Sólin Sólin Rís 05:08 • sest 21:44 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:47 • Síðdegis: 21:08 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:49 • Síðdegis: 14:50 í Reykjavík

Getið þið sagt mér allt um gekkóa?

Jón Már Halldórsson

Gekkóar eru smáar og meðalstórar eðlur innan ættarinnar Gekkonidae. Til þessarar ættar teljast nú 1.196 tegundir sem flokkast í 5 undirættir og 97 ættkvíslir.

Margar tegundir ættarinnar hafa eins konar þófa undir tánum sem gerir þeim kleift að hlaupa upp veggi og jafnvel loft innandyra. Þetta hafa margir séð sem hafa dvalist í suðrænum löndum, enda eru gekkóar þar nokkuð algengir í híbýlum manna. Húsagekkóinn finnst til dæmis iðulega í húsum og er alls ekki illa séður þar sem hann heldur skordýrum í skefjum. Annað einkenni ættarinnar er að flestar eðlurnar hafa engin augnlok heldur aðeins þunna gegnsæja himnu sem þær hreinsa með tungunni. Litarfar gekkóa hefur einnig vakið eftirtekt dýrafræðinga. Sumar tegundir geta breytt um lit til að falla inn í umhverfið og aðrar virðast breyta um lit sem viðbrögð við breytingum á hitastigi.

Sá hæfileiki gekkóa að ganga upp veggi og eftir loftum hefur ætíð vakið mikla athygli vísindamanna. Það hefur komið á óvart að þar kemur vökvi eða yfirborðsspenna hvergi við sögu. Þarna virðast hins vegar vera svokallaðir kraftar van der Waalskraftar að verki, en þeir eru tímabundin tenging milli sameinda vegna skautunar. Undir tám gekkóa er urmull agnarsmárra spaðalaga tota (allt að 500 þúsund) og er hver tota með á milli 100 til 1000 litla spaðalaga sepa. Iljar gekkóa hafa því gríðarmikið yfirborð sem tengist við undirlagið fyrir tilstilli krafta van der Waals.

Hér að neðan verður fjallað um nokkrar algengar gekkóeðlur.

Bibron-gekkó (Pachydactylus bibroni)

Bibron-gekkói er meðalstór eðla sem getur orðið 16-24 cm á lengd með hala. Þetta er stærsta gekkóeðlan í Suður-Afríku og er hún mjög algeng á þeim slóðum.

Bibron-gekkóar eru að mestu jarðlægir og brúnleitt litarhaft þeirra gerir þeim kleift að felast auðveldlega meðal fallinna laufa í skóg- og runnagróðri. Þeir sýna mikla óðalshegðun. Karldýrið helgar sér óðal og ver það grimmilega gagnvart öðrum karldýrum.

Kragagekkó (Rhacodactylus ciliatus)

Kragagekkóar voru taldir útdauðir þar til þeir fundust að nýju árið 1994. Þessi eðla finnst aðeins á suðurhluta Nýju-Kaledóníu og er alfriðuð. Fljótlega eftir að tegundin fannst að nýju fluttu líffræðingar nokkur eintök til Bandaríkjanna og hefur þeim fjölgað þar hratt í búrum og hafa nú náð einhverjum vinsældum sem gæludýr þar vestra. Útflutningur þessara dýra úr villta stofninum er nú stranglega bannaður.

Þó stofninn sé lítill virðist hann vera nokkuð stöðugur. Náttúrufræðingar hafa þó töluverðar áhyggjur af tilkomu svokallaðra eldmaura (e. fire ants) í vistkerfi Nýju-Kaledóníu. Maurarnir geta verið skæð rándýr fyrir eðlurnar, sérstaklega stafar eggjum og ungviði hætta af þeim.



Húsagekkóar hafa náð mikilli útbreiðslu meðal annars með því að lifa á afar fjölbreyttu fæði. Hér sést húsagekkói gæða sér á könguló.

Húsagekkó (Hemidactylus frenatus)

Náttúruleg heimkynni húsagekkóa eru í sunnanverðri Asíu og norðurhluta Afríku. Þeir hafa hins vegar dreifst mjög víða um heim með hjálp skipaflutninga og finnast nú einnig í sunnanverðum Bandaríkjunum, stórum hluta Ástralíu og eitthvað í sunnanverðri Evrópu. Þeir eru breytilegir að stærð eftir svæðum og eru frá 9 cm til 18 cm á lengd.

Húsagekkóar finnast oft á húsveggjum þar sem þeir veiða skordýr. Kjörlendi þeirra eru heit og rök svæði innan um rotnandi gróður þar sem skordýr eru mjög algeng. Húsagekkóar hafa sýnt óvenju mikla aðlögunarhæfni og víða þar sem þeir hafa komið sér fyrir ryðja þeir öðrum skriðdýrum úr vegi, til dæmis á mörgum svæðum í Bandaríkjunum. Það sem meðal annars stuðlar að velgengni húsagekkóa er að þeir geta lifað á fjölbreyttri fæðu, svo sem ótal tegundum skordýra og áttfætlna og jafnvel úrgangi úr öðrum dýrum svo sem kattasaur.

Máragekkó (Tarentola mauritanica)

Máragekkói, einnig kallaður krókodílagekkói, er furðu líkur ungviði krókódíls. Máragekkóinn er um 15 cm á lengd og finnst víða á svæðunum umhverfis Miðjarðarhafið. Þeir eru aðallega á ferli á næturnar en yfir hávetrartímann má þó sjá þá á ferli í dagsbirtu. Í birtu eru þeir yfirleitt dökkleitir á lit en litlausir í húmi nætur.



Hlébarðagekkóar eru vinsæl gæludýr víða á Vesturlöndum.

Hlébarðagekkó (Eublepharis macularius)

Hlébarðagekkóar eru eins og nafnið gefur til kynna alsettir dílum sem minna á bletti hlébarða. Þeir koma upprunalega frá suðvesturhluta Indlands, Pakistan og Afganistan. Vegna framandlegs útlits eru þeir hins vegar orðnir einn vinsælasti gekkóinn á gæludýramörkuðum í Bandaríkjunum og einnig í Evrópu.

Hlébarðagekkóar eru afar þægilegir í ræktun. Þeir eru langlífir og fjölga sér hratt. Ólíkt flestum tegundum gekkóa hafa þeir ekki totur og sepa undir tám heldur litlar klær. Þeir geta því ekki hlaupið upp lóðrétta fleti líkt og frændur þeirra.

Hlébarðagekkóar verða kynþroska við 10-14 mánaða aldur. Líkt og algengt er meðal skriðdýra ræðst kynið af umhverfishitastigi eggjanna. Úr eggjum sem klekjast út við hitastig undir 25,5°C koma aðeins kvendýr. Við hitastig á bilinu 29 til 30,5°C verður hlutfall kynjanna nokkuð jafnt og við hitastig fyrir ofan 31,7-32,2°C koma einungis karldýr.

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Heimildir:
  • Saenz, Daniel; Klawinski, Paul D. 1996. Geographic Distribution. Hemidactylus frenatus. Herpetological Review. 27 (1): 32.
  • Cogger, Harold & Zweifel, Richard. 1992. Reptiles & Amphibians. Sydney, Ástralíu: Weldon Owen.

Myndir: Wikimedia Commons

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

28.1.2008

Spyrjandi

Jón Daníel Magnússon

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Getið þið sagt mér allt um gekkóa?“ Vísindavefurinn, 28. janúar 2008. Sótt 28. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7034.

Jón Már Halldórsson. (2008, 28. janúar). Getið þið sagt mér allt um gekkóa? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7034

Jón Már Halldórsson. „Getið þið sagt mér allt um gekkóa?“ Vísindavefurinn. 28. jan. 2008. Vefsíða. 28. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7034>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Getið þið sagt mér allt um gekkóa?
Gekkóar eru smáar og meðalstórar eðlur innan ættarinnar Gekkonidae. Til þessarar ættar teljast nú 1.196 tegundir sem flokkast í 5 undirættir og 97 ættkvíslir.

Margar tegundir ættarinnar hafa eins konar þófa undir tánum sem gerir þeim kleift að hlaupa upp veggi og jafnvel loft innandyra. Þetta hafa margir séð sem hafa dvalist í suðrænum löndum, enda eru gekkóar þar nokkuð algengir í híbýlum manna. Húsagekkóinn finnst til dæmis iðulega í húsum og er alls ekki illa séður þar sem hann heldur skordýrum í skefjum. Annað einkenni ættarinnar er að flestar eðlurnar hafa engin augnlok heldur aðeins þunna gegnsæja himnu sem þær hreinsa með tungunni. Litarfar gekkóa hefur einnig vakið eftirtekt dýrafræðinga. Sumar tegundir geta breytt um lit til að falla inn í umhverfið og aðrar virðast breyta um lit sem viðbrögð við breytingum á hitastigi.

Sá hæfileiki gekkóa að ganga upp veggi og eftir loftum hefur ætíð vakið mikla athygli vísindamanna. Það hefur komið á óvart að þar kemur vökvi eða yfirborðsspenna hvergi við sögu. Þarna virðast hins vegar vera svokallaðir kraftar van der Waalskraftar að verki, en þeir eru tímabundin tenging milli sameinda vegna skautunar. Undir tám gekkóa er urmull agnarsmárra spaðalaga tota (allt að 500 þúsund) og er hver tota með á milli 100 til 1000 litla spaðalaga sepa. Iljar gekkóa hafa því gríðarmikið yfirborð sem tengist við undirlagið fyrir tilstilli krafta van der Waals.

Hér að neðan verður fjallað um nokkrar algengar gekkóeðlur.

Bibron-gekkó (Pachydactylus bibroni)

Bibron-gekkói er meðalstór eðla sem getur orðið 16-24 cm á lengd með hala. Þetta er stærsta gekkóeðlan í Suður-Afríku og er hún mjög algeng á þeim slóðum.

Bibron-gekkóar eru að mestu jarðlægir og brúnleitt litarhaft þeirra gerir þeim kleift að felast auðveldlega meðal fallinna laufa í skóg- og runnagróðri. Þeir sýna mikla óðalshegðun. Karldýrið helgar sér óðal og ver það grimmilega gagnvart öðrum karldýrum.

Kragagekkó (Rhacodactylus ciliatus)

Kragagekkóar voru taldir útdauðir þar til þeir fundust að nýju árið 1994. Þessi eðla finnst aðeins á suðurhluta Nýju-Kaledóníu og er alfriðuð. Fljótlega eftir að tegundin fannst að nýju fluttu líffræðingar nokkur eintök til Bandaríkjanna og hefur þeim fjölgað þar hratt í búrum og hafa nú náð einhverjum vinsældum sem gæludýr þar vestra. Útflutningur þessara dýra úr villta stofninum er nú stranglega bannaður.

Þó stofninn sé lítill virðist hann vera nokkuð stöðugur. Náttúrufræðingar hafa þó töluverðar áhyggjur af tilkomu svokallaðra eldmaura (e. fire ants) í vistkerfi Nýju-Kaledóníu. Maurarnir geta verið skæð rándýr fyrir eðlurnar, sérstaklega stafar eggjum og ungviði hætta af þeim.



Húsagekkóar hafa náð mikilli útbreiðslu meðal annars með því að lifa á afar fjölbreyttu fæði. Hér sést húsagekkói gæða sér á könguló.

Húsagekkó (Hemidactylus frenatus)

Náttúruleg heimkynni húsagekkóa eru í sunnanverðri Asíu og norðurhluta Afríku. Þeir hafa hins vegar dreifst mjög víða um heim með hjálp skipaflutninga og finnast nú einnig í sunnanverðum Bandaríkjunum, stórum hluta Ástralíu og eitthvað í sunnanverðri Evrópu. Þeir eru breytilegir að stærð eftir svæðum og eru frá 9 cm til 18 cm á lengd.

Húsagekkóar finnast oft á húsveggjum þar sem þeir veiða skordýr. Kjörlendi þeirra eru heit og rök svæði innan um rotnandi gróður þar sem skordýr eru mjög algeng. Húsagekkóar hafa sýnt óvenju mikla aðlögunarhæfni og víða þar sem þeir hafa komið sér fyrir ryðja þeir öðrum skriðdýrum úr vegi, til dæmis á mörgum svæðum í Bandaríkjunum. Það sem meðal annars stuðlar að velgengni húsagekkóa er að þeir geta lifað á fjölbreyttri fæðu, svo sem ótal tegundum skordýra og áttfætlna og jafnvel úrgangi úr öðrum dýrum svo sem kattasaur.

Máragekkó (Tarentola mauritanica)

Máragekkói, einnig kallaður krókodílagekkói, er furðu líkur ungviði krókódíls. Máragekkóinn er um 15 cm á lengd og finnst víða á svæðunum umhverfis Miðjarðarhafið. Þeir eru aðallega á ferli á næturnar en yfir hávetrartímann má þó sjá þá á ferli í dagsbirtu. Í birtu eru þeir yfirleitt dökkleitir á lit en litlausir í húmi nætur.



Hlébarðagekkóar eru vinsæl gæludýr víða á Vesturlöndum.

Hlébarðagekkó (Eublepharis macularius)

Hlébarðagekkóar eru eins og nafnið gefur til kynna alsettir dílum sem minna á bletti hlébarða. Þeir koma upprunalega frá suðvesturhluta Indlands, Pakistan og Afganistan. Vegna framandlegs útlits eru þeir hins vegar orðnir einn vinsælasti gekkóinn á gæludýramörkuðum í Bandaríkjunum og einnig í Evrópu.

Hlébarðagekkóar eru afar þægilegir í ræktun. Þeir eru langlífir og fjölga sér hratt. Ólíkt flestum tegundum gekkóa hafa þeir ekki totur og sepa undir tám heldur litlar klær. Þeir geta því ekki hlaupið upp lóðrétta fleti líkt og frændur þeirra.

Hlébarðagekkóar verða kynþroska við 10-14 mánaða aldur. Líkt og algengt er meðal skriðdýra ræðst kynið af umhverfishitastigi eggjanna. Úr eggjum sem klekjast út við hitastig undir 25,5°C koma aðeins kvendýr. Við hitastig á bilinu 29 til 30,5°C verður hlutfall kynjanna nokkuð jafnt og við hitastig fyrir ofan 31,7-32,2°C koma einungis karldýr.

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Heimildir:
  • Saenz, Daniel; Klawinski, Paul D. 1996. Geographic Distribution. Hemidactylus frenatus. Herpetological Review. 27 (1): 32.
  • Cogger, Harold & Zweifel, Richard. 1992. Reptiles & Amphibians. Sydney, Ástralíu: Weldon Owen.

Myndir: Wikimedia Commons...