Sólin Sólin Rís 03:45 • sest 23:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:29 • Sest 23:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 14:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:54 • Síðdegis: 20:49 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:45 • sest 23:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:29 • Sest 23:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 14:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:54 • Síðdegis: 20:49 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hefur verið sannað að náttúrulyf eins og til dæmis birkiaska virki?

Sesselja Ómarsdóttir og Margrét Bessadóttir

Birkiaska er náttúruvara, það er að segja hún flokkast sem fæðubótarefni og hefur ekki markaðsleyfi sem náttúrulyf hér á landi. Fjallað eru um náttúrlyf og náttúrvörur í svari sömu höfunda við spurningunni Hver er munurinn á náttúrulyfjum og náttúruvörum? Náttúruvörur eru seldar án þess að kröfur séu gerðar til gæðaeftirlits, vissulega eru framleiðendur ábyrgir en neytandinn tekur ábyrgð á notkuninni.

Birkiaska er unnin úr birkitrjám frá Finnlandi en ekki eru heimildir um það hvaða plöntuhluti er notaður til að vinna þessa náttúruvöru. Innihaldsefnið í birkiösku er sennilega aska af brenndum finnskum birkigreinum og mögulega er um basíska steinefnablöndu að ræða. Birkiaska hefur verið notuð við hinum ýmsu sjúkdómum og kvillum og má þar nefna krabbamein. Það hefur þó ekki verið sýnt fram á verkun hennar á menn með vísindalegum hætti. Það virðist því sem notkun birkiösku sé byggð á frásögnum og reynslusögum en ekki vísindalegum grunni.

Ekki hefur verið sýnt fram á með vísindalegum rannsóknum að aska af birki virki gegn sjúkdómum.

Við notkun náttúruvara þarf að hafa í huga aukaverkanir og milliverkanir við önnur lyf eða náttúruvörur. Árið 2001 var gerð könnun á meðal lækna hér á landi og athugað hvort að þeir hefðu orðið varir við einhverjar auka- og/eða milliverkanir af notkun náttúrulyfja, náttúruvara eða fæðubótarefna. Læknar greindu frá fjórum tilfellum aukaverkana sem taldar voru vera vegna inntöku á birkiösku. Þar var auk þess greint frá því að birkiaska hafi mögulega milliverkað við morfín (Contalgin®) og kom viðkomandi læknir með þá tilgátu að birkiaskan hefði svokölluð lyfjakolaáhrif, það er að hún sogi lyfið til sín í meltingarveginum og minnki þannig aðgengi þess. Hins vegar hafa ekki verið gerðar rannsóknir til að staðfesta þetta.

Á vef Lyfju er pistill eftir Ólöfu Þórhallsdóttur lyfjafræðing um aukaverkanir og milliverkanir náttúrulyfja, náttúruvara og fæðubótarefna sem vert er að benda á.

Á Vísindavefnum eru nokkur svör sem fjalla um jurtir sem notaðar hafa verið í lækningaskyni, til dæmis:

Mynd: Pixabay. Sótt 26. 6. 2018.

Höfundar

lektor í lyfja- og efnafræði náttúruefna við HÍ

doktorsnemi í lyfjafræði

Útgáfudagur

27.2.2008

Síðast uppfært

26.6.2018

Spyrjandi

Andri Elvar Guðmundsson
Jóhanna Óladóttir

Tilvísun

Sesselja Ómarsdóttir og Margrét Bessadóttir. „Hefur verið sannað að náttúrulyf eins og til dæmis birkiaska virki?“ Vísindavefurinn, 27. febrúar 2008, sótt 16. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7105.

Sesselja Ómarsdóttir og Margrét Bessadóttir. (2008, 27. febrúar). Hefur verið sannað að náttúrulyf eins og til dæmis birkiaska virki? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7105

Sesselja Ómarsdóttir og Margrét Bessadóttir. „Hefur verið sannað að náttúrulyf eins og til dæmis birkiaska virki?“ Vísindavefurinn. 27. feb. 2008. Vefsíða. 16. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7105>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hefur verið sannað að náttúrulyf eins og til dæmis birkiaska virki?
Birkiaska er náttúruvara, það er að segja hún flokkast sem fæðubótarefni og hefur ekki markaðsleyfi sem náttúrulyf hér á landi. Fjallað eru um náttúrlyf og náttúrvörur í svari sömu höfunda við spurningunni Hver er munurinn á náttúrulyfjum og náttúruvörum? Náttúruvörur eru seldar án þess að kröfur séu gerðar til gæðaeftirlits, vissulega eru framleiðendur ábyrgir en neytandinn tekur ábyrgð á notkuninni.

Birkiaska er unnin úr birkitrjám frá Finnlandi en ekki eru heimildir um það hvaða plöntuhluti er notaður til að vinna þessa náttúruvöru. Innihaldsefnið í birkiösku er sennilega aska af brenndum finnskum birkigreinum og mögulega er um basíska steinefnablöndu að ræða. Birkiaska hefur verið notuð við hinum ýmsu sjúkdómum og kvillum og má þar nefna krabbamein. Það hefur þó ekki verið sýnt fram á verkun hennar á menn með vísindalegum hætti. Það virðist því sem notkun birkiösku sé byggð á frásögnum og reynslusögum en ekki vísindalegum grunni.

Ekki hefur verið sýnt fram á með vísindalegum rannsóknum að aska af birki virki gegn sjúkdómum.

Við notkun náttúruvara þarf að hafa í huga aukaverkanir og milliverkanir við önnur lyf eða náttúruvörur. Árið 2001 var gerð könnun á meðal lækna hér á landi og athugað hvort að þeir hefðu orðið varir við einhverjar auka- og/eða milliverkanir af notkun náttúrulyfja, náttúruvara eða fæðubótarefna. Læknar greindu frá fjórum tilfellum aukaverkana sem taldar voru vera vegna inntöku á birkiösku. Þar var auk þess greint frá því að birkiaska hafi mögulega milliverkað við morfín (Contalgin®) og kom viðkomandi læknir með þá tilgátu að birkiaskan hefði svokölluð lyfjakolaáhrif, það er að hún sogi lyfið til sín í meltingarveginum og minnki þannig aðgengi þess. Hins vegar hafa ekki verið gerðar rannsóknir til að staðfesta þetta.

Á vef Lyfju er pistill eftir Ólöfu Þórhallsdóttur lyfjafræðing um aukaverkanir og milliverkanir náttúrulyfja, náttúruvara og fæðubótarefna sem vert er að benda á.

Á Vísindavefnum eru nokkur svör sem fjalla um jurtir sem notaðar hafa verið í lækningaskyni, til dæmis:

Mynd: Pixabay. Sótt 26. 6. 2018.

...