Sólin Sólin Rís 06:40 • sest 20:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:55 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:45 • Síðdegis: 17:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:40 • sest 20:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:55 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:45 • Síðdegis: 17:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan komu pokadýrin?

Rannveig Magnúsdóttir

Spendýrum er oftast skipt í þrjá undirflokka; legkökudýr, pokadýr og nefdýr. Lengi var talið að pokadýr ættu rætur sínar að rekja til Norður-Ameríku snemma á krítartímabilinu, fyrir meira en 100 milljónum árum. Þá töldu menn að frumpokadýr (Metatheria) hefði kvíslast frá frumlegkökudýrum (Eutheria). Á þeim tíma var Norður-Ameríka enn hluti af risaheimsálfunni Laurasíu í heimi sem þá skiptist í tvær heimsálfur, hina norðlægu Laurasíu og hið suðlæga Gondwanaland. Hægt er að sjá hvar meginlöndin voru staðsett á krítartímabilinu í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Af hverju brotnaði Pangea upp?

Árið 2003 fannst hins vegar steingervingur í Kína sem gefur vísbendingar um að fyrstu pokadýrin hafi þróast í Asíuhluta Laurasíu og síðar dreifst vestur þangað sem Norður-Ameríka er nú. Steingervingurinn sem kalla má kínaposu (Sinodelphys szalayi) er talinn vera 125 milljón ára gamall.



Steingervingur kínaposu.

Kínaposan var lítið, liðugt rándýr sem talið er að hafi veitt orma og skordýr og ferðast um skóginn með því að hoppa milli trjágreina. Þessi ótrúlega vel varðveitti steingervingur vakti mikla athygli í vísindaheiminum því ekki höfðu áður fundist pokadýrasteingervingar á þessum slóðum. Þeir elstu sem áður höfðu fundist voru í Norður-Ameríku, um 15–20 milljón árum yngri en Kínaposan.

Fyrstu pokadýrin komu þess vegna líklega fram í Asíuhluta Laurasíu.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

  • Frith, H.J. & J.H. Calby. 1969. Kangaroos. Cheshire F.W. (ritstj.). Melbourne.
  • Luo, Z.X., Ji, Q., Wible, J.R. & Yuan, C.X. 2003. An early Cretaceous tribosphenic mammal and metatherian evolution. Science 302. 1934–1940.
  • Macdonald, D. (ritstj.). 2001. The Encyclopedia of Mammals. Oxford, Oxford University Press.
  • Rannveig Magnúsdóttir. 2009. Ránpokadýr í Ástralíu - uppruni og örlög. Náttúrufræðingurinn 78 (3-4): 139-146.
  • Mynd af kínaposu: Sinodelphys á Wikipedia.

Höfundur

Útgáfudagur

5.2.2010

Spyrjandi

Laufey Soffía Þórsdóttir, f. 1994, Elín Signý, f. 1991

Tilvísun

Rannveig Magnúsdóttir. „Hvaðan komu pokadýrin?“ Vísindavefurinn, 5. febrúar 2010, sótt 11. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=55271.

Rannveig Magnúsdóttir. (2010, 5. febrúar). Hvaðan komu pokadýrin? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=55271

Rannveig Magnúsdóttir. „Hvaðan komu pokadýrin?“ Vísindavefurinn. 5. feb. 2010. Vefsíða. 11. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=55271>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan komu pokadýrin?
Spendýrum er oftast skipt í þrjá undirflokka; legkökudýr, pokadýr og nefdýr. Lengi var talið að pokadýr ættu rætur sínar að rekja til Norður-Ameríku snemma á krítartímabilinu, fyrir meira en 100 milljónum árum. Þá töldu menn að frumpokadýr (Metatheria) hefði kvíslast frá frumlegkökudýrum (Eutheria). Á þeim tíma var Norður-Ameríka enn hluti af risaheimsálfunni Laurasíu í heimi sem þá skiptist í tvær heimsálfur, hina norðlægu Laurasíu og hið suðlæga Gondwanaland. Hægt er að sjá hvar meginlöndin voru staðsett á krítartímabilinu í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Af hverju brotnaði Pangea upp?

Árið 2003 fannst hins vegar steingervingur í Kína sem gefur vísbendingar um að fyrstu pokadýrin hafi þróast í Asíuhluta Laurasíu og síðar dreifst vestur þangað sem Norður-Ameríka er nú. Steingervingurinn sem kalla má kínaposu (Sinodelphys szalayi) er talinn vera 125 milljón ára gamall.



Steingervingur kínaposu.

Kínaposan var lítið, liðugt rándýr sem talið er að hafi veitt orma og skordýr og ferðast um skóginn með því að hoppa milli trjágreina. Þessi ótrúlega vel varðveitti steingervingur vakti mikla athygli í vísindaheiminum því ekki höfðu áður fundist pokadýrasteingervingar á þessum slóðum. Þeir elstu sem áður höfðu fundist voru í Norður-Ameríku, um 15–20 milljón árum yngri en Kínaposan.

Fyrstu pokadýrin komu þess vegna líklega fram í Asíuhluta Laurasíu.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

  • Frith, H.J. & J.H. Calby. 1969. Kangaroos. Cheshire F.W. (ritstj.). Melbourne.
  • Luo, Z.X., Ji, Q., Wible, J.R. & Yuan, C.X. 2003. An early Cretaceous tribosphenic mammal and metatherian evolution. Science 302. 1934–1940.
  • Macdonald, D. (ritstj.). 2001. The Encyclopedia of Mammals. Oxford, Oxford University Press.
  • Rannveig Magnúsdóttir. 2009. Ránpokadýr í Ástralíu - uppruni og örlög. Náttúrufræðingurinn 78 (3-4): 139-146.
  • Mynd af kínaposu: Sinodelphys á Wikipedia.
...