Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvað getið þið sagt mér um grindhvali?

Jón Már Halldórsson

Grindhvalur (Globicephala melas) eða marsvín eins og tegundin er líka kölluð, tilheyrir undirættbálki tannhvala (Odontoceti), ætt hafurhvela (Delphinidae) og ættkvísl grindhvala (Globicephala). Innan ættkvíslar grindhvala er ein önnur tegund, flipahvalur (Globicephala macrorhynchus) sem hefur suðlægari útbreiðslu en sá grindhvalur sem lifir hér við land.

Grindhvalategundin Globicephala melas greinist í tvær deilitegundir. Annars vegar er það Globicephala melas melas sem kalla mætti norðlægu deilitegundina. Hún finnst á stórum svæðum í Norður-Atlantshafsinu, allt frá hafsvæðunum undan Suðvestur-Grænlandi, kringum Ísland og norður til Barentshafs, en teygir einnig útbreiðslu sína suður að norðvesturströnd Afríku og inn í Miðjarðarhaf, auk þess að finnast undan ströndum Bandaríkjanna. Hins vegar er það suðlæga deilitegundin sem á fræðimáli nefnist Globicephala melas edwardi og er útbreidd um allt suðurhvel jarðar.

Útbreiðsla tegundarinnar Globicephala melas. Deilitegundin Globicephala melas melas lifir á norðurhveli en Globicephala melas edwardi á suðurhveli.

Grindhvalir eru tiltölulega litlir hvalir. Grindhvalstarfur er yfirleitt á bilinu 5,5-6 m langur og getur vegið allt að 3,5 tonn. Kýrin er venjulega nokkuð minni eða á bilinu 4-5 m löng og um 1,8 tonn. Grindhvalir eru langoftast svartir eða svargráir að lit, með gráar skellur að aftanverðu og hvíta bletti að neðanverðu. Bakugginn er hár og ávalur líkt og hjá háhyrningum (Orchinus orcas). Bægslin eru löng og mjó og er oftast best að styðjast við þau þegar grindhvalur er greindur niður til tegundar. Enni grindhvalsins er hátt og kúpt og í hvorum skolti eru á bilinu 8-13 tennur.

Grindhvalir virðast kunna best við sig við sjávarhita á bilinu 0-25°C. Þeir eru aðallega úthafshvalir en koma þó reglulega upp á grunnsævi í ætisleit. Helsta fæða þeirra er smokkfiskur og fisktegundir á borð við þorsk, kolmúla, svartaspröku, síld, makríl og fleiri tegundir en samsetning fæðunnar fer eftir þeim svæðum þar sem grindhvalurinn heldur til. Grindhvalir kafa venjulega á allt að 60 m dýpi í fæðuleit en rannsóknir hafa sýnt að þeir geta þó farið mun dýpra eða á allt að 800 metra dýpi. Venjulega éta grindhvalir á nóttunni en þó getur verið allur gangur á því.

Samanburður á stærð grindhvals og manns.

Grindhvalir eru ákaflega félagslyndir. Þeir finnast oft í stórum hjörðum, meira en 100 dýr, en dæmi eru um enn stærri hópa eða allt að 1.200 dýr. Rannsóknir hafa bent til þess að þessir hópar séu fastheldnar fjölskyldur líkt og hjá háhyrningum. Mjög algengt er að sjá stóra grindhvalahópa í samfloti með minni höfrungum hér við landið svo sem stökklum (Tursiops truncatus) og leifturhnýðum (Lagenorhynchus acutus).

Samkvæmt stofnmati Alþjóða spendýraráðsins (NAMMCO) er heildarstofnstærð grindhvals á austanverðu Norður-Atlantshafi talin vera í kringum 778 þúsund dýr. Af þessum fjölda eru um 100 þúsund dýr sem halda til í kringum Færeyjar og rúmlega 35 þúsund dýr á hafsvæðinu í kringum Ísland.

Aðeins Færeyingar og Grænlendingar stunda reglubundnar veiðar á grindhval. Færeyingar hafa stundað grindhvalaveiðar í margar aldir, til eru veiðitölur aftur til ársins 1584 og eru öll gögn síðan 1709 varðveitt. Samkvæmt þessum gögnum hafa að meðaltali verið veidd 850 dýr á ári eða frá engu allt upp í 4.480 dýr. Veiðar Grænlendinga eru mun umfangsminni. Það er því ljóst að veiðar þessara nágranna okkar á grindhval ógna tegundinni á engan hátt þó veiðiaðferðirnar hafi farið fyrir brjóstið á ýmsum dýraverndarsinnum.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir:

  • Bloch D, Desportes G, Mouritsen R, Skaaning S, Stefansson E. 1993c. An introduction to studies on the ecology and status of the long-finned pilot whale (Globicephala melas) off the Faroe Islands, 1986-1988. Rep. int. Whal. Commn (Special Issue 14): 1-32.
  • Martin A.R.1994. Globicephala melas - Langflossen-Grindwal. Í (Niethammer J, Krapp F, ritstj.) Handbuch der Säugetiere Europas . Band 6: Meeressäuger. Teil 1A Wale und Delphine 1. Aula-Verlag, Wiesbaden, Germany, pp. 407 – 421.
  • NAMMCO. 1997. North Atlantic Marine Mammal Commission Annual Report 1996: Report of the Scientific Committee working group on abundance estimates: 173-202.
  • Zachariassen P (1993). Pilot whale catches in the Faroe Islands, 1709-1992. Rep. int. Whal. Commn (special issue 14): 69-88.
  • Útbreiðslukort og mynd af stærðarhlutföllum: Long-finned Pilot Whale á Wikipedia. Sótt 24. 10. 2008.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

28.10.2008

Spyrjandi

Embla Rún Björnsdóttir, f. 1997

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um grindhvali?“ Vísindavefurinn, 28. október 2008. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=48876.

Jón Már Halldórsson. (2008, 28. október). Hvað getið þið sagt mér um grindhvali? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=48876

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um grindhvali?“ Vísindavefurinn. 28. okt. 2008. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=48876>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um grindhvali?
Grindhvalur (Globicephala melas) eða marsvín eins og tegundin er líka kölluð, tilheyrir undirættbálki tannhvala (Odontoceti), ætt hafurhvela (Delphinidae) og ættkvísl grindhvala (Globicephala). Innan ættkvíslar grindhvala er ein önnur tegund, flipahvalur (Globicephala macrorhynchus) sem hefur suðlægari útbreiðslu en sá grindhvalur sem lifir hér við land.

Grindhvalategundin Globicephala melas greinist í tvær deilitegundir. Annars vegar er það Globicephala melas melas sem kalla mætti norðlægu deilitegundina. Hún finnst á stórum svæðum í Norður-Atlantshafsinu, allt frá hafsvæðunum undan Suðvestur-Grænlandi, kringum Ísland og norður til Barentshafs, en teygir einnig útbreiðslu sína suður að norðvesturströnd Afríku og inn í Miðjarðarhaf, auk þess að finnast undan ströndum Bandaríkjanna. Hins vegar er það suðlæga deilitegundin sem á fræðimáli nefnist Globicephala melas edwardi og er útbreidd um allt suðurhvel jarðar.

Útbreiðsla tegundarinnar Globicephala melas. Deilitegundin Globicephala melas melas lifir á norðurhveli en Globicephala melas edwardi á suðurhveli.

Grindhvalir eru tiltölulega litlir hvalir. Grindhvalstarfur er yfirleitt á bilinu 5,5-6 m langur og getur vegið allt að 3,5 tonn. Kýrin er venjulega nokkuð minni eða á bilinu 4-5 m löng og um 1,8 tonn. Grindhvalir eru langoftast svartir eða svargráir að lit, með gráar skellur að aftanverðu og hvíta bletti að neðanverðu. Bakugginn er hár og ávalur líkt og hjá háhyrningum (Orchinus orcas). Bægslin eru löng og mjó og er oftast best að styðjast við þau þegar grindhvalur er greindur niður til tegundar. Enni grindhvalsins er hátt og kúpt og í hvorum skolti eru á bilinu 8-13 tennur.

Grindhvalir virðast kunna best við sig við sjávarhita á bilinu 0-25°C. Þeir eru aðallega úthafshvalir en koma þó reglulega upp á grunnsævi í ætisleit. Helsta fæða þeirra er smokkfiskur og fisktegundir á borð við þorsk, kolmúla, svartaspröku, síld, makríl og fleiri tegundir en samsetning fæðunnar fer eftir þeim svæðum þar sem grindhvalurinn heldur til. Grindhvalir kafa venjulega á allt að 60 m dýpi í fæðuleit en rannsóknir hafa sýnt að þeir geta þó farið mun dýpra eða á allt að 800 metra dýpi. Venjulega éta grindhvalir á nóttunni en þó getur verið allur gangur á því.

Samanburður á stærð grindhvals og manns.

Grindhvalir eru ákaflega félagslyndir. Þeir finnast oft í stórum hjörðum, meira en 100 dýr, en dæmi eru um enn stærri hópa eða allt að 1.200 dýr. Rannsóknir hafa bent til þess að þessir hópar séu fastheldnar fjölskyldur líkt og hjá háhyrningum. Mjög algengt er að sjá stóra grindhvalahópa í samfloti með minni höfrungum hér við landið svo sem stökklum (Tursiops truncatus) og leifturhnýðum (Lagenorhynchus acutus).

Samkvæmt stofnmati Alþjóða spendýraráðsins (NAMMCO) er heildarstofnstærð grindhvals á austanverðu Norður-Atlantshafi talin vera í kringum 778 þúsund dýr. Af þessum fjölda eru um 100 þúsund dýr sem halda til í kringum Færeyjar og rúmlega 35 þúsund dýr á hafsvæðinu í kringum Ísland.

Aðeins Færeyingar og Grænlendingar stunda reglubundnar veiðar á grindhval. Færeyingar hafa stundað grindhvalaveiðar í margar aldir, til eru veiðitölur aftur til ársins 1584 og eru öll gögn síðan 1709 varðveitt. Samkvæmt þessum gögnum hafa að meðaltali verið veidd 850 dýr á ári eða frá engu allt upp í 4.480 dýr. Veiðar Grænlendinga eru mun umfangsminni. Það er því ljóst að veiðar þessara nágranna okkar á grindhval ógna tegundinni á engan hátt þó veiðiaðferðirnar hafi farið fyrir brjóstið á ýmsum dýraverndarsinnum.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir:

  • Bloch D, Desportes G, Mouritsen R, Skaaning S, Stefansson E. 1993c. An introduction to studies on the ecology and status of the long-finned pilot whale (Globicephala melas) off the Faroe Islands, 1986-1988. Rep. int. Whal. Commn (Special Issue 14): 1-32.
  • Martin A.R.1994. Globicephala melas - Langflossen-Grindwal. Í (Niethammer J, Krapp F, ritstj.) Handbuch der Säugetiere Europas . Band 6: Meeressäuger. Teil 1A Wale und Delphine 1. Aula-Verlag, Wiesbaden, Germany, pp. 407 – 421.
  • NAMMCO. 1997. North Atlantic Marine Mammal Commission Annual Report 1996: Report of the Scientific Committee working group on abundance estimates: 173-202.
  • Zachariassen P (1993). Pilot whale catches in the Faroe Islands, 1709-1992. Rep. int. Whal. Commn (special issue 14): 69-88.
  • Útbreiðslukort og mynd af stærðarhlutföllum: Long-finned Pilot Whale á Wikipedia. Sótt 24. 10. 2008.

...