Sólin Sólin Rís 03:40 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað er orðið lýsi gamalt í málinu?

Guðrún Kvaran

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Hvað er orðið lýsi gamalt í málinu og er það ekki almennt heiti um ákveðna vörutegund? Nú hefur fyrirtækið Lýsi, að sögn, tryggt sér einkaréttinn á vöruheitinu Lýsi um vörur sem eru lýsi og hótar öðrum málsókn sem nota það orð um vörur sem almenningur þekkir sem lýsi.

Heimildir um orðið lýsi hafa verið til í íslensku máli eins langt aftur og ritaðir textar ná og landnámsmenn hafa án efa flutt orðið með sér til landsins. Upphaflega merkingin var 'ljósmeti' enda er orðið rótskylt ljós 'birta, skin; logi, birtugjafi', myndað með hljóðvarpi.

Lýsi gat í fornu máli merkt 'birta, ljómi, skin' og þeirri merkingu tengist það orðinu nýlýsi 'birta af vaxandi tungli'. Einnig gat lýsi merkt 'bráðin fita' sem gat bæði verið unnin úr lifur fiska og spiki spendýra, einkum hvala, hákarla og sela. Þessi fita var meðal annars notuð sem ljósmeti. Notaður var sérstakur lýsislampi allt fram undir 1870 að steinolíulampinn kom í staðinn. Best þótti sellýsi sem birtugjafi, þá hákarlslýsi en þorskalýsið verst. Kveikirnir voru úr fífu.

Upphafleg merking orðsins lýsi var 'ljósmeti'. Lýsi gat í fornu máli merkt 'birta, ljómi, skin' og einnig gat það merkt 'bráðin fita'. Lýsislampar voru notaðir allt fram undir 1870. Á myndinni sést lýsislampi.

Lýsi hefur einnig lengi verið nýtt til manneldis. Áður fyrr var það stundum haft út á fisk og þegar lítið var um viðbit, til dæmis smjör, bræddu menn saman tólg og lýsi og hét afurðin bræðingur. Í áratugi hefur lýsi til manneldis verið selt á flöskum. Nú er einnig hægt að kaupa lýsi í töfluformi.

Heimildir:
  • Jónas Jónasson. 1961. Íslenzkir þjóðhættir. Þriðja útg. Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja.
  • Lúðvík Kristjánsson. 1980. Íslenskir sjávarhættir. Reykjavík: Menningarsjóður.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

29.2.2016

Spyrjandi

Viðar Eggertsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er orðið lýsi gamalt í málinu? “ Vísindavefurinn, 29. febrúar 2016. Sótt 25. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=71608.

Guðrún Kvaran. (2016, 29. febrúar). Hvað er orðið lýsi gamalt í málinu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=71608

Guðrún Kvaran. „Hvað er orðið lýsi gamalt í málinu? “ Vísindavefurinn. 29. feb. 2016. Vefsíða. 25. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=71608>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er orðið lýsi gamalt í málinu?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Hvað er orðið lýsi gamalt í málinu og er það ekki almennt heiti um ákveðna vörutegund? Nú hefur fyrirtækið Lýsi, að sögn, tryggt sér einkaréttinn á vöruheitinu Lýsi um vörur sem eru lýsi og hótar öðrum málsókn sem nota það orð um vörur sem almenningur þekkir sem lýsi.

Heimildir um orðið lýsi hafa verið til í íslensku máli eins langt aftur og ritaðir textar ná og landnámsmenn hafa án efa flutt orðið með sér til landsins. Upphaflega merkingin var 'ljósmeti' enda er orðið rótskylt ljós 'birta, skin; logi, birtugjafi', myndað með hljóðvarpi.

Lýsi gat í fornu máli merkt 'birta, ljómi, skin' og þeirri merkingu tengist það orðinu nýlýsi 'birta af vaxandi tungli'. Einnig gat lýsi merkt 'bráðin fita' sem gat bæði verið unnin úr lifur fiska og spiki spendýra, einkum hvala, hákarla og sela. Þessi fita var meðal annars notuð sem ljósmeti. Notaður var sérstakur lýsislampi allt fram undir 1870 að steinolíulampinn kom í staðinn. Best þótti sellýsi sem birtugjafi, þá hákarlslýsi en þorskalýsið verst. Kveikirnir voru úr fífu.

Upphafleg merking orðsins lýsi var 'ljósmeti'. Lýsi gat í fornu máli merkt 'birta, ljómi, skin' og einnig gat það merkt 'bráðin fita'. Lýsislampar voru notaðir allt fram undir 1870. Á myndinni sést lýsislampi.

Lýsi hefur einnig lengi verið nýtt til manneldis. Áður fyrr var það stundum haft út á fisk og þegar lítið var um viðbit, til dæmis smjör, bræddu menn saman tólg og lýsi og hét afurðin bræðingur. Í áratugi hefur lýsi til manneldis verið selt á flöskum. Nú er einnig hægt að kaupa lýsi í töfluformi.

Heimildir:
  • Jónas Jónasson. 1961. Íslenzkir þjóðhættir. Þriðja útg. Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja.
  • Lúðvík Kristjánsson. 1980. Íslenskir sjávarhættir. Reykjavík: Menningarsjóður.

Mynd:

...