Sólin Sólin Rís 06:43 • sest 20:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:43 • Síðdegis: 25:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:01 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:43 • sest 20:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:43 • Síðdegis: 25:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:01 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er til bók um íslensk skordýr?

Jón Már Halldórsson

Ekki hafa margar bækur verið gefnar út um íslensk skordýr. Helst koma upp í hugann tvær aðgengilegar bækur:
  • Dulin veröld: Smádýr á Íslandi eftir Guðmund Halldórsson, Odd Sigurðsson og Erling Ólafsson sem kom út 2002. Þessi bók fjallar um fjölmörg íslensk skordýr á aðgengilegan hátt.



  • Bók í ritröð Landverndar, Pöddur: Skordýr og áttfætlur, í ritstjórn Hrefnu Sigurjónsdóttur og Árna Einarssonar, kom út 1989. Hún skartar ekki eins mörgum ljósmyndum og Dulin veröld en textinn er innihaldsríkur og fræðandi.
Einnig má minnast á Stóru skordýrabók Fjölva (eftir V. J. Stanek) sem gefin var út fyrir hartnær 30 árum í þýðingu Þorsteins Thorarensens. Þessi bók fjallar aðallega um erlend skordýr.

Í ritum eins og Náttúrufræðingnum, Týli og Skógræktarritinu (ársriti Skógræktarfélags Íslands) hafa birst fjölmargar vandaðar greinar á undanförnum áratugum um íslensk skordýr. Áhugasömum er bent á að leita þær uppi.

Mynd: Bókatíðindi 2002 af vefsíðu Félags íslenskra bókaútgefenda.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

8.8.2003

Spyrjandi

Hugrún Hjartar

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Er til bók um íslensk skordýr?“ Vísindavefurinn, 8. ágúst 2003, sótt 12. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3645.

Jón Már Halldórsson. (2003, 8. ágúst). Er til bók um íslensk skordýr? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3645

Jón Már Halldórsson. „Er til bók um íslensk skordýr?“ Vísindavefurinn. 8. ágú. 2003. Vefsíða. 12. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3645>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er til bók um íslensk skordýr?
Ekki hafa margar bækur verið gefnar út um íslensk skordýr. Helst koma upp í hugann tvær aðgengilegar bækur:

  • Dulin veröld: Smádýr á Íslandi eftir Guðmund Halldórsson, Odd Sigurðsson og Erling Ólafsson sem kom út 2002. Þessi bók fjallar um fjölmörg íslensk skordýr á aðgengilegan hátt.



  • Bók í ritröð Landverndar, Pöddur: Skordýr og áttfætlur, í ritstjórn Hrefnu Sigurjónsdóttur og Árna Einarssonar, kom út 1989. Hún skartar ekki eins mörgum ljósmyndum og Dulin veröld en textinn er innihaldsríkur og fræðandi.
Einnig má minnast á Stóru skordýrabók Fjölva (eftir V. J. Stanek) sem gefin var út fyrir hartnær 30 árum í þýðingu Þorsteins Thorarensens. Þessi bók fjallar aðallega um erlend skordýr.

Í ritum eins og Náttúrufræðingnum, Týli og Skógræktarritinu (ársriti Skógræktarfélags Íslands) hafa birst fjölmargar vandaðar greinar á undanförnum áratugum um íslensk skordýr. Áhugasömum er bent á að leita þær uppi.

Mynd: Bókatíðindi 2002 af vefsíðu Félags íslenskra bókaútgefenda.

...