Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er gigt?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Hvað eiga allir gigtsjúkdómar sameiginlegt sem réttlætir að orðið gigt sé notað yfir þá alla? Það er að segja, hvað er gigt?

Á heimasíðu Gigtarfélags Íslands er að finna eftirfarandi skilgreiningu á gigt:
Samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðismála-stofnunarinnar (WHO) vísar heitið Rheumatic diseases til sjúkdóma í bandvef og svo sársaukafullra kvilla í stoðkerfi líkamans. Á íslensku máli er gigt samheiti yfir slíka sjúkdóma. Hinir sérstöku gigtsjúkdómar teljast hátt á annað hundrað.
Jafnframt eru þar taldir upp helstu flokkar gigtsjúkdóma og eru þeir:
 • Bólgusjúkdómar
  • Iktsýki
  • Rauðir úlfar og skyldir sjúkdómar
  • Fjölvöðvabólga - húðvöðvabólga
  • Herslismein
  • Fjölvöðvagigt
  • Æðabólgur
  • Hrygggikt
  • Reiterssjúkdómur (fylgigigt)
  • Psoriasis liðagigt
  • Barnaliðagigt

 • Liðbólgur tengdar sýkingum
 • Kristallasjúkdómar, til dæmis þvagsýrugigt
 • Slitgigt
 • Vöðva- og vefjagigt - festumein og skyldir sjúkdómar
 • Beinþynning
Á Vísindavefnum eru nú þegar allnokkur svör um gigtsjúkdóma sem nálgast má með því að smella á efnisorð hér fyrir neðan. Einnig er áhugasömum lesendum bent á að kynna sér efni á vef Gigtarfélagsins þar sem fjallað er nokkuð ítarlega um ýmsa gigtarsjúkdóma. Sömuleiðis má finna umfjöllun um gigtsjúkdóma á Gigtarvefnum og á Doktor.is.

Útgáfudagur

13.9.2005

Spyrjandi

Baldur Sigurðsson

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Tilvísun

EDS. „Hvað er gigt?“ Vísindavefurinn, 13. september 2005. Sótt 22. september 2017. http://visindavefur.is/svar.php?id=5262.

EDS. (2005, 13. september). Hvað er gigt? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5262

EDS. „Hvað er gigt?“ Vísindavefurinn. 13. sep. 2005. Vefsíða. 22. sep. 2017. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5262>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Kóran

Múslímar telja að Kóraninn hafi vitrast Múhameð spámanni smám saman á um 20 ára tímabili, frá 609 til 632 að vestrænu tímatali. Helstu fyrirmæli Kóransins eru sameiginleg öllum múslímum, vitnisburðurinn um að aðeins sé til einn guð og Múhameð sé spámaður hans, bænahald fimm sinnum á dag, fastan í Ramadan-mánuðinum, ölmusugjafir, og loks pílagrímsförin til Mekka.