
Með náttúrulyfjum þarf að fylgja ítarleg samantekt á eiginleikum lyfsins og fylgiseðill sem hefur að geyma allar helstu upplýsingar fyrir neytandann um náttúrulyfið líkt og gildir um lyf. Það er heimilt að merkja og auglýsa ábendingar á náttúrulyfjum en ekki náttúruvörum. Með því að smella hér má skoða reglugerð um markaðsleyfi náttúrulyfja sem tók gildi þann 1. janúar 1998. Listi yfir þau náttúrulyf sem hafa markaðsleyfi hér á landi er að finna á vef Lyfjastofnunar. Loks má benda á að á vef Lyfju er pistill eftir Ólöfu Þórhallsdóttur lyfjafræðing um aukaverkanir og milliverkanir náttúrulyfja, náttúruvara og fæðubótarefna. Á Vísindavefnum eru nokkur svör sem fjalla um jurtir sem notaðar hafa verið í lækningaskyni í gegnum tíðina, til dæmis:
- Hefur verið sannað að náttúrulyf eins og til dæmis fjallagrös virki? eftir Sesselju Ómarsdóttur og Margréti Bessadóttur
- Hefur verið sannað að náttúrulyf eins og til dæmis sólhattur virki? eftir Sesselju Ómarsdóttur og Margréti Bessadóttur
- Hefur verið sannað að náttúrulyf eins og til dæmis lýsi virki? eftir Sesselju Ómarsdóttur og Margréti Bessadóttur
- Hefur verið sannað að náttúrulyf eins og til dæmis birkiaska virki? eftir Sesselju Ómarsdóttur og Margréti Bessadóttur
- Er ætihvönn góð sem grasalyf og ef svo er, hvernig er hún þá matreidd? eftir Sigmund Guðbjarnason
- Hvernig planta er vallhumall (Achillea millefolium) og hvernig hefur hún verið notuð? eftir Sigmund Guðbjarnason
- Hvernig var skessujurt notuð til lækninga? eftir Jón Má Halldórsson
- Hvaða jurtir voru notaðar til galdraverka og lækninga? eftir Símon Jón Jóhannsson