Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Veldur skordýraeitur krabbameini í mönnum?

Sigmundur Guðbjarnason (1931-2023)

Rannsóknir sýna að skordýraeitur getur stuðlað að myndun krabbameina, til dæmis hormóna næmra krabbameina en það eru brjóstakrabbamein og blöðruhálskirtilskrabbamein. Á Vesturlöndum og einnig hér á Íslandi hefur verið marktæk aukning á þessum tegundum krabbameina. Krabbamein tengjast mjög lífsstíl svo sem mataræði, hreyfingu og fleiru. Á meðal þeirra efna sem við höfum fengið í vaxandi mæli í matnum eru ýmis efni sem virka sem hormónar og kallast hormónahermar (e. hormone mimics) eða hormónaspillar (e. hormone disrupters). Efni þessi hafa oft estrogen-virkni, líkja eftir virkni kvenkynshormóna og rugla starfsemi hormónakerfisins. Efni þessi hafa í vaxandi mæli verið notuð við framleiðslu á matvælum, til dæmis sem skordýraeitur til að vernda grænmeti og ávexti fyrir skaðlegum skordýrum.

Sett hefur verið fram sú tilgáta að þessi aukning á hormónatengdum krabbameinum sé afleiðing af aukinni neyslu mengandi efna svo sem skordýraeiturs og annarra hormónaherma í umhverfinu. Unnt er og æskilegt að framleiða heilnæma ávexti og grænmeti án þessara mengandi efna.

Skordýraeitur eru efni sem drepa skordýr og eru frábrugðin skordýrafælum sem fæla skordýrin burt. Skordýraeitur eru "pesticides" á ensku, en í þeim flokki eru einnig illgresiseitur (e. weed killers, herbicides) og sveppaeitur (e. fungus killers, fungicides).

Mörg efni í skordýraeitri eru skaðleg mönnum og ávexti og grænmeti sem hafa verið meðhöndluð með slíkum efnum á alltaf að þvo vandlega.



Skordýraeitur er mest notað í landbúnaði til þess að hindra að skordýr skemmi uppskeruna.

Skordýraeitur er flokkað eftir því hvernig það er notað og hvernig það er tekið upp af skordýrum:
  1. Skordýrin éta eitrið með fæðunni, til dæmis maurar.
  2. Skordýrin fá eitrið á yfirborðið og fer það þá inn (e. contact insecticides).
  3. Skordýrin eru drepin með gasi eða eiturgufu.

Skordýraeitur eru öflug vopn í baráttu við skordýr og lirfur þeirra. Skordýraeitur er notað mest í landbúnaði til að hindra að skordýr skemmi uppskeruna. Skordýraeitur koma einnig við sögu í læknisfræði því skordýr bera sjúkdóma (til dæmis malaríu), og skordýr geta valdið ýmsum skaða í iðnaði og á heimilum manna.

Of mikil notkun á skordýraeitri drepur einnig gagnleg skordýr svo sem býflugur, einnig fugla og smærri dýr. Jafnframt getur skordýraeitrið verið áfram í jarðvegi og vatni og getur þá safnast fyrir í holdi fiska, dýra og manna.

Til þess að vinna gegn slíkum skaða hafa menn verið að leita leiða til að hafa hemil á skordýrum, til dæmis með því að þróa efni sem gera skordýrin ófrjó (e. sterilants), þróa ferómón efni sem hafa kynæsandi áhrif á skordýrin og lokka þau í gildru þar sem þau verða drepin, eða þróa vaxtarstjórnandi efni sem koma í veg fyrir að skordýrin þroskist í fullvaxta dýr.

Fyrstu skordýraeiturefnin voru náttúruefni svo sem borax, brennisteinn og útdráttur úr tóbaksplöntunni (nikótín) og fleiri plöntum. Allt frá 1940 hafa menn þróað hundruð skordýraeitursefni, einkum klórrík kolvatnsefni og lífræn fosfatefni. Dæmi er DTT en það var búið til af svissneskum vísindamanni, Paul Muller, og fékk hann fyrir þessa uppgötvun Nóbelsverðlaun 1948. DDT var tekið sem guðs gjöf og notað mjög mikið víða um lönd og virkaði vel á skordýr sem smituðu menn til dæmis af malaríu en árlega deyja meira en miljón manns úr malaríu. Þetta kom sér vel þegar verið var að byggja Panama-skipaskurðinn en menn gerðu sér ekki grein fyrir neikvæðum áhrifum DDT fyrr en mörgum árum síðar. Það var Rachel Carson sem vakti athygli á umhverfisáhrifum og eituráhrifum DDT í bók sinni Silent Spring eða Raddir vorsins þagna. Bókin vakti miklar deilur og varð höfundurinn fyrir margs konar árásum því efnaiðnaðurinn hafnaði hugmyndum um skaðsemi DDT.

30 árum síðar eða árið 1996 kom út önnur bók um sama efni, nokkurs konar framhald og nefndist bókin Our Stolen Future og var eftir þrjá höfunda. Fjallaði hún um hormónaherma í umhverfi okkar, um efni sem berast í okkur einkum með matnum og raska starfsemi stjórnkerfa líkamans og geta valdið margs konar sjúkdómum, meðal annars krabbameinum. Bókin vakti verulega athygli erlendis fyrst í stað en svo dofnaði áhuginn á ný. Margt er þar sem getur útskýrt krabbameinsfaraldur þann sem nú herjar á Vesturlönd og getur styrkt virkara forvarnarstarf. Vonandi vakna menn upp af þeim dvala sem nú ríkir á þessu sviði.



Unnt er að framleiða heilnæma ávexti og grænmeti án mengandi efna.

Þessir hormónahermar eru meðal annars margs konar skordýraeitur (DDT og skyld efni, PCB og fleira) og fjölmörg efni sem við notum á heimilum okkar. Vegna skaðlegra áhrifa hefur DDT verið bannað víða en fjölmörg klórrík efni og önnur lífræn fosfatefni eru allt um kring ekki síst í innfluttum ávöxtum og grænmeti. DDT virkar á þann hátt að opna natríumgöng í taugafrumum skordýra og drepur það dýrin. Lífræn fosfatefni tengjast svokölluðum acetylcholinesterasa og öðrum ensímum (e. cholinesterase) sem leiðir til röskunar á taugaboðum og drepur skordýrin. Þessi efni eru áþekk taugagasi (sarin og fleira) sem eru notuð í hernaði og við hermdarverk.

Um 1990 hófst þróun á náttúrulegum skordýravörnum sem voru ekki skaðlegar fyrir umhverfið eða menn. Baktería sem lifir í jarðvegi og framleiðir efni sem drepur lirfur hefur verið notuð sem varnarefni, meðal annars í lífrænni ræktun. Með erfðatækni var erfðaefni úr bakteríunni flutt í nytjaplöntur, svo sem maís og kartöflur. Plönturnar hafa þá nokkurs konar innbyggt skordýraeitur sem drepur lirfur sem leggjast á plönturnar. Lirfurnar verða með tímanum ónæmar fyrir þessum vörnum svo baráttan heldur áfram.

Heimild og myndir:

  • Our Stolen Future. Are We Threatening Our Fertility, Intelligence and Survival? –A Scientific Detective Story. T Colborn, D Dumanoski and J Peterson Myers. 1996. Abascus, A Division of Little, Brown and Company (UK), Brettenham House, Lancaster Place, London WC2E 7EN.
  • Mynd af skordýraeitrun: Bikya Masr. Sótt 9. 9. 2001.
  • Mynd af skilti: Examiner.com. Sótt 9. 9. 2011.


Þetta svar er nokkuð stytt útgáfa af pistli um skordýraeitur og krabbamein á bloggsíðu Sigmundar Guðbjarnasonar og birt með góðfúslegu leyfi. Lesendur eru hvattir til að kynna sér pistilinn í heild.

Höfundur

prófessor emeritus í efnafræði við HÍ

Útgáfudagur

15.9.2011

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Sigmundur Guðbjarnason (1931-2023). „Veldur skordýraeitur krabbameini í mönnum?“ Vísindavefurinn, 15. september 2011, sótt 13. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=60607.

Sigmundur Guðbjarnason (1931-2023). (2011, 15. september). Veldur skordýraeitur krabbameini í mönnum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=60607

Sigmundur Guðbjarnason (1931-2023). „Veldur skordýraeitur krabbameini í mönnum?“ Vísindavefurinn. 15. sep. 2011. Vefsíða. 13. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=60607>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Veldur skordýraeitur krabbameini í mönnum?
Rannsóknir sýna að skordýraeitur getur stuðlað að myndun krabbameina, til dæmis hormóna næmra krabbameina en það eru brjóstakrabbamein og blöðruhálskirtilskrabbamein. Á Vesturlöndum og einnig hér á Íslandi hefur verið marktæk aukning á þessum tegundum krabbameina. Krabbamein tengjast mjög lífsstíl svo sem mataræði, hreyfingu og fleiru. Á meðal þeirra efna sem við höfum fengið í vaxandi mæli í matnum eru ýmis efni sem virka sem hormónar og kallast hormónahermar (e. hormone mimics) eða hormónaspillar (e. hormone disrupters). Efni þessi hafa oft estrogen-virkni, líkja eftir virkni kvenkynshormóna og rugla starfsemi hormónakerfisins. Efni þessi hafa í vaxandi mæli verið notuð við framleiðslu á matvælum, til dæmis sem skordýraeitur til að vernda grænmeti og ávexti fyrir skaðlegum skordýrum.

Sett hefur verið fram sú tilgáta að þessi aukning á hormónatengdum krabbameinum sé afleiðing af aukinni neyslu mengandi efna svo sem skordýraeiturs og annarra hormónaherma í umhverfinu. Unnt er og æskilegt að framleiða heilnæma ávexti og grænmeti án þessara mengandi efna.

Skordýraeitur eru efni sem drepa skordýr og eru frábrugðin skordýrafælum sem fæla skordýrin burt. Skordýraeitur eru "pesticides" á ensku, en í þeim flokki eru einnig illgresiseitur (e. weed killers, herbicides) og sveppaeitur (e. fungus killers, fungicides).

Mörg efni í skordýraeitri eru skaðleg mönnum og ávexti og grænmeti sem hafa verið meðhöndluð með slíkum efnum á alltaf að þvo vandlega.



Skordýraeitur er mest notað í landbúnaði til þess að hindra að skordýr skemmi uppskeruna.

Skordýraeitur er flokkað eftir því hvernig það er notað og hvernig það er tekið upp af skordýrum:
  1. Skordýrin éta eitrið með fæðunni, til dæmis maurar.
  2. Skordýrin fá eitrið á yfirborðið og fer það þá inn (e. contact insecticides).
  3. Skordýrin eru drepin með gasi eða eiturgufu.

Skordýraeitur eru öflug vopn í baráttu við skordýr og lirfur þeirra. Skordýraeitur er notað mest í landbúnaði til að hindra að skordýr skemmi uppskeruna. Skordýraeitur koma einnig við sögu í læknisfræði því skordýr bera sjúkdóma (til dæmis malaríu), og skordýr geta valdið ýmsum skaða í iðnaði og á heimilum manna.

Of mikil notkun á skordýraeitri drepur einnig gagnleg skordýr svo sem býflugur, einnig fugla og smærri dýr. Jafnframt getur skordýraeitrið verið áfram í jarðvegi og vatni og getur þá safnast fyrir í holdi fiska, dýra og manna.

Til þess að vinna gegn slíkum skaða hafa menn verið að leita leiða til að hafa hemil á skordýrum, til dæmis með því að þróa efni sem gera skordýrin ófrjó (e. sterilants), þróa ferómón efni sem hafa kynæsandi áhrif á skordýrin og lokka þau í gildru þar sem þau verða drepin, eða þróa vaxtarstjórnandi efni sem koma í veg fyrir að skordýrin þroskist í fullvaxta dýr.

Fyrstu skordýraeiturefnin voru náttúruefni svo sem borax, brennisteinn og útdráttur úr tóbaksplöntunni (nikótín) og fleiri plöntum. Allt frá 1940 hafa menn þróað hundruð skordýraeitursefni, einkum klórrík kolvatnsefni og lífræn fosfatefni. Dæmi er DTT en það var búið til af svissneskum vísindamanni, Paul Muller, og fékk hann fyrir þessa uppgötvun Nóbelsverðlaun 1948. DDT var tekið sem guðs gjöf og notað mjög mikið víða um lönd og virkaði vel á skordýr sem smituðu menn til dæmis af malaríu en árlega deyja meira en miljón manns úr malaríu. Þetta kom sér vel þegar verið var að byggja Panama-skipaskurðinn en menn gerðu sér ekki grein fyrir neikvæðum áhrifum DDT fyrr en mörgum árum síðar. Það var Rachel Carson sem vakti athygli á umhverfisáhrifum og eituráhrifum DDT í bók sinni Silent Spring eða Raddir vorsins þagna. Bókin vakti miklar deilur og varð höfundurinn fyrir margs konar árásum því efnaiðnaðurinn hafnaði hugmyndum um skaðsemi DDT.

30 árum síðar eða árið 1996 kom út önnur bók um sama efni, nokkurs konar framhald og nefndist bókin Our Stolen Future og var eftir þrjá höfunda. Fjallaði hún um hormónaherma í umhverfi okkar, um efni sem berast í okkur einkum með matnum og raska starfsemi stjórnkerfa líkamans og geta valdið margs konar sjúkdómum, meðal annars krabbameinum. Bókin vakti verulega athygli erlendis fyrst í stað en svo dofnaði áhuginn á ný. Margt er þar sem getur útskýrt krabbameinsfaraldur þann sem nú herjar á Vesturlönd og getur styrkt virkara forvarnarstarf. Vonandi vakna menn upp af þeim dvala sem nú ríkir á þessu sviði.



Unnt er að framleiða heilnæma ávexti og grænmeti án mengandi efna.

Þessir hormónahermar eru meðal annars margs konar skordýraeitur (DDT og skyld efni, PCB og fleira) og fjölmörg efni sem við notum á heimilum okkar. Vegna skaðlegra áhrifa hefur DDT verið bannað víða en fjölmörg klórrík efni og önnur lífræn fosfatefni eru allt um kring ekki síst í innfluttum ávöxtum og grænmeti. DDT virkar á þann hátt að opna natríumgöng í taugafrumum skordýra og drepur það dýrin. Lífræn fosfatefni tengjast svokölluðum acetylcholinesterasa og öðrum ensímum (e. cholinesterase) sem leiðir til röskunar á taugaboðum og drepur skordýrin. Þessi efni eru áþekk taugagasi (sarin og fleira) sem eru notuð í hernaði og við hermdarverk.

Um 1990 hófst þróun á náttúrulegum skordýravörnum sem voru ekki skaðlegar fyrir umhverfið eða menn. Baktería sem lifir í jarðvegi og framleiðir efni sem drepur lirfur hefur verið notuð sem varnarefni, meðal annars í lífrænni ræktun. Með erfðatækni var erfðaefni úr bakteríunni flutt í nytjaplöntur, svo sem maís og kartöflur. Plönturnar hafa þá nokkurs konar innbyggt skordýraeitur sem drepur lirfur sem leggjast á plönturnar. Lirfurnar verða með tímanum ónæmar fyrir þessum vörnum svo baráttan heldur áfram.

Heimild og myndir:

  • Our Stolen Future. Are We Threatening Our Fertility, Intelligence and Survival? –A Scientific Detective Story. T Colborn, D Dumanoski and J Peterson Myers. 1996. Abascus, A Division of Little, Brown and Company (UK), Brettenham House, Lancaster Place, London WC2E 7EN.
  • Mynd af skordýraeitrun: Bikya Masr. Sótt 9. 9. 2001.
  • Mynd af skilti: Examiner.com. Sótt 9. 9. 2011.


Þetta svar er nokkuð stytt útgáfa af pistli um skordýraeitur og krabbamein á bloggsíðu Sigmundar Guðbjarnasonar og birt með góðfúslegu leyfi. Lesendur eru hvattir til að kynna sér pistilinn í heild....