Í mannslíkamanum eru 206 bein. Aðeins 80 bein mynda beinagrindina en hin 126 eru eins konar fylgihlutir.
Stærsta beinið er lærleggurinn í lærinu. Lærleggurinn er einnig lengsta, þyngsta og sterkasta beinið, hann getur þolað allt að 800-1100 kg álag. Í mönnum er lærleggurinn langur og nettur en í mannöpum er hann styttri, sveigðari og þykkari.
Hægt er að fræðast meira um bein mannslíkamans á Vísindavefnum í svari Stefáns B. Sigurðssonar, prófessors í lífeðlisfræði, við spurningunni Hvað heita 3 minnstu beinin í mannslíkamamanum?
Heimildir og mynd:- Um lærlegginn á vefsetri Encyclopædia Britannica
- Russell Kightley Media
Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.