Sólin Sólin Rís 02:56 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 02:26 • Sest 04:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:54 • Síðdegis: 20:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:54 • Síðdegis: 13:57 í Reykjavík

Hvað veldur tíðaverkjum og af hverju geta þeir verið svona sársaukafullir?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Nær allar konur finna einhvern tímann á ævinni fyrir verkjum í tengslum við blæðingar, svokölluðum tíðaverkjum eða tíðaþrautum (e. dysmenorrhea, menstrual cramps). Um eða yfir helmingur kvenna finnur reglulega fyrir tíðaverkjum og um 10-15% kvenna finna fyrir mjög slæmum verkjum, jafnvel þannig að það raskar daglegu lífi þeirra í einn til tvo daga í mánuði.

Verkirnir eru mismunandi, allt frá þyngslatilfinningu til mikils sársauka sem leiðir frá kviði aftur í bak og niður í læri. Sárum tíðaþrautum geta fylgt hægðatregða eða niðurgangur og ógleði, svimi, yfirlið og uppköst.

Skipta má tíðaverkjum í tvennt. Annars vegar eru það verkir í tengslum við blæðingar hjá annars heilbrigðum konum (e. primary dysmenorrhea) og hins vegar verkir sem koma fram við blæðingar en eru af öðrum orsökum (e. secondary dysmenorrhea).

Tíðaþrautir sem orsakast af venjulegum blæðingum eru algengastar meðal ungra kvenna. Verkirnir stafa af vöðvasamdrætti í leginu og eru líkir fæðingarhríðum en ekki eins ákafir. Þessir samdrættir í leginu tengjast efnum sem kallast prostaglandín en það eru efni sem meðal annars taka þátt í að loka æðum til að koma í veg fyrir mikil blóðlát þegar slímhimna legsins losnar við upphaf tíða. Komið hefur í ljós að konur sem þjást af tíðaverkjum hafa meira magn prostaglandína en konur sem ekki finna fyrir verkjum, en of mikið magn þessara efna veldur því að krampi kemur í legið. Einnig getur notkun á getnaðarvarnalykkju í sumum tilfellum aukið á tíðaþrautir og sumar konur finna fyrir auknum verkjum ef þær nota tíðatappa.

Verkir sem koma fram við blæðingar en eru af öðrum orsökum geta komið fram á hvaða aldursskeiði sem er en eru langt um sjaldgæfari en hinir „hefðbundnu“ tíðaverkir. Ástæður þessara verkja geta til dæmis verið legslímuvilla, sýkingar í eggjaleiðurum eða eggjastokkum eða sléttvöðvahnútar í legi svo eitthvað sé nefnt.

Meðferð við tíðaverkjum fer eftir því hversu slæmir verkirnir eru og hverjar orsakirnar eru. Í þeim tilfellum þegar verkir stafa ekki af venjulegum blæðingum fer meðferð fram í samráði við lækni. Við þessum venjulegu algengustu tíðaverkjum er hins vegar hægt að beita ýmiskonar sjálfshjálp þó stundum þurfi að leita læknis reynist verkirnir mjög slæmir.

Mælt er með hvíld og slökun en jafnframt léttum líkamsæfingum. Hitapoki á kviðinn getur hjálpað til og sama er að segja um létt nudd. Hægt er að fá ýmis verkjastillandi lyf án lyfseðils en sterkari lyf, svokölluð gigtarlyf, fást gegn lyfseðli. Samsetta getnaðarvarnarpillan getur mildað blæðingar, stytt þær og minnkað verkina sem þeim fylgja. Einnig má benda á grein á doktor.is sem fjallar um svokallaða TNS meðferð við tíðaverkjum.

Heimildir:
  • Hickin, Lesley (ritstj.) 2001: Heilsubók konunnar. Reykjavík, Salka
  • Doktor.isTíðaverkir eftir Guðlaugu Einarsdóttur ljósmóður
  • Doktor.isTNS og tíðaverkir.
  • HealthWorldOnlineWhat are Menstural Cramps eftir Susan M. Lark M.D
  • Medlineplus - Medical Encyclopedia: Menstruation - painful

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

30.6.2003

Spyrjandi

Anna Margrét Briem
Mikkalína Mekkín Gísladóttir, f. 1988

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvað veldur tíðaverkjum og af hverju geta þeir verið svona sársaukafullir?“ Vísindavefurinn, 30. júní 2003. Sótt 24. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3539.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2003, 30. júní). Hvað veldur tíðaverkjum og af hverju geta þeir verið svona sársaukafullir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3539

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvað veldur tíðaverkjum og af hverju geta þeir verið svona sársaukafullir?“ Vísindavefurinn. 30. jún. 2003. Vefsíða. 24. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3539>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað veldur tíðaverkjum og af hverju geta þeir verið svona sársaukafullir?
Nær allar konur finna einhvern tímann á ævinni fyrir verkjum í tengslum við blæðingar, svokölluðum tíðaverkjum eða tíðaþrautum (e. dysmenorrhea, menstrual cramps). Um eða yfir helmingur kvenna finnur reglulega fyrir tíðaverkjum og um 10-15% kvenna finna fyrir mjög slæmum verkjum, jafnvel þannig að það raskar daglegu lífi þeirra í einn til tvo daga í mánuði.

Verkirnir eru mismunandi, allt frá þyngslatilfinningu til mikils sársauka sem leiðir frá kviði aftur í bak og niður í læri. Sárum tíðaþrautum geta fylgt hægðatregða eða niðurgangur og ógleði, svimi, yfirlið og uppköst.

Skipta má tíðaverkjum í tvennt. Annars vegar eru það verkir í tengslum við blæðingar hjá annars heilbrigðum konum (e. primary dysmenorrhea) og hins vegar verkir sem koma fram við blæðingar en eru af öðrum orsökum (e. secondary dysmenorrhea).

Tíðaþrautir sem orsakast af venjulegum blæðingum eru algengastar meðal ungra kvenna. Verkirnir stafa af vöðvasamdrætti í leginu og eru líkir fæðingarhríðum en ekki eins ákafir. Þessir samdrættir í leginu tengjast efnum sem kallast prostaglandín en það eru efni sem meðal annars taka þátt í að loka æðum til að koma í veg fyrir mikil blóðlát þegar slímhimna legsins losnar við upphaf tíða. Komið hefur í ljós að konur sem þjást af tíðaverkjum hafa meira magn prostaglandína en konur sem ekki finna fyrir verkjum, en of mikið magn þessara efna veldur því að krampi kemur í legið. Einnig getur notkun á getnaðarvarnalykkju í sumum tilfellum aukið á tíðaþrautir og sumar konur finna fyrir auknum verkjum ef þær nota tíðatappa.

Verkir sem koma fram við blæðingar en eru af öðrum orsökum geta komið fram á hvaða aldursskeiði sem er en eru langt um sjaldgæfari en hinir „hefðbundnu“ tíðaverkir. Ástæður þessara verkja geta til dæmis verið legslímuvilla, sýkingar í eggjaleiðurum eða eggjastokkum eða sléttvöðvahnútar í legi svo eitthvað sé nefnt.

Meðferð við tíðaverkjum fer eftir því hversu slæmir verkirnir eru og hverjar orsakirnar eru. Í þeim tilfellum þegar verkir stafa ekki af venjulegum blæðingum fer meðferð fram í samráði við lækni. Við þessum venjulegu algengustu tíðaverkjum er hins vegar hægt að beita ýmiskonar sjálfshjálp þó stundum þurfi að leita læknis reynist verkirnir mjög slæmir.

Mælt er með hvíld og slökun en jafnframt léttum líkamsæfingum. Hitapoki á kviðinn getur hjálpað til og sama er að segja um létt nudd. Hægt er að fá ýmis verkjastillandi lyf án lyfseðils en sterkari lyf, svokölluð gigtarlyf, fást gegn lyfseðli. Samsetta getnaðarvarnarpillan getur mildað blæðingar, stytt þær og minnkað verkina sem þeim fylgja. Einnig má benda á grein á doktor.is sem fjallar um svokallaða TNS meðferð við tíðaverkjum.

Heimildir:
  • Hickin, Lesley (ritstj.) 2001: Heilsubók konunnar. Reykjavík, Salka
  • Doktor.isTíðaverkir eftir Guðlaugu Einarsdóttur ljósmóður
  • Doktor.isTNS og tíðaverkir.
  • HealthWorldOnlineWhat are Menstural Cramps eftir Susan M. Lark M.D
  • Medlineplus - Medical Encyclopedia: Menstruation - painful
...