Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvert er stærsta dýr í heimi sem lifir á landi?

Jón Már Halldórsson

Stærsta núlifandi landdýrið er afríkufíllinn (Loxodonta africana). Karlfílar geta vegið á bilinu 5,8-6,5 tonn og hæstu tarfarnir ná um 4,5 metra hæð á herðakamb.

Afríkufílar lifa aðallega í suður- og austurhluta Afríku. Nokkuð hefur fækkað í hópnum líkt og hjá asíska fílnum, aðallega vegna veiðiþjófnaðar en einnig vegna ásóknar mannsins í óspilltar gresjur til landbúnaðar. Afrískir fílar geta orðið gamlir, vitað er um kýr sem hafa náð því að verða hálfáttræðar. Fílarnir halda áfram að vaxa á meðan þeir lifa. Elstu tarfarnir geta orðið allt að 4-4,5 metrar á herðakamb en kýrnar rúmir 3 metrar.

Afríkufíllinn (Loxodonta africana) er stærsta núlifandi landdýrið.

Fílastofnarnir stækka hægt. Kýrnar bera á 4-9 ára fresti og ná fyrst kynþroska við 11 ára aldur samkvæmt rannsóknum. Meðgöngutíminn er 22 mánuðir. Kálfarnir eru lengi á spena móður sinnar en þó er óvenju mikill breytileiki á þessum þætti hjá ólíkum stofnum, allt frá 48 til 108 mánuða. Stuttu eftir að kýrnar venja kálfana af spena komast þær aftur í mökunarham og þannig hefst æxlun á nýjan leik.

Afríkufílar hafa verið mikið rannsakaðir, enda áberandi og tilkomumikil dýr. Ýmsir þættir í samfélagsuppbyggingu þeirra hafa komið á óvart svo sem ýmsar tilfinningar sem þeir sýna öðrum meðlimum hjarðarinnar og jafnvel lærdómsgáfur, flestir þekkja væntanlega orðtakið ‘fílar gleyma engu’. Víða er hægt að finna efni um fíla á Netinu og til er ágæt bók um þá eftir Cynthiu Moss, Elephant Memories, auk fjölmargra annarra.

Afrískir fílar eru lítilfjörlegir séu þeir bornir saman við stærsta landspendýr sem uppi hefur verið. Sá risi nefnist á fræðimáli Paraceratherium (stundum Indricotherium) og tilheyrði ætt svokallaðra beljaka sem asískir nashyrningar eru skyldir. Hægt er að lýsa skepnunni með þeim orðum að hún hafi verið hornlaus og óvenju langfættur nashyrningur.

Leifar af Paraceratherium hafa fundist í Mið-Asíu, meðal annars í Balúkistan í Pakistan og víðar. Þeir eru taldir hafa horfið af sjónarsviðinu snemma á míósentímabilinu fyrir um 16 milljónum ára. Þessir risar gátu orðið allt að 5,5 metrar á herðakamb eða svipaðir á hæð og gíraffar, þeir voru um 8 metrar á lengd og vógu allt að 30 tonn! Þeir voru jurtaætur og átu lauf af trjám. Enski fornlífsfræðingurinn C. Forster Cooper fann fyrstu steingerðu leifar skepnunnar í Balúkistan árið 1910 og taldi upphaflega að hann hefði fundið risaeðlu.

Stærsta landdýr sem uppi hefur verið er hins vegar risaeðlan finngálkn. Hægt er að fræðast meira um finngálknið í svari Leifs A. Símonarsonar við spurningunni Hver var stærsta risaeðlan?

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

6.1.2004

Síðast uppfært

19.4.2024

Spyrjandi

Guðrún Magnúsdóttir, f. 1990

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvert er stærsta dýr í heimi sem lifir á landi?“ Vísindavefurinn, 6. janúar 2004, sótt 4. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3939.

Jón Már Halldórsson. (2004, 6. janúar). Hvert er stærsta dýr í heimi sem lifir á landi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3939

Jón Már Halldórsson. „Hvert er stærsta dýr í heimi sem lifir á landi?“ Vísindavefurinn. 6. jan. 2004. Vefsíða. 4. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3939>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvert er stærsta dýr í heimi sem lifir á landi?
Stærsta núlifandi landdýrið er afríkufíllinn (Loxodonta africana). Karlfílar geta vegið á bilinu 5,8-6,5 tonn og hæstu tarfarnir ná um 4,5 metra hæð á herðakamb.

Afríkufílar lifa aðallega í suður- og austurhluta Afríku. Nokkuð hefur fækkað í hópnum líkt og hjá asíska fílnum, aðallega vegna veiðiþjófnaðar en einnig vegna ásóknar mannsins í óspilltar gresjur til landbúnaðar. Afrískir fílar geta orðið gamlir, vitað er um kýr sem hafa náð því að verða hálfáttræðar. Fílarnir halda áfram að vaxa á meðan þeir lifa. Elstu tarfarnir geta orðið allt að 4-4,5 metrar á herðakamb en kýrnar rúmir 3 metrar.

Afríkufíllinn (Loxodonta africana) er stærsta núlifandi landdýrið.

Fílastofnarnir stækka hægt. Kýrnar bera á 4-9 ára fresti og ná fyrst kynþroska við 11 ára aldur samkvæmt rannsóknum. Meðgöngutíminn er 22 mánuðir. Kálfarnir eru lengi á spena móður sinnar en þó er óvenju mikill breytileiki á þessum þætti hjá ólíkum stofnum, allt frá 48 til 108 mánuða. Stuttu eftir að kýrnar venja kálfana af spena komast þær aftur í mökunarham og þannig hefst æxlun á nýjan leik.

Afríkufílar hafa verið mikið rannsakaðir, enda áberandi og tilkomumikil dýr. Ýmsir þættir í samfélagsuppbyggingu þeirra hafa komið á óvart svo sem ýmsar tilfinningar sem þeir sýna öðrum meðlimum hjarðarinnar og jafnvel lærdómsgáfur, flestir þekkja væntanlega orðtakið ‘fílar gleyma engu’. Víða er hægt að finna efni um fíla á Netinu og til er ágæt bók um þá eftir Cynthiu Moss, Elephant Memories, auk fjölmargra annarra.

Afrískir fílar eru lítilfjörlegir séu þeir bornir saman við stærsta landspendýr sem uppi hefur verið. Sá risi nefnist á fræðimáli Paraceratherium (stundum Indricotherium) og tilheyrði ætt svokallaðra beljaka sem asískir nashyrningar eru skyldir. Hægt er að lýsa skepnunni með þeim orðum að hún hafi verið hornlaus og óvenju langfættur nashyrningur.

Leifar af Paraceratherium hafa fundist í Mið-Asíu, meðal annars í Balúkistan í Pakistan og víðar. Þeir eru taldir hafa horfið af sjónarsviðinu snemma á míósentímabilinu fyrir um 16 milljónum ára. Þessir risar gátu orðið allt að 5,5 metrar á herðakamb eða svipaðir á hæð og gíraffar, þeir voru um 8 metrar á lengd og vógu allt að 30 tonn! Þeir voru jurtaætur og átu lauf af trjám. Enski fornlífsfræðingurinn C. Forster Cooper fann fyrstu steingerðu leifar skepnunnar í Balúkistan árið 1910 og taldi upphaflega að hann hefði fundið risaeðlu.

Stærsta landdýr sem uppi hefur verið er hins vegar risaeðlan finngálkn. Hægt er að fræðast meira um finngálknið í svari Leifs A. Símonarsonar við spurningunni Hver var stærsta risaeðlan?

Mynd: ...