Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er innan í beinum einstaklings?

JGÞ

Beinin í okkur eru klædd seigri bandvefshimnu sem nefnist beinhimna. Þar fyrir innan er svonefnt þéttbein og í flestum beinum er einnig frauðbein sem er svampkennt.

Í holrúmi beinanna er síðan svonefndur beinmergur. Rauður beinmergur eða blóðmergur myndar blóðkorn og hann er í öllum beinum á fósturskeiði. Hjá fullorðnum finnst hann aðeins í höfuðkúpunni, í rifbeinum og í löngum beinum. Í öðrum beinum fullorðinna er gulur beinmergur. Hann er mestmegnis fita og kallast einnig fitumergur.

Í fróðlegu svari Magnúsar Jóhannssonar við spurningunni Hvað orsakar beinþynningu? kemur þetta fram um uppbyggingu beinanna:
Beinin eru mynduð úr flóknum saltkristöllum af kalsíum (kalsíni, kalki) sem raða sér upp í misþykka þræði og mynda eins konar net. Þetta net er mjög þétt og þannig uppbyggt að það gefi beininu sem mestan styrk. Til þess að það gerist á eðlilegan hátt þarf hæfilega áreynslu. Beinin eru stöðugt að eyðast og myndast; í beinunum eru beineyðandi frumur (osteoklastar) og beinmyndandi frumur (osteoblastar) sem sinna hlutverki sínu alla ævi. Stóran hluta ævinnar er þessi starfsemi, og þar með beinmassinn, í jafnvægi þannig að beineyðing og beinmyndun gerast með sama hraða. Eftir 30-35 ára aldur fara beineyðandi frumurnar að hafa heldur betur og beinmassinn fer hægt minnkandi. Vegna hormónabreytinganna við 45-60 ára aldur eykst hraði beineyðingar verulega hjá sumum einstaklingum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild og mynd:
  • Íslenska alfræðiorðabókin. Reykjavík: Örn og Örlygur, 1990.
  • Nasa


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

12.3.2008

Spyrjandi

Steinar Þorsteinsson, f. 1993

Tilvísun

JGÞ. „Hvað er innan í beinum einstaklings?“ Vísindavefurinn, 12. mars 2008, sótt 19. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7228.

JGÞ. (2008, 12. mars). Hvað er innan í beinum einstaklings? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7228

JGÞ. „Hvað er innan í beinum einstaklings?“ Vísindavefurinn. 12. mar. 2008. Vefsíða. 19. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7228>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er innan í beinum einstaklings?
Beinin í okkur eru klædd seigri bandvefshimnu sem nefnist beinhimna. Þar fyrir innan er svonefnt þéttbein og í flestum beinum er einnig frauðbein sem er svampkennt.

Í holrúmi beinanna er síðan svonefndur beinmergur. Rauður beinmergur eða blóðmergur myndar blóðkorn og hann er í öllum beinum á fósturskeiði. Hjá fullorðnum finnst hann aðeins í höfuðkúpunni, í rifbeinum og í löngum beinum. Í öðrum beinum fullorðinna er gulur beinmergur. Hann er mestmegnis fita og kallast einnig fitumergur.

Í fróðlegu svari Magnúsar Jóhannssonar við spurningunni Hvað orsakar beinþynningu? kemur þetta fram um uppbyggingu beinanna:
Beinin eru mynduð úr flóknum saltkristöllum af kalsíum (kalsíni, kalki) sem raða sér upp í misþykka þræði og mynda eins konar net. Þetta net er mjög þétt og þannig uppbyggt að það gefi beininu sem mestan styrk. Til þess að það gerist á eðlilegan hátt þarf hæfilega áreynslu. Beinin eru stöðugt að eyðast og myndast; í beinunum eru beineyðandi frumur (osteoklastar) og beinmyndandi frumur (osteoblastar) sem sinna hlutverki sínu alla ævi. Stóran hluta ævinnar er þessi starfsemi, og þar með beinmassinn, í jafnvægi þannig að beineyðing og beinmyndun gerast með sama hraða. Eftir 30-35 ára aldur fara beineyðandi frumurnar að hafa heldur betur og beinmassinn fer hægt minnkandi. Vegna hormónabreytinganna við 45-60 ára aldur eykst hraði beineyðingar verulega hjá sumum einstaklingum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild og mynd:
  • Íslenska alfræðiorðabókin. Reykjavík: Örn og Örlygur, 1990.
  • Nasa


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....