Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hefur verið sannað að náttúrulyf eins og til dæmis sólhattur virki?

Sesselja Ómarsdóttir og Margrét Bessadóttir

Sólhattur er náttúruvara, það er að segja hann flokkast sem fæðubótarefni og hefur ekki markaðsleyfi sem náttúrulyf hér á landi. Fjallað eru um náttúrlyf og náttúrvörur í svari sömu höfunda við spurningunni Hver er munurinn á náttúrulyfjum og náttúruvörum? Náttúruvörur eru seldar án þess að kröfur séu gerðar til gæðaeftirlits, vissulega eru framleiðendur ábyrgir en neytandinn tekur ábyrgð á notkuninni.

Sólhattur (Echinacea) hefur lengi verið notaður í lækningaskyni við hinum ýmsu kvillum, aðallega sýkingum, en einnig sem móteitur gegn snákabitum og blóðeitrunum. Sólhattur er unnin úr þremur tegundir plantna, roðasólhatti (Echinacea angustifolia), purpurasólhatti (Echinacea purpurea) og fölvasólhatti (Echinacea pallida), en styrkur innihaldsefna er mismunandi eftir tegundum. Því er mikilvægt að hafa í huga að munur getur verið á virkni og öryggi vara sem eru á markaði eftir því úr hvaða tegund varan er unnin. Sólhattur er unnin úr jarðstöngli (rhizome) plantnanna, rótunum og einnig úr fræjum þeirra.



Roðasólhattur (Echinacea angustifolia). Um hann segir í grein á vef Lyfju "... [hann] er af körfublómaætt og vex villtur í miðvesturhluta Bandaríkjanna. Jurtin er með þykk, mjóslegin blöð og ber stakt blóm sem þekkist á fjólubláum tungukrónum sem ganga líkt og geislar út frá keilulöguðum hvirfli. Svartur jarðstöngull plöntunnar er nýttur til lækninga."

Á síðari árum hefur athyglin einna helst beinst að örvandi áhrifum sólhatts á ónæmiskerfið þá sérstaklega til að meðhöndla eða koma í veg fyrir kvef, inflúensu og aðrar sýkingar í öndunarfærum. Rannsóknir úr tilraunaglösum og á dýrum gefa til kynna að sólhattur hafi ónæmisörvandi áhrif. Klínískar rannsóknir hafa sýnt misvísandi niðurstöður. Nokkrar hafa sýnt fram á virkni sólhatts gegn sýkingum í efri öndunarfærum en aðrar hafa sýnt fram á að sólhattur hafi hvorki fyrirbyggjandi áhrif né virki gegn sýkingum í efri öndunarfærum.

Hafa ber í huga að ekki er hægt að staðfesta virknina vegna þess að rannsóknir voru gerðar á mismunandi sjúklingahópum og styrkur, skammtur og vörutegundir af sólhatti voru mismunandi. Því er erfitt að mæla með einhverri sérstakri vörutegund af sólhatti, hver skammturinn á að vera og hve lengi á að taka sólhattinn. Þörf er á góðum klínískum rannsóknum til hægt sé að staðfesta þessa virkni sólhatts.

Fólk virðist þola sólhatt vel en þörf er á frekari rannsóknum til kanna öryggi mismunandi sólhatta, einkum vegna mögulegra ofnæmisviðbragða og öryggi notkunar hjá ákveðnum sjúklingahópum. Eins og með aðrar náttúruvörur og náttúrulyf þarf að hafa í huga milliverkanir sólhatts við önnur lyf.

Á Vísindavefnum eru nokkur svör sem fjalla um jurtir sem notaðar hafa verið í lækningaskyni, til dæmis:

Mynd: Echinacea angustifolia á Wikipedia. Sótt 19. 02. 2008.

Höfundar

lektor í lyfja- og efnafræði náttúruefna við HÍ

doktorsnemi í lyfjafræði

Útgáfudagur

21.2.2008

Spyrjandi

Andri Elvar Guðmundsson, Arnar Már Ármannsson

Tilvísun

Sesselja Ómarsdóttir og Margrét Bessadóttir. „Hefur verið sannað að náttúrulyf eins og til dæmis sólhattur virki?“ Vísindavefurinn, 21. febrúar 2008. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7081.

Sesselja Ómarsdóttir og Margrét Bessadóttir. (2008, 21. febrúar). Hefur verið sannað að náttúrulyf eins og til dæmis sólhattur virki? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7081

Sesselja Ómarsdóttir og Margrét Bessadóttir. „Hefur verið sannað að náttúrulyf eins og til dæmis sólhattur virki?“ Vísindavefurinn. 21. feb. 2008. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7081>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hefur verið sannað að náttúrulyf eins og til dæmis sólhattur virki?
Sólhattur er náttúruvara, það er að segja hann flokkast sem fæðubótarefni og hefur ekki markaðsleyfi sem náttúrulyf hér á landi. Fjallað eru um náttúrlyf og náttúrvörur í svari sömu höfunda við spurningunni Hver er munurinn á náttúrulyfjum og náttúruvörum? Náttúruvörur eru seldar án þess að kröfur séu gerðar til gæðaeftirlits, vissulega eru framleiðendur ábyrgir en neytandinn tekur ábyrgð á notkuninni.

Sólhattur (Echinacea) hefur lengi verið notaður í lækningaskyni við hinum ýmsu kvillum, aðallega sýkingum, en einnig sem móteitur gegn snákabitum og blóðeitrunum. Sólhattur er unnin úr þremur tegundir plantna, roðasólhatti (Echinacea angustifolia), purpurasólhatti (Echinacea purpurea) og fölvasólhatti (Echinacea pallida), en styrkur innihaldsefna er mismunandi eftir tegundum. Því er mikilvægt að hafa í huga að munur getur verið á virkni og öryggi vara sem eru á markaði eftir því úr hvaða tegund varan er unnin. Sólhattur er unnin úr jarðstöngli (rhizome) plantnanna, rótunum og einnig úr fræjum þeirra.



Roðasólhattur (Echinacea angustifolia). Um hann segir í grein á vef Lyfju "... [hann] er af körfublómaætt og vex villtur í miðvesturhluta Bandaríkjanna. Jurtin er með þykk, mjóslegin blöð og ber stakt blóm sem þekkist á fjólubláum tungukrónum sem ganga líkt og geislar út frá keilulöguðum hvirfli. Svartur jarðstöngull plöntunnar er nýttur til lækninga."

Á síðari árum hefur athyglin einna helst beinst að örvandi áhrifum sólhatts á ónæmiskerfið þá sérstaklega til að meðhöndla eða koma í veg fyrir kvef, inflúensu og aðrar sýkingar í öndunarfærum. Rannsóknir úr tilraunaglösum og á dýrum gefa til kynna að sólhattur hafi ónæmisörvandi áhrif. Klínískar rannsóknir hafa sýnt misvísandi niðurstöður. Nokkrar hafa sýnt fram á virkni sólhatts gegn sýkingum í efri öndunarfærum en aðrar hafa sýnt fram á að sólhattur hafi hvorki fyrirbyggjandi áhrif né virki gegn sýkingum í efri öndunarfærum.

Hafa ber í huga að ekki er hægt að staðfesta virknina vegna þess að rannsóknir voru gerðar á mismunandi sjúklingahópum og styrkur, skammtur og vörutegundir af sólhatti voru mismunandi. Því er erfitt að mæla með einhverri sérstakri vörutegund af sólhatti, hver skammturinn á að vera og hve lengi á að taka sólhattinn. Þörf er á góðum klínískum rannsóknum til hægt sé að staðfesta þessa virkni sólhatts.

Fólk virðist þola sólhatt vel en þörf er á frekari rannsóknum til kanna öryggi mismunandi sólhatta, einkum vegna mögulegra ofnæmisviðbragða og öryggi notkunar hjá ákveðnum sjúklingahópum. Eins og með aðrar náttúruvörur og náttúrulyf þarf að hafa í huga milliverkanir sólhatts við önnur lyf.

Á Vísindavefnum eru nokkur svör sem fjalla um jurtir sem notaðar hafa verið í lækningaskyni, til dæmis:

Mynd: Echinacea angustifolia á Wikipedia. Sótt 19. 02. 2008....