Sólin Sólin Rís 03:45 • sest 23:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:29 • Sest 23:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 14:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:54 • Síðdegis: 20:49 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:45 • sest 23:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:29 • Sest 23:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 14:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:54 • Síðdegis: 20:49 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getið þið sagt mér eitthvað um dýralíf í Færeyjum?

Jón Már Halldórsson

Líkt og á Íslandi eru fuglar mest áberandi flokkur hryggdýra í Færeyjum. Ekkert villt landspendýr lifir í Færeyjum nema þau sem hafa borist með mönnum.

Spendýr

Þrjár tegundir spendýra virðast þrífast ágætlega villtar í dag. Þetta eru brúnrotta (Rattus norvegicus), héri (Lepus timidus) og húsamús (Mus musculus).

Hérar voru fluttir til Færeyja frá Noregi 1854 og hafa aðlagast vistkerfi eyjanna mjög vel. Fyrst var ákveðinn hluti stofnsins hvítur en nú, sökum snjóleysis á eyjunum, er nær 99,9% stofnsins brúnleitur.

Héri (Lepus timidus).

Sennilega bárust húsamýs til Færeyja með írskum munkum (pöpum) á 6. öld eða um það leyti sem papar tóku að sigla norður á bóginn í leit að einveru. Sökum einangrunar telja dýrafræðingar sterk rök fyrir því að á eyjunum hafi þróast að minnsta kosti tvær deilitegundir húsamúsa. Önnur er kennd við færeysku eyjuna Mykines, Mus musculus mykinessiensis, sem er skyld húsamúsum frá bresku eyjunni St. Kilda. Hin deilitegundin er nefnd í höfuðið á Færeyjum, Mus musculus faroeensis.

Sagt er að rottur finnist þar sem menn eru. Þetta er kannski ofsögum sagt en samt sem áður eru brúnrottur algengar víða í Norður-Ameríku og Evrasíu í tengslum við mannabyggðir. Færeyjar eru engin undantekning á því.

Útselur (Halichoerus grypus).

Við eyjarnar má sjá stöku sinnum útseli (Halichoerus grypus). Líkt og við Ísland er fjöldi tegunda hvala, frá stórum reyðarhvölum (Balaenopteridae), sem halda til á sumrin innan færeysku lögsögunnar, til höfrunga (Delphinidae) og grindhvala (Globicephala melas) sem eru algengir á sundum og fjörðum. Háhyrningar (Orcinus orcas) koma stöku sinnum í ætisleit inn í firði.

Fuglalíf

Sjófuglar eru mjög áberandi í Færeyjum og fjölmargar tegundir sjófugla verpa þar. Svartfuglar eins og álka (Alca torda), langvía (Uria aalge), teista (Cepphus grylle) og stuttnefja (Uria lomvia) eru algengir fuglar í björgum eyjanna. Lundinn (Fratercula Arctica) telur nú um 550 þúsund pör. Fýllinn (Fulmarus glacialis) sem nam land á eyjunum á 19. öld líkt og á Íslandi er sennilega algengasti varpfugl eyjanna með um 600 þúsund varppör. Súla (Sula sula) sést einnig við eyjarnar þar sem hún steypir sér tignarlega eftir torfufiski en hún verpir aðeins á eynni Mykines og telst varpið vera um 2.000 pör.

Fýll (Fulmarus glacialis).

Stormsvala (Hydrobates pelagicus) er einnig afar algengur fugl líkt og á Íslandi. Varp stormsvölunnar á eyjunni Nólsoy telst vera stærsta varp stormsvölu í heiminum. Aðrir sjófuglar sem eru áberandi í náttúru Færeyja eru rita (Rissa tridactyla) og skrofa (Puffinus puffinus).

Allt teljast þetta vera sjófuglar en einnig finnast sex tegundir máffugla og æðarfugl (Somateria mollissima) sem er algengur við strendur eyjanna líkt og hér við land.

Tegundir sem halda til inn til lands eru mun færri en kunnir fuglar eins og tjaldur (Haematopus ostralegus), stari (Sturnus vulgaris), hrossagaukur (Capella gallinago) og kría (Sterna paradisea) eru áberandi fuglar á heiðum, mýrum og við mannabyggðir.

Þess má geta að tjaldurinn er þjóðarfugl Færeyja.

Hrafninn (Corvus corax) og kráka (Corvus corone) sem ekki verpa hér á landi eru tiltölulega algengar tegundir á eyjunum.

Smyrillinn (Falco columbarius) sést hér á færeysku frímerki eftir Edward Fuglø.

Aðeins ein ránfuglategund (Falcinoformes) verpir á eyjunum en það er smyrillinn (Falco columbarius) sem er smæstur allra fálka. Förufálki (Falco peregrinus) og Íslandsfálki eða valur (Falco rusticulus) flækjast stöku sinnum til eyjanna.

Önnur dýr

Engin skriðdýr eða froskdýr lifa villt í Færeyjum en hryggleysingjafánan er nokkuð áþekk þeirri íslensku þó tegundir séu færri í flestum fylkingum.

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

28.12.2010

Spyrjandi

Arndís Ósk Magnúsdóttir, f. 2000

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Getið þið sagt mér eitthvað um dýralíf í Færeyjum?“ Vísindavefurinn, 28. desember 2010, sótt 16. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=57880.

Jón Már Halldórsson. (2010, 28. desember). Getið þið sagt mér eitthvað um dýralíf í Færeyjum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=57880

Jón Már Halldórsson. „Getið þið sagt mér eitthvað um dýralíf í Færeyjum?“ Vísindavefurinn. 28. des. 2010. Vefsíða. 16. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=57880>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getið þið sagt mér eitthvað um dýralíf í Færeyjum?
Líkt og á Íslandi eru fuglar mest áberandi flokkur hryggdýra í Færeyjum. Ekkert villt landspendýr lifir í Færeyjum nema þau sem hafa borist með mönnum.

Spendýr

Þrjár tegundir spendýra virðast þrífast ágætlega villtar í dag. Þetta eru brúnrotta (Rattus norvegicus), héri (Lepus timidus) og húsamús (Mus musculus).

Hérar voru fluttir til Færeyja frá Noregi 1854 og hafa aðlagast vistkerfi eyjanna mjög vel. Fyrst var ákveðinn hluti stofnsins hvítur en nú, sökum snjóleysis á eyjunum, er nær 99,9% stofnsins brúnleitur.

Héri (Lepus timidus).

Sennilega bárust húsamýs til Færeyja með írskum munkum (pöpum) á 6. öld eða um það leyti sem papar tóku að sigla norður á bóginn í leit að einveru. Sökum einangrunar telja dýrafræðingar sterk rök fyrir því að á eyjunum hafi þróast að minnsta kosti tvær deilitegundir húsamúsa. Önnur er kennd við færeysku eyjuna Mykines, Mus musculus mykinessiensis, sem er skyld húsamúsum frá bresku eyjunni St. Kilda. Hin deilitegundin er nefnd í höfuðið á Færeyjum, Mus musculus faroeensis.

Sagt er að rottur finnist þar sem menn eru. Þetta er kannski ofsögum sagt en samt sem áður eru brúnrottur algengar víða í Norður-Ameríku og Evrasíu í tengslum við mannabyggðir. Færeyjar eru engin undantekning á því.

Útselur (Halichoerus grypus).

Við eyjarnar má sjá stöku sinnum útseli (Halichoerus grypus). Líkt og við Ísland er fjöldi tegunda hvala, frá stórum reyðarhvölum (Balaenopteridae), sem halda til á sumrin innan færeysku lögsögunnar, til höfrunga (Delphinidae) og grindhvala (Globicephala melas) sem eru algengir á sundum og fjörðum. Háhyrningar (Orcinus orcas) koma stöku sinnum í ætisleit inn í firði.

Fuglalíf

Sjófuglar eru mjög áberandi í Færeyjum og fjölmargar tegundir sjófugla verpa þar. Svartfuglar eins og álka (Alca torda), langvía (Uria aalge), teista (Cepphus grylle) og stuttnefja (Uria lomvia) eru algengir fuglar í björgum eyjanna. Lundinn (Fratercula Arctica) telur nú um 550 þúsund pör. Fýllinn (Fulmarus glacialis) sem nam land á eyjunum á 19. öld líkt og á Íslandi er sennilega algengasti varpfugl eyjanna með um 600 þúsund varppör. Súla (Sula sula) sést einnig við eyjarnar þar sem hún steypir sér tignarlega eftir torfufiski en hún verpir aðeins á eynni Mykines og telst varpið vera um 2.000 pör.

Fýll (Fulmarus glacialis).

Stormsvala (Hydrobates pelagicus) er einnig afar algengur fugl líkt og á Íslandi. Varp stormsvölunnar á eyjunni Nólsoy telst vera stærsta varp stormsvölu í heiminum. Aðrir sjófuglar sem eru áberandi í náttúru Færeyja eru rita (Rissa tridactyla) og skrofa (Puffinus puffinus).

Allt teljast þetta vera sjófuglar en einnig finnast sex tegundir máffugla og æðarfugl (Somateria mollissima) sem er algengur við strendur eyjanna líkt og hér við land.

Tegundir sem halda til inn til lands eru mun færri en kunnir fuglar eins og tjaldur (Haematopus ostralegus), stari (Sturnus vulgaris), hrossagaukur (Capella gallinago) og kría (Sterna paradisea) eru áberandi fuglar á heiðum, mýrum og við mannabyggðir.

Þess má geta að tjaldurinn er þjóðarfugl Færeyja.

Hrafninn (Corvus corax) og kráka (Corvus corone) sem ekki verpa hér á landi eru tiltölulega algengar tegundir á eyjunum.

Smyrillinn (Falco columbarius) sést hér á færeysku frímerki eftir Edward Fuglø.

Aðeins ein ránfuglategund (Falcinoformes) verpir á eyjunum en það er smyrillinn (Falco columbarius) sem er smæstur allra fálka. Förufálki (Falco peregrinus) og Íslandsfálki eða valur (Falco rusticulus) flækjast stöku sinnum til eyjanna.

Önnur dýr

Engin skriðdýr eða froskdýr lifa villt í Færeyjum en hryggleysingjafánan er nokkuð áþekk þeirri íslensku þó tegundir séu færri í flestum fylkingum.

Myndir:...