Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 07:51 • Sest 14:06 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:34 • Síðdegis: 16:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:47 • Síðdegis: 22:54 í Reykjavík

Af hverju svitna sumir menn um nætur?

Magnús Jóhannsson

Nætursviti getur átt sér fjölmargar orsakir, hann getur verið sauðmeinlaus en hann getur líka stundum verið merki um alvarlegan sjúkdóm.

Nætursviti stafar oft af því að of heitt er í herberginu eða viðkomandi notar of heit náttföt eða of heita sæng. Stundum þarf einungis að opna glugga eða fá sér kaldari sæng. Aukin svitamyndun, og þar með talinn nætursviti, fylgir oftast sótthita, jafnvel þó aðeins sé um að ræða smávægilega hitahækkun.

Ef einföld ráð við nætursvita duga ekki er full ástæða til að leita læknis.

Nætursviti er algengt og stundum mjög bagalegt vandamál hjá sjúklingum með lungnaberkla og getur einnig fylgt ýmsum öðrum sýkingum í öndunarfærum. Þeir sem eru með ofstarfsemi skjaldkirtils verða oft heitfengir og svitna mikið, líka á nóttunni, og þetta getur fylgt fleiri hormónatruflunum. Nætursviti getur fylgt lágum blóðsykri, en það getur gerst hjá sykursýkisjúklingum sem taka of stóra lyfjaskammta og það getur líka gerst af óþekktum ástæðum. Í sjaldgæfum tilfellum stafar nætursviti af æxlum eða öðrum sjúkdómum í heilanum.

Allt það sem talið hefur verið upp getur gerst á hvaða aldri sem er og einnig geta verið fleiri ástæður fyrir nætursvita en raktar hafa verið. Mikill nætursviti er mjög óþægilegur og engin ástæða til að sætta sig við hann að óreyndu. Ef einföld ráð duga ekki er full ástæða til að leita læknis og fá úr því skorið hvort finna megi orsök nætursvitans.

Mynd:

Höfundur

Magnús Jóhannsson

prófessor emeritus í líflyfjafræði við HÍ

Útgáfudagur

2.11.2011

Spyrjandi

Hreggviður Þorgeirsson

Tilvísun

Magnús Jóhannsson. „Af hverju svitna sumir menn um nætur?“ Vísindavefurinn, 2. nóvember 2011. Sótt 10. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=61065.

Magnús Jóhannsson. (2011, 2. nóvember). Af hverju svitna sumir menn um nætur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=61065

Magnús Jóhannsson. „Af hverju svitna sumir menn um nætur?“ Vísindavefurinn. 2. nóv. 2011. Vefsíða. 10. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=61065>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju svitna sumir menn um nætur?
Nætursviti getur átt sér fjölmargar orsakir, hann getur verið sauðmeinlaus en hann getur líka stundum verið merki um alvarlegan sjúkdóm.

Nætursviti stafar oft af því að of heitt er í herberginu eða viðkomandi notar of heit náttföt eða of heita sæng. Stundum þarf einungis að opna glugga eða fá sér kaldari sæng. Aukin svitamyndun, og þar með talinn nætursviti, fylgir oftast sótthita, jafnvel þó aðeins sé um að ræða smávægilega hitahækkun.

Ef einföld ráð við nætursvita duga ekki er full ástæða til að leita læknis.

Nætursviti er algengt og stundum mjög bagalegt vandamál hjá sjúklingum með lungnaberkla og getur einnig fylgt ýmsum öðrum sýkingum í öndunarfærum. Þeir sem eru með ofstarfsemi skjaldkirtils verða oft heitfengir og svitna mikið, líka á nóttunni, og þetta getur fylgt fleiri hormónatruflunum. Nætursviti getur fylgt lágum blóðsykri, en það getur gerst hjá sykursýkisjúklingum sem taka of stóra lyfjaskammta og það getur líka gerst af óþekktum ástæðum. Í sjaldgæfum tilfellum stafar nætursviti af æxlum eða öðrum sjúkdómum í heilanum.

Allt það sem talið hefur verið upp getur gerst á hvaða aldri sem er og einnig geta verið fleiri ástæður fyrir nætursvita en raktar hafa verið. Mikill nætursviti er mjög óþægilegur og engin ástæða til að sætta sig við hann að óreyndu. Ef einföld ráð duga ekki er full ástæða til að leita læknis og fá úr því skorið hvort finna megi orsök nætursvitans.

Mynd:...