Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Lifa höfrungar við Ísland?

Jón Már Halldórsson

Af um 30 tegundum núlifandi höfrunga finnast að jafnaði sex hér við land. Sennilega er algengasta tegundin innan landgrunns hnýðingur sem einnig gengur undir nafninu blettahnýðir (Lagenorhynchus albirostris). Um hnýðinga má meðal annars lesa meira í svari við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um höfrunga? Háhyrningur (Orchinus orca) sem er stærstur höfrunga er einnig nokkuð algengur á grunnsævi. Á djúpsævi er grindhvalur (Globicephala melas) og leifturhnýðir (L acutus) algengastir og sjást oft í stórum hópum. Aðrar tegundir sem slæðast inn í fiskveiðilögsögu Íslendinga eru meðal annars léttir (Delphinus delphis) og rákaskoppari (Stenella coeruleoalba) en þeir teljast ekki mjög algengir. Suðurmiðin eru nyrstu mörk útbreiðslu þeirra á Atlantshafi og þessar tegundir eru algengari í hlýsjónum. Hér á eftir er stutt yfirlit um algengustu höfrungategundir á Íslandsmiðum.

Blettahnýðir (Lagenorhynchus albirostris)

Blettahnýðirinn er ákaflega sterklega og rennilega vaxinn höfrungur. Fullvaxinn er hann frá 250 til 300 cm á lengd og vegur frá 180 til 370 kg. Tarfar eru að jafnaði stærri en kýrnar. Eins og sagt er hér að ofan er hann algengastur höfrunga á grunnsævinu ásamt hinum risavaxna háhyrningi. Algengt er blettahnýðir séu saman í hópum, oft nokkrir tugir dýra. Hann er farhvalur en norðlægastur allra smáhöfrunga. Á sumrin finnst hann allt norður til Múrmansk á Kolaskaga og í Scoresbyssunds á Grænlandi. Blettahnýðir finnst oft rekinn hér við land. Lauslegt mat á heildarfjölda blettahnýðings hér við land samkvæmt hvalatalningu Hafrannsóknastofnunnar frá 1989 er að fjöldinn sé á bilinu 12 til 20 þúsund dýr. Þetta eru að vísu 20 ára gamlar niðurstöður en ættu þó að gefa einhverja hugmynd um fjölda dýra sem heldur hér til á Íslandsmiðum. Sjáist til höfrunga í hvalaskoðunarferðum hér við land eru um 90-95% líkur á að þar sé um blettahnýði að ræða.



Hér sjást háhyrningar (Orchinus orca) stökkva upp úr sjónum.

Leifturhnýðir (Lagenorhynchus acutus)

Leifturhnýði (stundum kallaður leiftur) svipar mjög til blettahnýðis (Lagenorhynchus albirostris) enda eru þetta náskyldar tegundir. Þeir eru kraftalegir og rennilegir, um 2-2,5 metrar á lengd og vega í kringum 175 kg. Þeir eru svartir á baki og á bægslum, gráir á hliðum með hvítan kvið. Þeir halda sig saman í hópum og má oft sjá hópa með 10 og allt upp í 100 dýr. Leifturhnýðirinn heldur sig lengra úti á opnu hafi en aðrar tegundir höfrunga sem halda til hér við land. Fæðuval þeirra er fjölbreytt en meginuppstaðan í fæðunni eru þó torfufiskar svo sem síld, makríll og síli. Þar að auki éta þeir töluvert af smokkfiski og annað ætilegt sem til fellur.



Þessi mynd var tekin af blettahnýði í sjónum við Ísland.
© Marianne Rasmussen

Grindhvalur (Globicephala melas)

Grindhvalurinn er talsvert stærri en þær tegundir sem hefur verið fjallað um hér að ofan enda flokkaður í aðra undirætt, ennishöfrunga (Globicephaus). Fullvaxinn grindhvalatarfur er venjulega um 5,5 til 6 metrar á lengd og vegur um 3500 kg. Kvendýrið er nokkuð minna og getur mest orðið um 5 metrar á lengd.

Fullvaxnir grindhvalir eru að mestu svartir á lit en á kviðnum er ljósgrá rönd sem nær allt undir höfuð þar sem hún klofnar. Bakugginn er ávalur og bægslin mjóslegin og nokkuð löng. Þetta einkenni er einmitt eitt helsta auðkenni grindhvalsins. Ennið er afar hátt og mun hærra en hjá öðrum höfrungum sem finnast hér við land.

Grindhvalurinn er úthafshvalur og kemur afar sjaldan á grunnsævi þó það komi fyrir að þeir leiti þangað eftir æti. Líkt og með aðrar tegundir af höfrungaættinni þá eru grindhvalir ákaflega félagslyndir og ferðast um í stórum hópum, mörg hundruð dýr saman. Einhverjar frásagnir eru til af því að stærri hópar hafi sést, allt að 3.000 dýr í vöðu.

Grindhvalir eru mjög algengir á hafsvæðum í kringum landið á sumrin. Ólíkt öðrum tegundum ættarinnar eru grindhvalir þó ekki neitt sérstaklega gefnir fyrir það að synda nærri bátum. Þeir sjást þó talsvert undan norðvestur- og vesturströndinni á haustin og eru þeir þá að eltast við sína uppáhaldsfæðu, beitusmokkinn (Todarodes sagittatus). Auk þeirra éta grindhvalir fjölda fisktegunda svo sem ýmsar tegundir torfufiska. Það hefur oft þótt sérkennilegt atferli hjá grindhvölum að sést hefur til þeirra sofandi í þéttum hóp marandi í hálfu kafi út á rúmsjó.



Hvalveiðar hafa töluvert verið stundaðar í Færeyjum.

Þegar talað er um grinhvali dettur eflaust mörgum í hug grindhvalaveiðar Færeyinga. Veiðar á grindhvölum voru þó einnig töluvert stundaðar hér við land, þó það yrði aldrei neitt í líkingu við veiðarnar í Færeyjum.

Fjölmörg svör má finna á Vísindavefnum um hvali, til dæmis þessi eftir sama höfund:

Heimildir:
  • Sigurður Ægisson, Jón Ásgeir í Aðaldal og Jón Baldur Hlíðberg. 1997. Íslenskir hvalir fyrr og nú. Prentsmiðjan Oddi hf., Reykjavík.
  • Rice, D. W. 1984. Cetaceans. Í Anderson, S. og J. K. Jones, Jr. (ritstj). Orders and Families of Recent Mammals of the World. John Wiley and Sons, New York: bls. 447-490.

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

19.2.2008

Spyrjandi

Axel Máni, f. 1993

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Lifa höfrungar við Ísland?“ Vísindavefurinn, 19. febrúar 2008. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7077.

Jón Már Halldórsson. (2008, 19. febrúar). Lifa höfrungar við Ísland? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7077

Jón Már Halldórsson. „Lifa höfrungar við Ísland?“ Vísindavefurinn. 19. feb. 2008. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7077>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Lifa höfrungar við Ísland?
Af um 30 tegundum núlifandi höfrunga finnast að jafnaði sex hér við land. Sennilega er algengasta tegundin innan landgrunns hnýðingur sem einnig gengur undir nafninu blettahnýðir (Lagenorhynchus albirostris). Um hnýðinga má meðal annars lesa meira í svari við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um höfrunga? Háhyrningur (Orchinus orca) sem er stærstur höfrunga er einnig nokkuð algengur á grunnsævi. Á djúpsævi er grindhvalur (Globicephala melas) og leifturhnýðir (L acutus) algengastir og sjást oft í stórum hópum. Aðrar tegundir sem slæðast inn í fiskveiðilögsögu Íslendinga eru meðal annars léttir (Delphinus delphis) og rákaskoppari (Stenella coeruleoalba) en þeir teljast ekki mjög algengir. Suðurmiðin eru nyrstu mörk útbreiðslu þeirra á Atlantshafi og þessar tegundir eru algengari í hlýsjónum. Hér á eftir er stutt yfirlit um algengustu höfrungategundir á Íslandsmiðum.

Blettahnýðir (Lagenorhynchus albirostris)

Blettahnýðirinn er ákaflega sterklega og rennilega vaxinn höfrungur. Fullvaxinn er hann frá 250 til 300 cm á lengd og vegur frá 180 til 370 kg. Tarfar eru að jafnaði stærri en kýrnar. Eins og sagt er hér að ofan er hann algengastur höfrunga á grunnsævinu ásamt hinum risavaxna háhyrningi. Algengt er blettahnýðir séu saman í hópum, oft nokkrir tugir dýra. Hann er farhvalur en norðlægastur allra smáhöfrunga. Á sumrin finnst hann allt norður til Múrmansk á Kolaskaga og í Scoresbyssunds á Grænlandi. Blettahnýðir finnst oft rekinn hér við land. Lauslegt mat á heildarfjölda blettahnýðings hér við land samkvæmt hvalatalningu Hafrannsóknastofnunnar frá 1989 er að fjöldinn sé á bilinu 12 til 20 þúsund dýr. Þetta eru að vísu 20 ára gamlar niðurstöður en ættu þó að gefa einhverja hugmynd um fjölda dýra sem heldur hér til á Íslandsmiðum. Sjáist til höfrunga í hvalaskoðunarferðum hér við land eru um 90-95% líkur á að þar sé um blettahnýði að ræða.



Hér sjást háhyrningar (Orchinus orca) stökkva upp úr sjónum.

Leifturhnýðir (Lagenorhynchus acutus)

Leifturhnýði (stundum kallaður leiftur) svipar mjög til blettahnýðis (Lagenorhynchus albirostris) enda eru þetta náskyldar tegundir. Þeir eru kraftalegir og rennilegir, um 2-2,5 metrar á lengd og vega í kringum 175 kg. Þeir eru svartir á baki og á bægslum, gráir á hliðum með hvítan kvið. Þeir halda sig saman í hópum og má oft sjá hópa með 10 og allt upp í 100 dýr. Leifturhnýðirinn heldur sig lengra úti á opnu hafi en aðrar tegundir höfrunga sem halda til hér við land. Fæðuval þeirra er fjölbreytt en meginuppstaðan í fæðunni eru þó torfufiskar svo sem síld, makríll og síli. Þar að auki éta þeir töluvert af smokkfiski og annað ætilegt sem til fellur.



Þessi mynd var tekin af blettahnýði í sjónum við Ísland.
© Marianne Rasmussen

Grindhvalur (Globicephala melas)

Grindhvalurinn er talsvert stærri en þær tegundir sem hefur verið fjallað um hér að ofan enda flokkaður í aðra undirætt, ennishöfrunga (Globicephaus). Fullvaxinn grindhvalatarfur er venjulega um 5,5 til 6 metrar á lengd og vegur um 3500 kg. Kvendýrið er nokkuð minna og getur mest orðið um 5 metrar á lengd.

Fullvaxnir grindhvalir eru að mestu svartir á lit en á kviðnum er ljósgrá rönd sem nær allt undir höfuð þar sem hún klofnar. Bakugginn er ávalur og bægslin mjóslegin og nokkuð löng. Þetta einkenni er einmitt eitt helsta auðkenni grindhvalsins. Ennið er afar hátt og mun hærra en hjá öðrum höfrungum sem finnast hér við land.

Grindhvalurinn er úthafshvalur og kemur afar sjaldan á grunnsævi þó það komi fyrir að þeir leiti þangað eftir æti. Líkt og með aðrar tegundir af höfrungaættinni þá eru grindhvalir ákaflega félagslyndir og ferðast um í stórum hópum, mörg hundruð dýr saman. Einhverjar frásagnir eru til af því að stærri hópar hafi sést, allt að 3.000 dýr í vöðu.

Grindhvalir eru mjög algengir á hafsvæðum í kringum landið á sumrin. Ólíkt öðrum tegundum ættarinnar eru grindhvalir þó ekki neitt sérstaklega gefnir fyrir það að synda nærri bátum. Þeir sjást þó talsvert undan norðvestur- og vesturströndinni á haustin og eru þeir þá að eltast við sína uppáhaldsfæðu, beitusmokkinn (Todarodes sagittatus). Auk þeirra éta grindhvalir fjölda fisktegunda svo sem ýmsar tegundir torfufiska. Það hefur oft þótt sérkennilegt atferli hjá grindhvölum að sést hefur til þeirra sofandi í þéttum hóp marandi í hálfu kafi út á rúmsjó.



Hvalveiðar hafa töluvert verið stundaðar í Færeyjum.

Þegar talað er um grinhvali dettur eflaust mörgum í hug grindhvalaveiðar Færeyinga. Veiðar á grindhvölum voru þó einnig töluvert stundaðar hér við land, þó það yrði aldrei neitt í líkingu við veiðarnar í Færeyjum.

Fjölmörg svör má finna á Vísindavefnum um hvali, til dæmis þessi eftir sama höfund:

Heimildir:
  • Sigurður Ægisson, Jón Ásgeir í Aðaldal og Jón Baldur Hlíðberg. 1997. Íslenskir hvalir fyrr og nú. Prentsmiðjan Oddi hf., Reykjavík.
  • Rice, D. W. 1984. Cetaceans. Í Anderson, S. og J. K. Jones, Jr. (ritstj). Orders and Families of Recent Mammals of the World. John Wiley and Sons, New York: bls. 447-490.

Myndir:...