Sólin Sólin Rís 06:40 • sest 20:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:55 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:45 • Síðdegis: 17:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:40 • sest 20:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:55 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:45 • Síðdegis: 17:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað éta pokadýr?

Rannveig Magnúsdóttir

Það er erfitt að gefa tæmandi úttekt á fæðu pokadýra þar sem pokadýr eru nokkuð fjölbreyttur hópur. Hér verður þess vegna fjallað um ættbálka pokadýra og sagt frá helstu einkennum og fæðu dýranna.

Ránpokadýr (Dasyuromorphia)

Þessi ættbálkur skiptist í þrjár ættir; maurapokaætt (Myrmecobiidae), pokaúlfaætt (Thylacinidae) og pokamarðaætt (Dasyuridae). Fullvaxinn maurapoki er um 280–550 grömm að þyngd og þarf að éta um 20.000 termíta á dag sem hann sleikir upp með límkenndri tungu. Talið er að einungis 1.000 fullorðin dýr séu enn á lífi.

Pokaúlfurinn (Thylacinus cynocephalus) var síðasta tegundin í pokaúlfaættinni en tegundin dó út árið 1936. Þetta var stærsta ránpokadýr nútímans (50–60 kíló) og fannst einungis á eyjunni Tasmaníu við landnám Evrópumanna. Pokaúlfurinn veiddi aðallega kengúrur og vallabíur.

Einstaklingar af pokamarðaætt finnast í Ástralíu og Nýju-Gíneu og ættin inniheldur 69 núlifandi tegundir af 21 ættkvísl. Meðal þeirra eru pokaskollar (Tasmanian devil), pokakettir (quolls) og ýmsar stærðir og gerðir pokamúsa og pokahreysikatta. Pokamerðir eru af öllum stærðum og gerðum og éta fjölbreytta fæðu, frá skordýrum til lítilla spendýra og skriðdýra. Sumir eru örsmáir eins og pokahreysikötturinn (Planigale tenuirostris), sem er eitt minnsta spendýr á jörðinni og vegur einungis 5–9 grömm.

Pokagreifingjar (Peramelemorphia)

Í þessum ættbálki má finna 18 núlifandi tegundir pokagreifingja (Bandicoot) og pokakanínur (Bilby). Þessar tegundir eru alætur og éta til dæmis fræ, sveppi, skordýr, kóngulær og önnur smádýr. Pokakanínur hafa mjög löng eyru eins og kanínur og til þess að bjarga þessu dýri úr útrýmingarhættu hafa menn gripið til þess ráðs að markaðssetja páskapokakanínur úr súkkulaði á páskum (í stað páskakanína) til að vekja athygli á málsstaðnum. Af öllum hópum ástralskra pokadýra hafa pokagreifingjar orðið fyrir mestum skakkaföllum og flestar tegundirnar eru í útrýmingarhættu.



Pokakanína.

Pokamoldvörpur (Notoryctemorphia)

Í þessum ættbálki eru einungis tvær tegundir sem éta aðallega skordýralirfur. Pokamoldvörpur eru um 14-15 cm og vega um 40 grömm. Þær eru algjörlega blindar og treysta því alfarið á önnur skynfæri. Það er mjög erfitt er að rannsaka þessi dýr og þess vegna lítið vitað um þau.

Pokagrasbítar (Diprotodontia)

Þessi ættbálkur skiptist í þrjár ættir; vombatiformes (kóalabirnir og vambar), phalangeriformes (meðal annars posur, kúskús og pokasvifíkornar) og macropodiformes (meðal annars kengúrur og vallabíur). Þessi dýr eru af öllum stærðum og gerðum en eiga það sameiginlegt í dag að vera jurtaætur. Á forsögulegum tíma voru þó til ránkengúrur sem voru kjötætur. Einnig voru til risavambar (Diprodoton), risakóalabirnir (Phascolarctos stirtoni) og risakengúrur (Procoptodon) sem dóu út eftir að maðurinn kom til Ástralíu fyrir um 40-50 þúsund árum.

Pokarottur (Didelphimorphia), pokasnjáldrur (Paucituberculata) og sílópokarottur (Microbiotheria)

Í þessum ættbálkum eru fjölmargar tegundir, um 92 tegundir finnast í Suður-Ameríku en einungis ein pokarottutegund, virginíuposan (Didelphis virginiana), finnst í Norður-Ameríku. Ef virginíuposunni finnst hún vera í hættu tekur hún til þess ráðs að þykjast vera dauð þangað til hættan líður hjá. Pokarottur og sílópokarottur (ein tegund Dromiciops gliroides) eru alætur en pokasnjáldrur rándýr. Nálægt mannabyggðum finnst sumum pokarottum sérstaklega gott að gramsa í ruslatunnum fólks.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir

  • Frith, H.J. & J.H. Calby. 1969. Kangaroos. Cheshire F.W. (ritstj.). Melbourne.
  • Luo, Z.X., Ji, Q., Wible, J.R. & Yuan, C.X. 2003. An early Cretaceous tribosphenic mammal and metatherian evolution. Science 302. 1934–1940.
  • Macdonald, D. (ritstj.). 2001. The Encyclopedia of Mammals. Oxford, Oxford University Press.
  • Rannveig Magnúsdóttir. 2009. Ránpokadýr í Ástralíu - uppruni og örlög. Náttúrufræðingurinn 78 (3-4): 139-146.
  • Australian megafauna á Wikipedia.
  • Virginia Opossum á Wikipedia.
  • Mynd af kínaposu: Sinodelphys á Wikipedia.
  • Mynd af fenjapokamús á spena: Rannveig Magnúsdóttir.
  • Mynd af pokakanínu: It's Nature


Hér er einnig svarað spurningunni:
Getur þú sagt mér eitthvað um pokadýr, til dæmis einkenni, æxlun, fæðu o.s.frv?

Höfundur

Útgáfudagur

12.2.2010

Spyrjandi

Laufey Soffía Þórsdóttir, Elín Signý

Tilvísun

Rannveig Magnúsdóttir. „Hvað éta pokadýr?“ Vísindavefurinn, 12. febrúar 2010, sótt 11. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=49934.

Rannveig Magnúsdóttir. (2010, 12. febrúar). Hvað éta pokadýr? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=49934

Rannveig Magnúsdóttir. „Hvað éta pokadýr?“ Vísindavefurinn. 12. feb. 2010. Vefsíða. 11. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=49934>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað éta pokadýr?
Það er erfitt að gefa tæmandi úttekt á fæðu pokadýra þar sem pokadýr eru nokkuð fjölbreyttur hópur. Hér verður þess vegna fjallað um ættbálka pokadýra og sagt frá helstu einkennum og fæðu dýranna.

Ránpokadýr (Dasyuromorphia)

Þessi ættbálkur skiptist í þrjár ættir; maurapokaætt (Myrmecobiidae), pokaúlfaætt (Thylacinidae) og pokamarðaætt (Dasyuridae). Fullvaxinn maurapoki er um 280–550 grömm að þyngd og þarf að éta um 20.000 termíta á dag sem hann sleikir upp með límkenndri tungu. Talið er að einungis 1.000 fullorðin dýr séu enn á lífi.

Pokaúlfurinn (Thylacinus cynocephalus) var síðasta tegundin í pokaúlfaættinni en tegundin dó út árið 1936. Þetta var stærsta ránpokadýr nútímans (50–60 kíló) og fannst einungis á eyjunni Tasmaníu við landnám Evrópumanna. Pokaúlfurinn veiddi aðallega kengúrur og vallabíur.

Einstaklingar af pokamarðaætt finnast í Ástralíu og Nýju-Gíneu og ættin inniheldur 69 núlifandi tegundir af 21 ættkvísl. Meðal þeirra eru pokaskollar (Tasmanian devil), pokakettir (quolls) og ýmsar stærðir og gerðir pokamúsa og pokahreysikatta. Pokamerðir eru af öllum stærðum og gerðum og éta fjölbreytta fæðu, frá skordýrum til lítilla spendýra og skriðdýra. Sumir eru örsmáir eins og pokahreysikötturinn (Planigale tenuirostris), sem er eitt minnsta spendýr á jörðinni og vegur einungis 5–9 grömm.

Pokagreifingjar (Peramelemorphia)

Í þessum ættbálki má finna 18 núlifandi tegundir pokagreifingja (Bandicoot) og pokakanínur (Bilby). Þessar tegundir eru alætur og éta til dæmis fræ, sveppi, skordýr, kóngulær og önnur smádýr. Pokakanínur hafa mjög löng eyru eins og kanínur og til þess að bjarga þessu dýri úr útrýmingarhættu hafa menn gripið til þess ráðs að markaðssetja páskapokakanínur úr súkkulaði á páskum (í stað páskakanína) til að vekja athygli á málsstaðnum. Af öllum hópum ástralskra pokadýra hafa pokagreifingjar orðið fyrir mestum skakkaföllum og flestar tegundirnar eru í útrýmingarhættu.



Pokakanína.

Pokamoldvörpur (Notoryctemorphia)

Í þessum ættbálki eru einungis tvær tegundir sem éta aðallega skordýralirfur. Pokamoldvörpur eru um 14-15 cm og vega um 40 grömm. Þær eru algjörlega blindar og treysta því alfarið á önnur skynfæri. Það er mjög erfitt er að rannsaka þessi dýr og þess vegna lítið vitað um þau.

Pokagrasbítar (Diprotodontia)

Þessi ættbálkur skiptist í þrjár ættir; vombatiformes (kóalabirnir og vambar), phalangeriformes (meðal annars posur, kúskús og pokasvifíkornar) og macropodiformes (meðal annars kengúrur og vallabíur). Þessi dýr eru af öllum stærðum og gerðum en eiga það sameiginlegt í dag að vera jurtaætur. Á forsögulegum tíma voru þó til ránkengúrur sem voru kjötætur. Einnig voru til risavambar (Diprodoton), risakóalabirnir (Phascolarctos stirtoni) og risakengúrur (Procoptodon) sem dóu út eftir að maðurinn kom til Ástralíu fyrir um 40-50 þúsund árum.

Pokarottur (Didelphimorphia), pokasnjáldrur (Paucituberculata) og sílópokarottur (Microbiotheria)

Í þessum ættbálkum eru fjölmargar tegundir, um 92 tegundir finnast í Suður-Ameríku en einungis ein pokarottutegund, virginíuposan (Didelphis virginiana), finnst í Norður-Ameríku. Ef virginíuposunni finnst hún vera í hættu tekur hún til þess ráðs að þykjast vera dauð þangað til hættan líður hjá. Pokarottur og sílópokarottur (ein tegund Dromiciops gliroides) eru alætur en pokasnjáldrur rándýr. Nálægt mannabyggðum finnst sumum pokarottum sérstaklega gott að gramsa í ruslatunnum fólks.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir

  • Frith, H.J. & J.H. Calby. 1969. Kangaroos. Cheshire F.W. (ritstj.). Melbourne.
  • Luo, Z.X., Ji, Q., Wible, J.R. & Yuan, C.X. 2003. An early Cretaceous tribosphenic mammal and metatherian evolution. Science 302. 1934–1940.
  • Macdonald, D. (ritstj.). 2001. The Encyclopedia of Mammals. Oxford, Oxford University Press.
  • Rannveig Magnúsdóttir. 2009. Ránpokadýr í Ástralíu - uppruni og örlög. Náttúrufræðingurinn 78 (3-4): 139-146.
  • Australian megafauna á Wikipedia.
  • Virginia Opossum á Wikipedia.
  • Mynd af kínaposu: Sinodelphys á Wikipedia.
  • Mynd af fenjapokamús á spena: Rannveig Magnúsdóttir.
  • Mynd af pokakanínu: It's Nature


Hér er einnig svarað spurningunni:
Getur þú sagt mér eitthvað um pokadýr, til dæmis einkenni, æxlun, fæðu o.s.frv?
...