
Skordýraeitur er flokkað eftir því hvernig það er notað og hvernig það er tekið upp af skordýrum:
- Skordýrin éta eitrið með fæðunni, til dæmis maurar.
- Skordýrin fá eitrið á yfirborðið og fer það þá inn (e. contact insecticides).
- Skordýrin eru drepin með gasi eða eiturgufu.

Þessir hormónahermar eru meðal annars margs konar skordýraeitur (DDT og skyld efni, PCB og fleira) og fjölmörg efni sem við notum á heimilum okkar. Vegna skaðlegra áhrifa hefur DDT verið bannað víða en fjölmörg klórrík efni og önnur lífræn fosfatefni eru allt um kring ekki síst í innfluttum ávöxtum og grænmeti. DDT virkar á þann hátt að opna natríumgöng í taugafrumum skordýra og drepur það dýrin. Lífræn fosfatefni tengjast svokölluðum acetylcholinesterasa og öðrum ensímum (e. cholinesterase) sem leiðir til röskunar á taugaboðum og drepur skordýrin. Þessi efni eru áþekk taugagasi (sarin og fleira) sem eru notuð í hernaði og við hermdarverk. Um 1990 hófst þróun á náttúrulegum skordýravörnum sem voru ekki skaðlegar fyrir umhverfið eða menn. Baktería sem lifir í jarðvegi og framleiðir efni sem drepur lirfur hefur verið notuð sem varnarefni, meðal annars í lífrænni ræktun. Með erfðatækni var erfðaefni úr bakteríunni flutt í nytjaplöntur, svo sem maís og kartöflur. Plönturnar hafa þá nokkurs konar innbyggt skordýraeitur sem drepur lirfur sem leggjast á plönturnar. Lirfurnar verða með tímanum ónæmar fyrir þessum vörnum svo baráttan heldur áfram. Heimild og myndir:
- Our Stolen Future. Are We Threatening Our Fertility, Intelligence and Survival? –A Scientific Detective Story. T Colborn, D Dumanoski and J Peterson Myers. 1996. Abascus, A Division of Little, Brown and Company (UK), Brettenham House, Lancaster Place, London WC2E 7EN.
- Mynd af skordýraeitrun: Bikya Masr. Sótt 9. 9. 2001.
- Mynd af skilti: Examiner.com. Sótt 9. 9. 2011.
Þetta svar er nokkuð stytt útgáfa af pistli um skordýraeitur og krabbamein á bloggsíðu Sigmundar Guðbjarnasonar og birt með góðfúslegu leyfi. Lesendur eru hvattir til að kynna sér pistilinn í heild.