Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er það rétt að tíðahringur kvenna sem eyða miklum tíma saman geti orðið samstilltur?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Fleiri spyrjendur voru:
Viktoría Jensdóttir, Guðrún Oddsdóttir, Grétar Gunnarsson, Sigurlín Atladóttir, Steinunn Lilja Heiðarsdóttir, Sveinar Gunnarsson

Margar konur hafa upplifað það að tíðahringur þeirra er í takt við tíðahring kvenna sem þær eru í miklum samvistum við eða búa með. Þetta getur til dæmis gerst hjá mæðgum, systrum, sambýlingum, vinnufélugum eða nánum vinkonum. Rannsóknir hafa sýnt að svokölluð ferómón eða lyktarhormón stýra þessari samstillingu.



Þessar vinkonur gætu verið með samstilltan tíðahring.

Ekki hefur tekist að einangra þetta tiltekna lyktarhormón en vitað er að það berst frá kirtlum í húðinni út í andrúmsloftið. Þegar aðrir einstaklingar anda því að sér áreitir það skynfrumur inni í nefinu. Viðkomandi greinir enga lykt en skynboð fara af stað til heilans sem leiða til losunar efnis frá undirstúku sem örvar seyti kynstýrihormóna frá heiladingli. Þessi hormón stjórna svo tíðahringnum eins og má lesa nánar um í svörum sama höfundar við spurningunum Hvað eru estrógen og prógesterón og hvaða hlutverki gegna þau? og Af hverju hafa konur blæðingar?

Einnig hefur komið ljós að efni frá húð karlmanna sem konur umgangast náið hefur áhrif á tíðahring þeirra. Þessi efni valda því að tíðahringurinn styttist og verður reglulegri.

Samstilling sem þessi er mjög vel þekkt í dýraríkinu, sérstaklega hjá dýrum sem lifa í nánum hópum. Þar er algengt er að kvendýrin séu samstillt á ákveðinn fengitíma. Ekki er vitað hvaða þýðingu slíkt hefur hjá nútímakonum eða hvort það þjóni einhverjum tilgangi. Hugsanlega eru þetta þróunarfræðilegar leifar sem glatað hafa tilgangi sínum hjá nútímamönnum. Hvað sem því líður er það þó staðreynd að tíðarhingir kvenna í nánum samvistum samstillast vegna þeirra lyktarhormóna sem þær gefa frá sér.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

19.2.2007

Spyrjandi

Edda Pétursdóttir, f. 1988

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Er það rétt að tíðahringur kvenna sem eyða miklum tíma saman geti orðið samstilltur?“ Vísindavefurinn, 19. febrúar 2007, sótt 13. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6504.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2007, 19. febrúar). Er það rétt að tíðahringur kvenna sem eyða miklum tíma saman geti orðið samstilltur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6504

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Er það rétt að tíðahringur kvenna sem eyða miklum tíma saman geti orðið samstilltur?“ Vísindavefurinn. 19. feb. 2007. Vefsíða. 13. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6504>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er það rétt að tíðahringur kvenna sem eyða miklum tíma saman geti orðið samstilltur?
Fleiri spyrjendur voru:

Viktoría Jensdóttir, Guðrún Oddsdóttir, Grétar Gunnarsson, Sigurlín Atladóttir, Steinunn Lilja Heiðarsdóttir, Sveinar Gunnarsson

Margar konur hafa upplifað það að tíðahringur þeirra er í takt við tíðahring kvenna sem þær eru í miklum samvistum við eða búa með. Þetta getur til dæmis gerst hjá mæðgum, systrum, sambýlingum, vinnufélugum eða nánum vinkonum. Rannsóknir hafa sýnt að svokölluð ferómón eða lyktarhormón stýra þessari samstillingu.



Þessar vinkonur gætu verið með samstilltan tíðahring.

Ekki hefur tekist að einangra þetta tiltekna lyktarhormón en vitað er að það berst frá kirtlum í húðinni út í andrúmsloftið. Þegar aðrir einstaklingar anda því að sér áreitir það skynfrumur inni í nefinu. Viðkomandi greinir enga lykt en skynboð fara af stað til heilans sem leiða til losunar efnis frá undirstúku sem örvar seyti kynstýrihormóna frá heiladingli. Þessi hormón stjórna svo tíðahringnum eins og má lesa nánar um í svörum sama höfundar við spurningunum Hvað eru estrógen og prógesterón og hvaða hlutverki gegna þau? og Af hverju hafa konur blæðingar?

Einnig hefur komið ljós að efni frá húð karlmanna sem konur umgangast náið hefur áhrif á tíðahring þeirra. Þessi efni valda því að tíðahringurinn styttist og verður reglulegri.

Samstilling sem þessi er mjög vel þekkt í dýraríkinu, sérstaklega hjá dýrum sem lifa í nánum hópum. Þar er algengt er að kvendýrin séu samstillt á ákveðinn fengitíma. Ekki er vitað hvaða þýðingu slíkt hefur hjá nútímakonum eða hvort það þjóni einhverjum tilgangi. Hugsanlega eru þetta þróunarfræðilegar leifar sem glatað hafa tilgangi sínum hjá nútímamönnum. Hvað sem því líður er það þó staðreynd að tíðarhingir kvenna í nánum samvistum samstillast vegna þeirra lyktarhormóna sem þær gefa frá sér.

Heimildir og mynd:...