Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hefur verið sannað að náttúrulyf eins og til dæmis lýsi virki?

Sesselja Ómarsdóttir og Margrét Bessadóttir

Lýsi hefur verið notað til manneldis í aldaraðir. Það inniheldur mikilvæg efni eins og A- og D-vítamín en einnig ómega-3 fitusýrur og eru fitusýrurnar dókósahexaenóínsýra (DHA) og eikósapentaenóínsýra (EPA) áhugaverðastar. Ómega-3 fjölómettaðar fitusýrur eru mikilvægar í uppbyggingu frumuhimna og eru hvarfefni fyrir efni sem kallast eikósanóíðar. Eikósanóíðar eru mikilvæg efni sem hafa áhrif á ýmsa ferla í líkamanum svo sem í sambandi við viðnám æða, gróningu sára og bólguviðbrögð.

Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar ómega-3 fitusýrunum EPA og DHA, í tilraunaglösum, á tilraunadýrum og á mönnum, og hefur spjótunum einkum verið beint að hjarta- og æðasjúkdómum en einnig hafa áhrif þeirra á fjölmarga aðra kvilla og sjúkdóma verið könnuð. Rannsóknir á mönnum hafa sýnt að ómega-3 fitusýrur geta lækkað blóðfitur, einkum þríglýseríð, og að stórir skammtar geti hugsanlega lækkað blóðþrýsting lítillega. Einnig hafa rannsóknir sýnt að inntaka geti lengt lifunartíma hjá sjúklingum sem fengið hafa hjartadrep. Til að mynda er eitt lyf sem heitir Omacor® sem inniheldur ómega-3 fitusýruafleiður. Það er skráð í nokkrum Evrópulöndum og notað við aukinni þéttni þríglýseríða í blóði og eftir brátt hjartadrep.

Íslendingar hafa tröllatrú á lýsi og margir telja það flestra meina.

Einnig eru nokkrar vel hannaðar rannsóknir á mönnum sem sýna að inntaka ómega-3 fitusýra dragi marktækt úr tíðni bólginna og aumra liða og morgunstirðleika hjá sjúklingum með gigt. Þar að auki hafa verið gerðar ýmsar rannsóknir sem miða að því að kanna áhrif ómega-3 fitusýra á astma og langvinna teppusjúkdóma í lungum, gegn tíðaverkjum, IgA nýrnameini, kalsíumnýrnasteinum og á taugaþroska, geðhvarfasýki og ýmislegt fleira. Niðurstöður margra þessara rannsókna lofa góðu en þörf er á fleiri rannsóknum til að hægt sé að draga frekari ályktanir.

Almennt þolir fólk lýsi vel og aukaverkanir eru fáar og vægar. Það verður þó að hafa í huga að lýsi getur aukið áhrif blóðþynnandi meðferðar og þeir sem eru ónæmisbældir og sykursjúkir ættu að nota það í samráði lækni. Einnig þarf að hafa í huga að komið geta fram eiturverkanir vegna of mikillar inntöku A- og D-vítamíns þannig að ef nota á ómega-3 fitusýrur í stórum skömmtum er betra að taka inn vörur sem eru án þessara vítamína.

Rétt eins og birkiaska, sólhattur og fjallagrös, sem fjallað hefur verið um í öðrum svörum, er lýsi náttúruvara, það er að segja það flokkast sem fæðubótarefni og hefur ekki markaðsleyfi sem náttúrulyf hér á landi. Fjallað eru um náttúrlyf og náttúrvörur í svari sömu höfunda við spurningunni Hver er munurinn á náttúrulyfjum og náttúruvörum? Náttúruvörur eru seldar án þess að kröfur séu gerðar til gæðaeftirlits og vissulega eru framleiðendur ábyrgir en neytandinn tekur ábyrgð á notkuninni.

Mynd: Lýsi. Sótt 26. 6. 2008.

Höfundar

lektor í lyfja- og efnafræði náttúruefna við HÍ

doktorsnemi í lyfjafræði

Útgáfudagur

14.3.2008

Spyrjandi

Andri Elvar Guðmundsson

Tilvísun

Sesselja Ómarsdóttir og Margrét Bessadóttir. „Hefur verið sannað að náttúrulyf eins og til dæmis lýsi virki?“ Vísindavefurinn, 14. mars 2008. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7238.

Sesselja Ómarsdóttir og Margrét Bessadóttir. (2008, 14. mars). Hefur verið sannað að náttúrulyf eins og til dæmis lýsi virki? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7238

Sesselja Ómarsdóttir og Margrét Bessadóttir. „Hefur verið sannað að náttúrulyf eins og til dæmis lýsi virki?“ Vísindavefurinn. 14. mar. 2008. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7238>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hefur verið sannað að náttúrulyf eins og til dæmis lýsi virki?
Lýsi hefur verið notað til manneldis í aldaraðir. Það inniheldur mikilvæg efni eins og A- og D-vítamín en einnig ómega-3 fitusýrur og eru fitusýrurnar dókósahexaenóínsýra (DHA) og eikósapentaenóínsýra (EPA) áhugaverðastar. Ómega-3 fjölómettaðar fitusýrur eru mikilvægar í uppbyggingu frumuhimna og eru hvarfefni fyrir efni sem kallast eikósanóíðar. Eikósanóíðar eru mikilvæg efni sem hafa áhrif á ýmsa ferla í líkamanum svo sem í sambandi við viðnám æða, gróningu sára og bólguviðbrögð.

Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar ómega-3 fitusýrunum EPA og DHA, í tilraunaglösum, á tilraunadýrum og á mönnum, og hefur spjótunum einkum verið beint að hjarta- og æðasjúkdómum en einnig hafa áhrif þeirra á fjölmarga aðra kvilla og sjúkdóma verið könnuð. Rannsóknir á mönnum hafa sýnt að ómega-3 fitusýrur geta lækkað blóðfitur, einkum þríglýseríð, og að stórir skammtar geti hugsanlega lækkað blóðþrýsting lítillega. Einnig hafa rannsóknir sýnt að inntaka geti lengt lifunartíma hjá sjúklingum sem fengið hafa hjartadrep. Til að mynda er eitt lyf sem heitir Omacor® sem inniheldur ómega-3 fitusýruafleiður. Það er skráð í nokkrum Evrópulöndum og notað við aukinni þéttni þríglýseríða í blóði og eftir brátt hjartadrep.

Íslendingar hafa tröllatrú á lýsi og margir telja það flestra meina.

Einnig eru nokkrar vel hannaðar rannsóknir á mönnum sem sýna að inntaka ómega-3 fitusýra dragi marktækt úr tíðni bólginna og aumra liða og morgunstirðleika hjá sjúklingum með gigt. Þar að auki hafa verið gerðar ýmsar rannsóknir sem miða að því að kanna áhrif ómega-3 fitusýra á astma og langvinna teppusjúkdóma í lungum, gegn tíðaverkjum, IgA nýrnameini, kalsíumnýrnasteinum og á taugaþroska, geðhvarfasýki og ýmislegt fleira. Niðurstöður margra þessara rannsókna lofa góðu en þörf er á fleiri rannsóknum til að hægt sé að draga frekari ályktanir.

Almennt þolir fólk lýsi vel og aukaverkanir eru fáar og vægar. Það verður þó að hafa í huga að lýsi getur aukið áhrif blóðþynnandi meðferðar og þeir sem eru ónæmisbældir og sykursjúkir ættu að nota það í samráði lækni. Einnig þarf að hafa í huga að komið geta fram eiturverkanir vegna of mikillar inntöku A- og D-vítamíns þannig að ef nota á ómega-3 fitusýrur í stórum skömmtum er betra að taka inn vörur sem eru án þessara vítamína.

Rétt eins og birkiaska, sólhattur og fjallagrös, sem fjallað hefur verið um í öðrum svörum, er lýsi náttúruvara, það er að segja það flokkast sem fæðubótarefni og hefur ekki markaðsleyfi sem náttúrulyf hér á landi. Fjallað eru um náttúrlyf og náttúrvörur í svari sömu höfunda við spurningunni Hver er munurinn á náttúrulyfjum og náttúruvörum? Náttúruvörur eru seldar án þess að kröfur séu gerðar til gæðaeftirlits og vissulega eru framleiðendur ábyrgir en neytandinn tekur ábyrgð á notkuninni.

Mynd: Lýsi. Sótt 26. 6. 2008....