Sólin Sólin Rís 08:01 • sest 18:27 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:43 • Síðdegis: 22:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:23 • Síðdegis: 16:13 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:01 • sest 18:27 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:43 • Síðdegis: 22:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:23 • Síðdegis: 16:13 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er mikið C-vítamín í papriku?

Tómas Ari Gíslason og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Paprika er mjög góður C-vítamíngjafi. Í hverjum 100 g af grænni papriku eru um 100 mg af C-vítamíni og 145 mg í sama magni af rauðri papriku. Ráðlagður dagskammtur af C-vítamíni fyrir fullorðna er 75 mg en 30-50 mg fyrir börn á aldrinum 2-13 ára, því meira sem börnin eru eldri.

Aðrir góðir C-vítamíngjafar eru hvers konar kál, svo sem grænkál, spergilkál, hvítkál, blómkál og rósakál. Kíví og allir sítrusávextir eru líka mjög góðir C-vítamíngjafar.



Paprika er mjög auðug af C-vítamíni.

C-vítamín gegnir hlutverki sem andoxunarefni og er hjálparhvati í ýmsum efnahvörfum í líkamanum, meðal annars við myndun kollagens í bandvef. Auk þess eykur það nýtingu járns úr fæðunni sé þessara efna neytt samtímis. Vægur skortur af C-vítamíni kemur fram sem þreyta, minni mótstaða gegn sýkingum og blóðleysi vegna þess að upptaka á járni er léleg. Skortur á C-vítamíni veldur líka skyrbjúg en það er alvarlegur sjúkdómur og jafnvel lífshættulegur. Honum fylgir til dæmis blæðing í húð, vöðvum og innri líffærum vegna röskunar á myndun kollagens í bandvef.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir nemanda á námskeiði sem haldið var í júnímánuði 2007 á vegum Háskólaseturs Vestfjarða fyrir ungmenni á aldrinum 12-16 ára.

Höfundar

nemandi í Grunnskólanum á Ísafirði

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

15.6.2007

Spyrjandi

Helga Ragnarsdóttir

Tilvísun

Tómas Ari Gíslason og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Er mikið C-vítamín í papriku?“ Vísindavefurinn, 15. júní 2007, sótt 9. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6688.

Tómas Ari Gíslason og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2007, 15. júní). Er mikið C-vítamín í papriku? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6688

Tómas Ari Gíslason og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Er mikið C-vítamín í papriku?“ Vísindavefurinn. 15. jún. 2007. Vefsíða. 9. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6688>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er mikið C-vítamín í papriku?
Paprika er mjög góður C-vítamíngjafi. Í hverjum 100 g af grænni papriku eru um 100 mg af C-vítamíni og 145 mg í sama magni af rauðri papriku. Ráðlagður dagskammtur af C-vítamíni fyrir fullorðna er 75 mg en 30-50 mg fyrir börn á aldrinum 2-13 ára, því meira sem börnin eru eldri.

Aðrir góðir C-vítamíngjafar eru hvers konar kál, svo sem grænkál, spergilkál, hvítkál, blómkál og rósakál. Kíví og allir sítrusávextir eru líka mjög góðir C-vítamíngjafar.



Paprika er mjög auðug af C-vítamíni.

C-vítamín gegnir hlutverki sem andoxunarefni og er hjálparhvati í ýmsum efnahvörfum í líkamanum, meðal annars við myndun kollagens í bandvef. Auk þess eykur það nýtingu járns úr fæðunni sé þessara efna neytt samtímis. Vægur skortur af C-vítamíni kemur fram sem þreyta, minni mótstaða gegn sýkingum og blóðleysi vegna þess að upptaka á járni er léleg. Skortur á C-vítamíni veldur líka skyrbjúg en það er alvarlegur sjúkdómur og jafnvel lífshættulegur. Honum fylgir til dæmis blæðing í húð, vöðvum og innri líffærum vegna röskunar á myndun kollagens í bandvef.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir nemanda á námskeiði sem haldið var í júnímánuði 2007 á vegum Háskólaseturs Vestfjarða fyrir ungmenni á aldrinum 12-16 ára....