Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju hafa konur blæðingar?

Þuríður Þorbjarnardóttir



Blæðingar kvenna tengjast starfsemi kynkerfis þeirra. Kynþroski stúlkna miðast við það þegar svokallaður tíðahringur fer í gang og í kjölfarið hefur stúlkan sínar fyrstu tíðablæðingar. Það er mjög einstaklingsbundið hvenær fyrstu tíðir verða en meðalaldur er 12 ár.

Misjafnt er eftir konum hversu tíðahringurinn er langur eða allt frá 24 til 35 daga, en meðallengd er 28 dagar. Tíðahringur stafar af sveiflum í seyti kynhormóna konunnar, en þau hafa margvísleg áhrif á kynkerfið, þar á meðal á legslímuna sem er slímhúð innan á leginu (móðurlífinu).

Oftast er miðað við að fyrsti dagur tíðahrings sé þegar blæðingar eða tíðir hefjast. Í raun er þó rökréttara að lýsa tíðahringnum þannig að endað sé á blæðingum því að hlutverk þeirra breytinga sem kynhormónin hafa á kynkerfið er að þroska egg til frjóvgunar, gera legslímunni kleift að taka við frjóvguðu eggi og vera aðsetur vaxandi fósturs næstu níu mánuði. Tíðir verða ef engin frjóvgun hefur orðið og þykknun og þroskun legslímunnar orðið til einskis. Þá hrörnar hún og losnar út um leggöngin sem tíðablóð.

Tíðablóð sem berst út um leggöngin samanstendur af 50-150 ml (millílítrum) af blóði og vefjum úr legslímunni. Tíðir standa yfir í 3-7 daga, mismunandi eftir konum, en í 4-5 daga hjá flestum.

Sjá einnig svar Herdísar Sveinsdóttur við spurningunni Hvað er tíðahringurinn langur hjá konum?

Lesendur sem vita ekki hvað orðið seyti þýðir geta flett því upp í leitarvél Vísindavefsins efst til vinstri á skjánum.

Mynd: Kotex.com

Höfundur

Útgáfudagur

4.3.2003

Spyrjandi

María Ósk Þorsteinsdóttir

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Af hverju hafa konur blæðingar?“ Vísindavefurinn, 4. mars 2003, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3196.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2003, 4. mars). Af hverju hafa konur blæðingar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3196

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Af hverju hafa konur blæðingar?“ Vísindavefurinn. 4. mar. 2003. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3196>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju hafa konur blæðingar?


Blæðingar kvenna tengjast starfsemi kynkerfis þeirra. Kynþroski stúlkna miðast við það þegar svokallaður tíðahringur fer í gang og í kjölfarið hefur stúlkan sínar fyrstu tíðablæðingar. Það er mjög einstaklingsbundið hvenær fyrstu tíðir verða en meðalaldur er 12 ár.

Misjafnt er eftir konum hversu tíðahringurinn er langur eða allt frá 24 til 35 daga, en meðallengd er 28 dagar. Tíðahringur stafar af sveiflum í seyti kynhormóna konunnar, en þau hafa margvísleg áhrif á kynkerfið, þar á meðal á legslímuna sem er slímhúð innan á leginu (móðurlífinu).

Oftast er miðað við að fyrsti dagur tíðahrings sé þegar blæðingar eða tíðir hefjast. Í raun er þó rökréttara að lýsa tíðahringnum þannig að endað sé á blæðingum því að hlutverk þeirra breytinga sem kynhormónin hafa á kynkerfið er að þroska egg til frjóvgunar, gera legslímunni kleift að taka við frjóvguðu eggi og vera aðsetur vaxandi fósturs næstu níu mánuði. Tíðir verða ef engin frjóvgun hefur orðið og þykknun og þroskun legslímunnar orðið til einskis. Þá hrörnar hún og losnar út um leggöngin sem tíðablóð.

Tíðablóð sem berst út um leggöngin samanstendur af 50-150 ml (millílítrum) af blóði og vefjum úr legslímunni. Tíðir standa yfir í 3-7 daga, mismunandi eftir konum, en í 4-5 daga hjá flestum.

Sjá einnig svar Herdísar Sveinsdóttur við spurningunni Hvað er tíðahringurinn langur hjá konum?

Lesendur sem vita ekki hvað orðið seyti þýðir geta flett því upp í leitarvél Vísindavefsins efst til vinstri á skjánum.

Mynd: Kotex.com...