Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Endurnýjast allar frumur líkamans endalaust?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Frumur líkamans endurnýjast ekki endalaust. Það er mjög misjafnt eftir vefjagerðum hversu hröð endurnýjunin er. Beinvefur grær til dæmis hratt eftir brot og vefir húðarinnar og slímhúða endurnýjast hratt, enda verður mikið slit á þeim. Vöðvavefir, taugavefir og sumir blóðvefir endurnýjast hins vegar mjög lítið eftir að þeir eru fullmyndaðir.

Fullorðinsstofnfruma úr beinmerg. Fullorðinsstofnfrumur eru ósérhæfðar frumur sem finnast innan um sérhæfðar frumur í vef eða líffæri og hafa það meginhlutverk að viðhalda og gera við vefina sem þær eru í.

Áður fyrr var talið að vöðva- og taugavefir gætu ekkert endurnýjað sig. Hins vegar hafa rannsóknir leitt í ljós að í þessum vefjagerðum er að finna stofnfrumur sem bendir til þess að endurnýjun geti farið fram í þeim við tilteknar kringumstæður.

Í öllum vefjum hægir á endurnýjun frumna eftir því sem við eldumst. Það kemur meðal annars fram í því að sár og beinbrot gróa seinna hjá eldra fólki. Hrukkur í húð tengjast einnig hægari frumuendurnýjun og það sama er að segja um ýmsa slitsjúkdóma.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: Research Defence Society. Sótt 27. 02. 2008.


Í heild sinni hljóðaðið spurningin svona:
Endurnýjast allar frumur líkamans endalaust, það er alveg þangað til að við deyjum? Eða eru einhverjar sem hætta að endurnýjast eftir einhvern ákveðinn tíma?

Höfundur

Útgáfudagur

19.3.2008

Síðast uppfært

26.6.2018

Spyrjandi

Viktoría Ómarsdóttir, f. 1991

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Endurnýjast allar frumur líkamans endalaust?“ Vísindavefurinn, 19. mars 2008, sótt 19. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7250.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2008, 19. mars). Endurnýjast allar frumur líkamans endalaust? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7250

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Endurnýjast allar frumur líkamans endalaust?“ Vísindavefurinn. 19. mar. 2008. Vefsíða. 19. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7250>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Endurnýjast allar frumur líkamans endalaust?
Frumur líkamans endurnýjast ekki endalaust. Það er mjög misjafnt eftir vefjagerðum hversu hröð endurnýjunin er. Beinvefur grær til dæmis hratt eftir brot og vefir húðarinnar og slímhúða endurnýjast hratt, enda verður mikið slit á þeim. Vöðvavefir, taugavefir og sumir blóðvefir endurnýjast hins vegar mjög lítið eftir að þeir eru fullmyndaðir.

Fullorðinsstofnfruma úr beinmerg. Fullorðinsstofnfrumur eru ósérhæfðar frumur sem finnast innan um sérhæfðar frumur í vef eða líffæri og hafa það meginhlutverk að viðhalda og gera við vefina sem þær eru í.

Áður fyrr var talið að vöðva- og taugavefir gætu ekkert endurnýjað sig. Hins vegar hafa rannsóknir leitt í ljós að í þessum vefjagerðum er að finna stofnfrumur sem bendir til þess að endurnýjun geti farið fram í þeim við tilteknar kringumstæður.

Í öllum vefjum hægir á endurnýjun frumna eftir því sem við eldumst. Það kemur meðal annars fram í því að sár og beinbrot gróa seinna hjá eldra fólki. Hrukkur í húð tengjast einnig hægari frumuendurnýjun og það sama er að segja um ýmsa slitsjúkdóma.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: Research Defence Society. Sótt 27. 02. 2008.


Í heild sinni hljóðaðið spurningin svona:
Endurnýjast allar frumur líkamans endalaust, það er alveg þangað til að við deyjum? Eða eru einhverjar sem hætta að endurnýjast eftir einhvern ákveðinn tíma?
...