Sólin Sólin Rís 08:44 • sest 18:39 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:50 • Sest 09:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:04 • Síðdegis: 20:22 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:00 • Síðdegis: 14:18 í Reykjavík

Hvað er gersveppur?

Jón Már Halldórsson

Gersveppir eru einfrumungar sem sjást ekki með berum augum og eru oftast hring- eða egglaga.

Eiginlegir gersveppir tilheyra svonefndum gerabálki (Saccharomycetales). Helsta einkenni ættbálksins er að sveppirnir æxlast kynlaust með einfaldri skiptingu eða knappskoti, eins og sést hér á myndinni til hliðar. Á ákveðnum stöðum á frumunni myndast bólur sem vaxa út og afmarkast knappurinn síðan af vegg og verður að sérstakri frumu sem þó er tengd móðurfrumunni í ákveðinn tíma. Við ríkulegar næringaraðstæður gerist þessi ferill svo hratt að það myndast klasar sem losna í sundur. Við ríkulegan vöxt verða örar efnabreytingar í nánasta umhverfi sveppsins.

Ölgeri (Saccarhomyces cerevisiae) sem einnig er kallaður bjórgeri.

Gerar (Saccharomyces) sem heyra til gersveppaættar (Saccharomycetaceae) eru afar algengir í náttúrunni þar sem sykur er að finna, meðal annars í berjum og öðrum ávöxtum. Gerar finnast víðar svo sem í meltingarvegi dýra og í jarðvegi.

Gersveppir geta breytt sykri í alkóhól og koltvíildi með gerjun. Nokkrar tegundir innan ættkvíslar gera eru nýttar til matargerðar og við framleiðslu á áfengum drykkjum. Hin síðari ár eru gersveppir einnig nýttir til framleiðslu á eldsneyti (etanól) til að knýja vélknúin farartæki. Það er því ljóst að gerar eru ákaflega mikilvægir manninum.

Hér á eftir eru dæmi um nokkra gera.

Víngeri (Saccharomyces elipsoideus) finnst víða í náttúrunni, meðal annars í vínberjum og öðrum aldinum. Sjálfsagt nýttu menn sveppinn beint til víngerðar hér áður fyrr en núna er hann ræktaður á tæru formi og settur í vínberjasafa eftir að starfsemi annarra örvera, meðal annars sveppa, hefur verið hamlað.

Ölgeri (Saccarhomyces cerevisiae) er einnig kallaður bjórgeri. Til eru ótal afbrigði sem menn hafa ræktað fram í gegnum aldirnar. Flestir eru sammála um að frægasta afbrigðið sé S. cerevisiae var. carlsbergiensis sem eins og glöggir lesendur átta sig á er kenndur við hið fræga brugghús Carlsberg í Danmörku.

Við bjórgerð er langoftast notað spírað bygg eða malt þar sem ensím byggkornsins er byrjað að umbreyta mjölva í þrúgusykur. Ölgeri er einnig notaður við brauðgerð. Þá er hann oftast hafður þurrkaður og þá sem pressuger.

Mjólkurgeri (Saccharomyces lactis) gerjar mjólkursykur í vínanda við sérstakar aðstæður. Hann getur af þeim sökum fundist í nokkru magni í mysu og gömlum og rökum ostum. Við ákveðnar aðstæður getur alkóhólmagn verið allt að 2% af rúmmáli þessara afurða.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Helstu heimildir og mynd:


Hér er einnig svarað spurningunni:
Hvaða gersvepp notar maður við vínframleiðslu?

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

1.3.2011

Spyrjandi

Ólöf Guðjónsdóttir, Bára Sigurðardóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað er gersveppur?“ Vísindavefurinn, 1. mars 2011. Sótt 27. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=21133.

Jón Már Halldórsson. (2011, 1. mars). Hvað er gersveppur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=21133

Jón Már Halldórsson. „Hvað er gersveppur?“ Vísindavefurinn. 1. mar. 2011. Vefsíða. 27. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=21133>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er gersveppur?
Gersveppir eru einfrumungar sem sjást ekki með berum augum og eru oftast hring- eða egglaga.

Eiginlegir gersveppir tilheyra svonefndum gerabálki (Saccharomycetales). Helsta einkenni ættbálksins er að sveppirnir æxlast kynlaust með einfaldri skiptingu eða knappskoti, eins og sést hér á myndinni til hliðar. Á ákveðnum stöðum á frumunni myndast bólur sem vaxa út og afmarkast knappurinn síðan af vegg og verður að sérstakri frumu sem þó er tengd móðurfrumunni í ákveðinn tíma. Við ríkulegar næringaraðstæður gerist þessi ferill svo hratt að það myndast klasar sem losna í sundur. Við ríkulegan vöxt verða örar efnabreytingar í nánasta umhverfi sveppsins.

Ölgeri (Saccarhomyces cerevisiae) sem einnig er kallaður bjórgeri.

Gerar (Saccharomyces) sem heyra til gersveppaættar (Saccharomycetaceae) eru afar algengir í náttúrunni þar sem sykur er að finna, meðal annars í berjum og öðrum ávöxtum. Gerar finnast víðar svo sem í meltingarvegi dýra og í jarðvegi.

Gersveppir geta breytt sykri í alkóhól og koltvíildi með gerjun. Nokkrar tegundir innan ættkvíslar gera eru nýttar til matargerðar og við framleiðslu á áfengum drykkjum. Hin síðari ár eru gersveppir einnig nýttir til framleiðslu á eldsneyti (etanól) til að knýja vélknúin farartæki. Það er því ljóst að gerar eru ákaflega mikilvægir manninum.

Hér á eftir eru dæmi um nokkra gera.

Víngeri (Saccharomyces elipsoideus) finnst víða í náttúrunni, meðal annars í vínberjum og öðrum aldinum. Sjálfsagt nýttu menn sveppinn beint til víngerðar hér áður fyrr en núna er hann ræktaður á tæru formi og settur í vínberjasafa eftir að starfsemi annarra örvera, meðal annars sveppa, hefur verið hamlað.

Ölgeri (Saccarhomyces cerevisiae) er einnig kallaður bjórgeri. Til eru ótal afbrigði sem menn hafa ræktað fram í gegnum aldirnar. Flestir eru sammála um að frægasta afbrigðið sé S. cerevisiae var. carlsbergiensis sem eins og glöggir lesendur átta sig á er kenndur við hið fræga brugghús Carlsberg í Danmörku.

Við bjórgerð er langoftast notað spírað bygg eða malt þar sem ensím byggkornsins er byrjað að umbreyta mjölva í þrúgusykur. Ölgeri er einnig notaður við brauðgerð. Þá er hann oftast hafður þurrkaður og þá sem pressuger.

Mjólkurgeri (Saccharomyces lactis) gerjar mjólkursykur í vínanda við sérstakar aðstæður. Hann getur af þeim sökum fundist í nokkru magni í mysu og gömlum og rökum ostum. Við ákveðnar aðstæður getur alkóhólmagn verið allt að 2% af rúmmáli þessara afurða.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Helstu heimildir og mynd:


Hér er einnig svarað spurningunni:
Hvaða gersvepp notar maður við vínframleiðslu?
...