Sólin Sólin Rís 06:43 • sest 20:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:43 • Síðdegis: 25:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:01 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:43 • sest 20:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:43 • Síðdegis: 25:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:01 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna eru nýfædd börn með fleiri bein en fullorðnir?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Þegar börn fæðast hafa þau 300 bein í líkamanum en fullorðnir hafa 206 bein. Hvernig stendur á þessu? Hvað verður um hin beinin?

Það er nokkuð á reiki nákvæmlega hve mörg bein eru í líkama okkar við fæðingu og má sjá tölur allt frá 275 upp í 350 í mismunandi heimildum. Nokkuð algengt er þó að þau séu sögð rúmlega 300 en nákvæmari fjöldi ekki tiltekinn. Eitt er víst að beinin í nýfæddu barni eru mun fleiri en þau 206 sem finnast í fullorðnum. Ástæðan er sú að þegar barnið vex og líkaminn þroskast renna sum lítil bein saman í eitt stærra og við það fækkar beinunum. Þetta á til dæmis við í úlnliði, ökkla, spjaldbeini og rófubeini (sjá svar sama höfundar við spurningunni Hvað er spjaldbein og til hvers er það?)

Það er hlutverk beinagrindarinnar að vera stoð líkamans og að hreyfa hann með hjálp vöðva. Einnig er það hlutverk hennar að verja viðkvæm líffæri. Til dæmis ver höfuðkúpan heilann og skynfæri í höfði og brjóstkassinn ver hjarta og lungu. Beinvefurinn geymir kalk- og fosfatbirgðir líkamans og beinmergurinn framleiðir blóðfrumur.

Beinagrindinni er skipt í tvo meginhluta, ásgrindina (e. axial skeleton) og jaðargrindina (e. appendicular skeleton). Ásgrindin er gerð úr 80 beinum. Af þeim eru 22 í höfuðkúpunni, 6 í innra eyra og 1 málbein. Til ásgrindar teljast einnig rifbeinin sem eru 24 auk bringubeins, 24 bein hryggjarins og viðbeinin 2. Jaðargrindinni tilheyra 126 bein axla, mjaðmagrindar, og útlima. Þau skiptast þannig að 54 bein eru í höndum, úlnliðum og fingrum, 10 í öxlum og handleggjum, 2 í mjaðmagrind, 52 í ökklum og fótum og 8 í fótleggjum.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

24.11.2006

Spyrjandi

Emil Emilsson, Heiða K. B. Sæbergsdóttir

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvers vegna eru nýfædd börn með fleiri bein en fullorðnir?“ Vísindavefurinn, 24. nóvember 2006, sótt 12. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6402.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2006, 24. nóvember). Hvers vegna eru nýfædd börn með fleiri bein en fullorðnir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6402

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvers vegna eru nýfædd börn með fleiri bein en fullorðnir?“ Vísindavefurinn. 24. nóv. 2006. Vefsíða. 12. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6402>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna eru nýfædd börn með fleiri bein en fullorðnir?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Þegar börn fæðast hafa þau 300 bein í líkamanum en fullorðnir hafa 206 bein. Hvernig stendur á þessu? Hvað verður um hin beinin?

Það er nokkuð á reiki nákvæmlega hve mörg bein eru í líkama okkar við fæðingu og má sjá tölur allt frá 275 upp í 350 í mismunandi heimildum. Nokkuð algengt er þó að þau séu sögð rúmlega 300 en nákvæmari fjöldi ekki tiltekinn. Eitt er víst að beinin í nýfæddu barni eru mun fleiri en þau 206 sem finnast í fullorðnum. Ástæðan er sú að þegar barnið vex og líkaminn þroskast renna sum lítil bein saman í eitt stærra og við það fækkar beinunum. Þetta á til dæmis við í úlnliði, ökkla, spjaldbeini og rófubeini (sjá svar sama höfundar við spurningunni Hvað er spjaldbein og til hvers er það?)

Það er hlutverk beinagrindarinnar að vera stoð líkamans og að hreyfa hann með hjálp vöðva. Einnig er það hlutverk hennar að verja viðkvæm líffæri. Til dæmis ver höfuðkúpan heilann og skynfæri í höfði og brjóstkassinn ver hjarta og lungu. Beinvefurinn geymir kalk- og fosfatbirgðir líkamans og beinmergurinn framleiðir blóðfrumur.

Beinagrindinni er skipt í tvo meginhluta, ásgrindina (e. axial skeleton) og jaðargrindina (e. appendicular skeleton). Ásgrindin er gerð úr 80 beinum. Af þeim eru 22 í höfuðkúpunni, 6 í innra eyra og 1 málbein. Til ásgrindar teljast einnig rifbeinin sem eru 24 auk bringubeins, 24 bein hryggjarins og viðbeinin 2. Jaðargrindinni tilheyra 126 bein axla, mjaðmagrindar, og útlima. Þau skiptast þannig að 54 bein eru í höndum, úlnliðum og fingrum, 10 í öxlum og handleggjum, 2 í mjaðmagrind, 52 í ökklum og fótum og 8 í fótleggjum.

Heimildir og myndir:...