Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er munurinn á loftfirrðri og loftháðri öndun?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Öndun er efnaferli í frumum þar sem lífrænum sameindum eins og glúkósa er sundrað til að fá orku. Þetta þurfa allar lífverur að stunda á einn eða annan hátt til að fá orku til að vaxa og viðhalda sér, fjölga sér og hreyfa sig (þær sem það geta). Orkan er geymd í efnatengjum sameindanna sem efnaorka. Með því að sundra þessum efnasamböndum, það er rjúfa tengin, losnar orkan í þeim.

Loftfirrð öndun er efnaferli þar sem efnunum er sundrað án þess að súrefni komi við sögu. Mjólkursýrugerjun er dæmi um slíkt efnaferli. Hún gerist í vöðvum okkar þegar súrefni í þeim er af skornum skammti. Annað dæmi um loftfirrða öndun er etanólgerjun gersveppa, en þetta efnaferli nýtum við til að framleiða áfenga drykki eins og bjór og vín.

Loftháð öndun eða bruni er efnaferli þar sem súrefni er notað við sundrunina. Flestar lífverur nota loftháða öndun sé þess kostur, enda fæst með henni mun meiri orku úr til dæmis einni glúkósasameind en við loftfirrða öndun.

Lokaafurðin sem myndast við mjólkursýrugerjun er mjólkursýra en við bruna eru lokaafurðir koltvíildi (koltvíoxíð) og vatn. „Orkugjaldmiðill“ efnahvarfa í lífverum er sameind sem kallast ATP. Við mjólkursýrugerjun fást tvær ATP sameindir fyrir hverja glúkósasameind en 38 ATP við bruna hverrar glúkósasameindar. Það er því ekki undarlegt að flestar lífverur hafa þróað með sér loftháða öndun.

Við mjög ákafa áreynslu eins og til dæmis spretthlaup ná vöðvarnir ekki að brenna glúkósa eða fitu nógu hratt til þess að mynda orku fyrir átökin. Þá grípa vöðvafrumurnar til þess ráðs að sundra glúkósa í mjólkursýru til að mynda orku.

Í hvíld notum við að sjálfsögðu bruna enda nægilegt súrefni til að sinna starfsemi sem fer fram við slíkar aðstæður Þegar við reynum á okkur þurfum við meiri orku. Ef áreynslan er viðvarandi eins og í langhlaupi notum við bruna til að fá þessa orku en ef hún er mjög mikil og snögg eins og í spretthlaupi notum við mjólkusýrugerjun þar sem við getum ekki fullnægt þeirri auknu súrefnisþörf sem slíkt krefst. Í stuttum spretthlaupum höldum við jafnvel niðri í okkur andanum á meðan á þeim stendur.

Mynd:
  • Flickr. Höfundur myndar: José Goulão. Sótt 12. 12. 2011.

Höfundur

Útgáfudagur

14.12.2011

Spyrjandi

Guðrún Inga Guðbrandsdóttir, f. 1995

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hver er munurinn á loftfirrðri og loftháðri öndun?“ Vísindavefurinn, 14. desember 2011, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=60571.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2011, 14. desember). Hver er munurinn á loftfirrðri og loftháðri öndun? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=60571

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hver er munurinn á loftfirrðri og loftháðri öndun?“ Vísindavefurinn. 14. des. 2011. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=60571>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á loftfirrðri og loftháðri öndun?
Öndun er efnaferli í frumum þar sem lífrænum sameindum eins og glúkósa er sundrað til að fá orku. Þetta þurfa allar lífverur að stunda á einn eða annan hátt til að fá orku til að vaxa og viðhalda sér, fjölga sér og hreyfa sig (þær sem það geta). Orkan er geymd í efnatengjum sameindanna sem efnaorka. Með því að sundra þessum efnasamböndum, það er rjúfa tengin, losnar orkan í þeim.

Loftfirrð öndun er efnaferli þar sem efnunum er sundrað án þess að súrefni komi við sögu. Mjólkursýrugerjun er dæmi um slíkt efnaferli. Hún gerist í vöðvum okkar þegar súrefni í þeim er af skornum skammti. Annað dæmi um loftfirrða öndun er etanólgerjun gersveppa, en þetta efnaferli nýtum við til að framleiða áfenga drykki eins og bjór og vín.

Loftháð öndun eða bruni er efnaferli þar sem súrefni er notað við sundrunina. Flestar lífverur nota loftháða öndun sé þess kostur, enda fæst með henni mun meiri orku úr til dæmis einni glúkósasameind en við loftfirrða öndun.

Lokaafurðin sem myndast við mjólkursýrugerjun er mjólkursýra en við bruna eru lokaafurðir koltvíildi (koltvíoxíð) og vatn. „Orkugjaldmiðill“ efnahvarfa í lífverum er sameind sem kallast ATP. Við mjólkursýrugerjun fást tvær ATP sameindir fyrir hverja glúkósasameind en 38 ATP við bruna hverrar glúkósasameindar. Það er því ekki undarlegt að flestar lífverur hafa þróað með sér loftháða öndun.

Við mjög ákafa áreynslu eins og til dæmis spretthlaup ná vöðvarnir ekki að brenna glúkósa eða fitu nógu hratt til þess að mynda orku fyrir átökin. Þá grípa vöðvafrumurnar til þess ráðs að sundra glúkósa í mjólkursýru til að mynda orku.

Í hvíld notum við að sjálfsögðu bruna enda nægilegt súrefni til að sinna starfsemi sem fer fram við slíkar aðstæður Þegar við reynum á okkur þurfum við meiri orku. Ef áreynslan er viðvarandi eins og í langhlaupi notum við bruna til að fá þessa orku en ef hún er mjög mikil og snögg eins og í spretthlaupi notum við mjólkusýrugerjun þar sem við getum ekki fullnægt þeirri auknu súrefnisþörf sem slíkt krefst. Í stuttum spretthlaupum höldum við jafnvel niðri í okkur andanum á meðan á þeim stendur.

Mynd:
  • Flickr. Höfundur myndar: José Goulão. Sótt 12. 12. 2011.
...