef myndar fyrst brú yfir brotið. Beinmyndunarfrumur (e. osteoblasts) í beinhimnu (e. periosteum) fjölga sér sér hratt og mynda kraga utan um beinbrotið, frumurnar vaxa svo saman og tengja beinhlutana saman á ný. Á ytra byrði er beinbrisið úr glærbrjóski (e. hyaline cartilage) og frauðbeini (e. spongy bone) en innra byrði er aðeins frauðbein. Þegar beinbris hefur myndast ætti beinið að vera orðið stöðugt og sársauki að hverfa. Brjóskhlutanum er svo með tímanum skipt út fyrir bein og frauðbeinið sem í fyrstu er ofið bein (e. woven bone) með óreglulega skipan kollagenþráða verður flysjubein (e. lamellar bone) sem hefur meiri styrk vegna reglulegrar samsíða uppröðunar kollagenþráða.


Á þessari röntgenmynd af beinbroti sést hvar beinbris hefur safnast í kringum brotið.

Ýmsir fylgikvillar geta komið upp þegar bein grær og valdið því að sársauki ágerist og ílengist. Sem dæmi má nefna ef sýking kemur í brotið eða ef bein grær rangt saman.

Vaxtarverkir eru ekki sömu verkir og fólk finnur fyrir vegna beinbrots. Þeir eru algengir í börnum, sérstaklega á aldrinum þriggja til fimm ára og átta til tólf ára, en ekki er vitað hvað veldur þeim. Verkurinn kemur frekar fram í vöðvum en beinum og börn finna helst verk í kálfum, bak við hné og ofarlega í lærum. Verkurinn kemur oftast eftir áreynslu, í lok dags eða að næturlagi. Engin meðferðarúrræði eru við vaxtarverkjum en oft getur hjálpað að nudda auma svæðið eða teygja á vöðvanum á meðan sársaukinn líður hjá.

Heimildir og frekari fróðleikur:

Mynd: