Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða lækningagildi hefur lúpínan?

Hér er einnig svar við spurningunni:
Er lúpínuseyði gott til verndar ónæmiskerfinu og hefur það verið rannsakað vísindalega?

Maður að nafni Ævar Jóhannesson hefur framleitt lúpínuseyði frá árinu 1988 og gefið þeim sem þiggja vilja. Hefur það verið notað af fjölmörgum einstaklingum sem hafa glímt við ýmsa kvilla eða alvarlega sjúkdóma. Sumir krabbameinssjúklingar hafa notað seyðið samhliða lyfjameðferð.

Fyrir um 10 árum voru gerðar rannsóknir á lífvirkni í lúpínuseyðinu, bæði hér á landi og erlendis. Voru sýni af lúpínuseyði og lúpínurót send til lyfjafræðideildar Chicago-háskóla (College of Pharmacy, University of Chicago) til að kanna hugsanleg áhrif á 12 tegundir krabbameinsfrumna í ræktun. Þær rannsóknir sýndu ekki bein áhrif á krabbameinsfrumur.

Samhliða var gerð tvíblind víxlrannsókn á hugsanlegum áhrifum lúpínuseyðis á menn. Rannsóknastöð Hjartaverndar og Rannsóknastofa Háskólans í ónæmisfræði önnuðust rannsóknina en hún var framkvæmd á 29 heilbrigðum einstaklingum. Rannsökuð voru meðal annars áhrif á virkni beinmergs og blóðfitu ýmiskonar og á ýmsar frumur ónæmiskerfisins.

Rannsóknin sýndi að neysla á lúpínuseyði örvaði starfsemi í beinmerg þar sem framleiðsla á blóðfrumum og mörgum frumum ónæmiskerfisins fer fram. Jafnframt jókst fjöldi svokallaðra T-drápsfruma hjá þeim einstaklingum sem höfðu minna af slíkum frumum, en þessar frumur sjá einkum um varnir líkamans gegn veirusýkingum og æxlismyndun.

Lúpínuseyðið hafði engin mælanleg neikvæð áhrif á heilbrigða einstaklinga og reynslan hefur ekki sýnt nein neikvæð áhrif af lúpínuseyðinu.


Athugasemd ritstjórnar 31.3.2015:

Þær rannsóknir sem í svarinu eru nefndar voru ekki birtar. Í seinni rannsókninni þóttu þátttakendur til að mynda of fáir.

Mynd: Umweltbundesamt

Útgáfudagur

28.2.2003

Spyrjandi

Hilmar Garðarsson, Svava Sigurðardóttir

Höfundur

prófessor emeritus í efnafræði við HÍ

Tilvísun

Sigmundur Guðbjarnason. „Hvaða lækningagildi hefur lúpínan?“ Vísindavefurinn, 28. febrúar 2003. Sótt 17. ágúst 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=3185.

Sigmundur Guðbjarnason. (2003, 28. febrúar). Hvaða lækningagildi hefur lúpínan? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3185

Sigmundur Guðbjarnason. „Hvaða lækningagildi hefur lúpínan?“ Vísindavefurinn. 28. feb. 2003. Vefsíða. 17. ágú. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3185>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Sveinn Hákon Harðarson

1978

Sveinn Hákon Harðarson er lektor í lífeðlisfræði við Háskóla Íslands. Sveinn rannsakar súrefnisbúskap í sjónhimnu augans. Rannsóknarhópurinn sem Sveinn tilheyrir hefur á undanförnum árum þróað tækni til súrefnismælinga í sjónhimnu. Þá tækni hefur hópurinn nýtt til rannsókna á eðlilegri lífeðlisfræði sjónhimnu og þeim frávikum sem verða við sjúkdóma.